Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.07.2010, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 02.07.2010, Qupperneq 46
34 2. júlí 2010 FÖSTUDAGUR „Þetta er bara alveg frábært og gaman að þeir skyldu sýna mínum verkum áhuga. Ég er þarna komin í hóp með mörgum af fyrirmynd- um mínum í myndlistinni,“ segir Ragnar Kjartansson myndlistar- maður. Ragnar opnaði nýverið sýningu í Luhring Augustine galleríinu í New York. Á sýningunni, sem stendur yfir út júlí, eru málverk Ragnars sem hann málaði í Feneyjatvíær- ingnum á síðasta ári og eitt mynd- bandsverk í tengslum við það. Hið fræga listasafn MOMA, Museum Of Modern Arts, í New York festi nýlega kaup á myndbandsverkinu og bætist Ragnar þar í fámennan hóp Íslendinga sem hafa sýnt á safninu. „Jú, jú, ég er voðalega upp með mér og þetta er frekar stór upphefð fyrir mig sem listamann,“ segir Ragnar og bætir við að hann sé einn- ig búinn að fá heilmörg til- boð í mynd- irnar, sem eru 144 talsins, en hann vill ein- ungis selja þær allar saman í einum pakka. „Ég væri orðin ríkur maður núna ef ég hefði selt allar myndirnar stakar. Mér finnst samt málverkin missa meiningu sínu ef þau eru skilin að.“ Á meðan Feneyjatvíæringurinn stóð yfir málaði hann eina mynd á dag af sömu fyrirsætunni. Bók með öllum 144 verkum Ragnars var að koma út á vegum Crymog- eu og ber nafnið The End. Galleríið Luhring Augustine, er með þeim virtari í heiminum og Ragnar þar með kominn í hóp lista- manna á borð við Andy Warhol, Jackson Pollock og Pablo Picasso sem einnig hanga á veggjum gall- erísins. Eigendur gallerísins eru búnir að fylgjast með Ragnari í nokkur ár. „Þeir höfðu samband við mig fyrir um einu og hálfu ári og vildu gerast galleríið mitt í Banda- ríkjunum. Þeir hafa verið æstir í að fá verkin mín til Bandaríkjanna lengi og vildu setja þessa sýningu upp sem fyrst,“ segir hann. Ragnar er staddur í Flórens með móður sinni Guðrúnu Ásmunds- dóttur leikkonu, en yfirlitssýn- ing á verkum hans var opnuð í gær. Á meðal verkanna er frum- sýning á myndbandserki hans Ég og móðir mín þar sem mæðginin leika saman. „Hún hrækir á mig í þessum þremur myndböndum,“ segir Ragnar og útskýrir að þetta sé eitt það ógeðfelldasta sem móðir getur gert við son sinn en áhorf- endur geta túlkað verkin eins og þeir vilja. „Mamma er náttúru- lega ýmsu vön af leiksviðinu svo hún átti ekki í erfiðleikum með að hrækja á mig.“ alfrun@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SUMARFRÍIÐ Þeir hafa verið æstir í að fá verkin mín til Bandaríkjanna lengi og vildu setja þessa sýningu upp sem fyrst. RAGNAR KJARTANSSON LISTAMAÐUR LÁRÉTT 2. Listastefna, 6. líka, 8. ískur, 9. kirna, 11. samtök, 12. súla, 14. hestur, 16. hljóta, 17. fiskilína, 18. sóða, 20. í röð, 21. lap. LÓÐRÉTT 1. á endanum, 3. tvíhljóði, 4. veiðar- færi, 5. siða, 7. tilgátu, 10. pípa, 13. holufiskur, 15. innyfli, 16. viðmót, 19. járnstein. LAUSN LÁRÉTT: 2. dada, 6. og, 8. urg, 9. ker, 11. aa, 12. stöng, 14. gráni, 16. fá, 17. lóð, 18. ata, 20. tu, 21. sull. LÓÐRÉTT: 1. loks, 3. au, 4. dragnót, 5. aga, 7. getgátu, 10. rör, 13. nál, 15. iður, 16. fas, 19. al. „Þetta er nú algjör brandari. Ég hef verið bitin fjórum sinnum á ferðalögum og allt- af af könguló. Ég held að ég hætti að ganga um í opnum skóm,“ segir söngkona hljóm- sveitarinnar FM Belfast, Lóa Hlín Hjálm- týsdóttir. Hljómsveitin FM Belfast þurfti að aflýsa tónleikum sínum í Belfort í Frakklandi í gær þar sem Lóa var bitin af könguló í Pól- landi í vikunni. Lóa fann smá sting sem hún velti lítið fyrir sér en sá stuttu síðar eitt- hvað sem leit út eins og lítið bit. Bitið stækk- aði síðan smátt og smátt og í fyrradag var fótur hennar mjög bólginn upp að ökkla og bitið orðið frekar ógeðfellt. „Fyrir algjöra tilviljun kom hingað vin- kona okkar sem kláraði þrjú ár í læknis- fræði. Þegar hún sá fótinn á mér skipaði hún mér til læknis strax,“ segir Lóa, sem ætlaði að bíða eftir að bólgan hjaðnaði. Sól- arhring eftir bitið leit út fyrir að sýking væri komin í sárið og Lóa var því sett á sýklalyf. „Ég má ekkert gera og sit því hér með löppina úttússaða upp í loft. Ég þarf að strika kantana á bólgunni til að fylgjast með henni,“ segir hún. Lóa þurfti að fresta för sinni til Hróars- keldu um tvo daga, en FM Belfast kemur þar fram á laugardaginn. Hún sameinast hinum í hljómsveitinni í dag og kemur fram á hátíð- inni á morgun. „Ég væri mest til í að finna staf eða hækju og skreyta ógeðslega flott fyrir tónleikana á laugardaginn,“ segir Lóa. „En þar sem ég er föst inni næ ég því senni- lega ekki. Kannski finn ég glimmerhækju á Hróarskeldu til að hafa á sviðinu.“ - ls Lóa bitin af könguló í Frakklandi ÞURFTU AÐ AFLÝSA TÓNLEIKUM Meðlimir FM Belfast þurftu að aflýsa tónleikum í vikunni þar sem Lóa var bitin af könguló. RAGNAR KJARTANSSON: SEL EKKI VERKIN 144 NEMA SAMAN Í PAKKA Sýnir verkin frá Feneyjum í einu virtasta galleríi heims SÝNIR UM ALLAN HEIM Ragnar Kjartansson myndlistarmaður seldi myndlistaverk sitt til MOMA og opnaði sýningu í einu af virtasta galleríi heims. FRÉTTABLADID/GVA „Já, já, jú það var ég,“ segir Bertha María Waagfjörð, fyrrum fyrir- sæta og sú sem fyrst íslenskra kvenna var á forsíðu þýska Play- boy árið 1992. Bertha María var fyrir tilvilj- un stödd í stuttri heimsókn hér á landi þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. Fyrirsætan Ásdís Rán sagðist í viðtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni vera fyrst íslenskra kvenna til að kom- ast á forsíðu karlaritsins. Það reyndist ekki vera rétt en Bert- ha var á forsíðu þýska Playboy fyrir 18 árum. „Ég var 22 ára gömul og að vinna sem fyrirsæta í Ameríku,“ segir Bertha en þekktur ljós- myndari fékk hana til að gera þessa myndatöku með sér. „Ég var náttúrlega bara í hátískunni á þessum tíma. Sat fyrir í Ítalska Vogue og fleiri álíka blöðum, en ég treysti honum nógu vel til að gera þetta flott. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var svona ber fyrir framan myndavélina og mynda- takan var frekar „artí“,“ segir Bertha María sem hefur sagt skilið við fyrirsætuferilinn enda þriggja barna móðir og búsett í Los Angeles. Í kjölfarið á myndatökunni fyrir þýska Playboy fékk Bertha tilboð frá ameríska Playboy, sem vildu ólmir fá hana á forsíðuna en hún afþakkaði. „Ég vildi það alls ekki enda það blað allt öðruvísi en þessar myndir sem við tókum í New York.“ Leiðir Berthu Maríu lágu til Los Angeles þar sem hún lék meðal annars í einum af vin- sælustu gamanþáttum síðari tíma, Seinfeld. Ásdís Rán leiðrétti misskiln- inginn í gær, dró til baka fyrri yfirlýsingu og bað Berthu Maríu afsökunar. Sagðist hún ekki hafa vitað um forsíðumyndir hennar í Playboy og bætti við að Bertha væri svakalega flott fyrirsæta og uppáhaldsfyrirsætan hennar á sínum tíma. - áp Bertha á forsíðu Playboy á undan Ásdísi FYRST Í PLAYBOY Bertha María Waag- fjörð gerði garðinn frægan í fyrirsætu- heiminum og var á forsíðu þýska Playboy árið 1992. Fréttablaðið hefur fylgst náið með framvindu söng- leiksins Buddy Holly sem verður frum- sýndur í Austurbæ í október. Við höfum þegar sagt frá því að Ingó Veðurguð fari með hlut- verk Buddy Holly og fyrr í vikunni sögðum við frá því að Ólöf Jara Skagfjörð færi með hlutverk Maríu Elenu, eiginkonu Buddys. Leik- stjórinn Gunnar Helgason situr nú sveittur við að raða niður í hlutverk ásamt fleiri aðstandendum og nú er ljóst að útvarps- og leikkonan Heiða Ólafsdóttir fer með hlut- verk Vicky, en hún var eiginkona upptökustjórans sem hljóðritaði lög Buddys. Reynsluboltinn Felix Bergsson hefur einnig verið ráðinn í sýninguna, en hann fer með hltuverk Jiles Perry Richardson sem var þekktastur undir nafninu The Big Bopper. Stundin okkar virðist ætla að vera gjöful mjólkurkýr fyrir leikara í sýn- ingunni en Jóhann G. Jóhannsson og Björgvin Franz Gíslason hafa einnig fengið hlutverk í sýningunni. Söngvarinn og Hjálmurinn Sigurð- ur Guðmundsson og Tinna Ingv- arsdóttir, unnusta hans, eiga von á fyrsta barni sínu. Tinna hefur búið erlendis síðustu ár en er á heimleið þannig að hamingju- stuðull parsins er hár þessa dagana. Siggi hefur verið áberandi í tónlistar- bransanum undanfarið – síðast fyrir söng. Þannig að það ætti ekki að vefjast fyrir honum að syngja fyrir frumburð- inn. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI Ég er að keyra hringinn í kringum landið með fjölskyld- unni í tíu daga. Við eigum náttúrulega fallegasta land í heimi og því ekkert smá gaman að keyra um og uppgötva nýjar náttúruperlur. Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Svanhildur Kaaber. 2 Nýjustu Batman-myndinni. 3 Akureyri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.