Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 8
8 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR
Ring er ný farsímaþjónusta á vegum Símans. Fyrir 1.990 kr. áfyllingu á mánuði færðu 1500 mín/SMS á mánuði
til að hafa samband við alla innan GSM kerfis Símans og 990 kr. inneign til að hringja í fólk í öðrum kerfum.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
2
9
2
1
www.facebook.com/ringjarar
Ekki vera
sökker!
50% tilboð alla daga. Sjáðu á ring.is.
Gildistími á þessum frábæru tilboðum er að finna á ring.is
50% afsláttur af
miðstærð af pizzu á
matseðli. Gildir þegar sótt er.
Gildir ekki með öðrum tilboðum.
1 Hvaða fyrrverandi borgar-
stjóri sækist eftir bæjarstjóra-
stöðu á Akranesi?
2 Hvaða verslun á Laugaveg-
inum hélt upp á tíu ára afmæli
sitt um helgina?
3 Hvaða íslenska skáldkona hélt
upp á áttræðisafmæli sitt í gær?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
BRETLAND Nokkur olíufélög í
Bretlandi voru fyrir helgi sekt-
uð um 5,35 milljónir punda, um
einn milljarð íslenskra króna,
vegna sprengingar sem varð í
olíubirgðastöðinni í Buncefield
fyrir fimm árum. Sprenging-
in var gríðarleg og í kjölfarið
braust út eldur, sá mesti í land-
inu frá seinni heimsstyrjöldinni.
Meðal þeirra félaga sem áttu
stöðina voru BP, Shell og Total,
en það fyrstnefnda er eigandi
olíuborpallsins í Mexíkóflóa
sem lekið hefur úr síðan í apríl.
Upphæð sektarinnar hefur verið
gagnrýnd harkalega og þykir
hún skammarlega lág. Mike
Penning, þingmaður Íhalds-
flokksins á svæðinu, sagði hana
vera móðgandi í samtali við
Guardian.
- kóp
Lágar sektir vegna olíuslyss:
Sektir vegna
slyss í Bretlandi
ALBANÍA Að minnsta kosti fjórtán
manns létust og tólf slösuðust í
rútuslysi í norðurhluta Albaníu í
gær. Nokkrir hinna slösuðu eru
taldir í lífshættu.
Tildrög slyssins voru þau að
ökumaðurinn missti stjórn á rút-
unni með þeim afleiðingum að
hún steyptist fram af bjargi og
valt tugi metra ofan í gljúfur.
Mikil úrkoma og hvassviðri var á
svæðinu þegar slysið varð.
Stjórnvöld í Albaníu lýstu yfir
þjóðarsorg í gær vegna slyssins.
- ls
Rútuslys í Albaníu:
Fjórtán létust og
tólf slösuðust
HAÍTÍ Argentínska knattspyrnuhetj-
an Lionel Messi heimsótti tjald-
búðir heimilislausra á Haítí fyrir
helgi.
Messi var gerður að velgjörðar-
sendiherra UNICEF í mars og var
þetta fyrsta vettvangsheimsókn
hans í því starfi.
Hann heimsótti einnig hjálpar-
teymi Sameinuðu þjóðanna frá Arg-
entínu og ræddi reynslu fólksins
af því að reka spítala í landinu. Þá
heimsótti hann skrifstofu UNICEF
og ræddi við starfsfólkið þar.
Heimsóknin var farin til að vekja
athygli á erfiðleikum barna á Haítí.
Þar eru enn um 800 þúsund börn
án heimilis og hafa lélegan aðgang
að hreinlætisaðstöðu, menntun og
heilsugæslu. Heimsóknin átti einn-
ig að vekja athygli á þeim árangri
sem hefur náðst frá því að jarð-
skjálftinn reið yfir fyrir rúmu
hálfu ári. - þeb
Nýr velgjörðarsendiherra barnahjálpar SÞ:
Messi heimsótti
tjaldbúðir á Haítí
Í TJALDBÚÐUNUM Messi heilsaði upp á
börn sem búa í Carrefour Aviation tjald-
búðunum á Haítí. UNICEF skipuleggur
meðal annars íþróttaleiki og sálgæslu
fyrir börnin þar. UNICEF/MARKISZ
BRETLAND Læknar í Bretlandi ráð-
leggja nú fótboltaáhugamönnum
sem sóttu Suður-Afríku heim á
heimsmeistaramótinu í fótbolta
að gangast undir HIV-próf, hafi
þeir stundað óvarið kynlíf. Nærri
25 þúsund áhangendur enska
landsliðsins eru nýkomnir heim
af mótinu en talið er að um einn
af hverjum fimm fullorðnum ein-
staklingum í Suður-Afríku séu
smitaðir af alnæmisveirunni.
Heartland-spítalinn í Birming-
ham hefur hleypt átaki af stokkun-
um í samstarfi við alþjóðasamtök
þar sem ferðalangar eru hvattir
til að hafa varann á erlendis, taka
með sér smokka og sækja heilsu-
gæslustöð til rannsókna þegar
heim er komið ef einhverrar óvissu
gætir. Læknar benda á að meiri-
hluti gagnkynhneigðra karlmanna
og fjórðungur kvenna sem sýkjast
af HIV-veirunni smitist af henni í
tengslum við óvarið kynlíf í orlofi
erlendis. - jma
Breskir læknar hafa áhyggjur af því að menn hafi smitast af HIV í Suður-Afríku:
Fótboltaáhugamenn fari í HIV-próf
EINN AF HVERJUM FIMM Talið er að
einn af hverjum fimm fullorðnum í
Suður-Afríku sé sýktur af HIV-veirunni
og á sumum stöðum er hlutfallið jafnvel
enn hærra.
GASA, AP Utanríkismálafulltrúi
Evrópusambandsins, Catherine
Ashton, hvetur Ísraela til að opna
landamærin að Gasasvæðinu
algjörlega. Hún heimsótti svæðið
í gær og ræddi meðal annars við
fólk um það hvort líf þeirra hefði
breyst eftir að einangruninni á
svæðinu var aflétt að hluta fyrr í
mánuðinum.
„Afstaða Evrópusambandsins
er mjög skýr. Við viljum að fólk
geti ferðast um, og við viljum ekki
aðeins innflutning til Gasa heldur
einnig sjá vörur fluttar frá Gasa,“
sagði hún. Hún skoðaði fyrirtæki á
svæðinu og ræddi við fólk þar. Til-
kynnt hefur verið að Evrópusam-
bandið hyggist veita um 900 fyr-
irtækjum á Gasasvæðinu styrk
til þess að koma undir sig fótun-
um á nýjan leik, en aðeins um 30
prósent verksmiðja á svæðinu eru
starfandi nú. Sökum vöruskorts
hafa fyrirtæki mörg hver þurft
að loka. Aðeins er búist við því að
þeim fjölgi um nokkur hundruð
nú, þar sem enn má ekki flytja inn
ýmisleg efni sem nauðsynleg eru
til framleiðslu.
Ashton heimsótti meðal annars
Megapharm, sem er meðal fyr-
irtækjanna sem fá styrk á næst-
unni. Fyrirtækið er meðal 203
fyrirtækja sem skipta á milli sín
tæplega milljónum evra. Það hefur
komið framleiðslu sinni í um 50
prósent af því sem áður var, en
getur aðeins framleitt vörur fyrir
Gasasvæðið þar sem ekki má flytja
neitt út af svæðinu.
Ashton fundaði ekki með stjórn-
völdum á Gasa þar sem Evr-
ópusambandið viðurkennir ekki
Hamas-samtökin sem þar stjórna.
Hún fundaði hins vegar með ísra-
elskum yfirvöldum.
thorunn@frettabladid.is
Landamærin
að Gasa verði
opnuð alveg
Utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins heim-
sótti Gasasvæðið í gær. Hún hvatti Ísraela til að
opna landamærin algjörlega. Tilkynnt var um
styrki sambandsins til 900 fyrirtækja á svæðinu.
Í HEIMSÓKNINNI Ashton skoðaði nokkur fyrirtæki á Gasasvæðinu í heimsókn sinni
í gær. Meðal annars fór hún um steypuverksmiðju sem er lokuð vegna einangrunar
Ísraelsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa, hafa bannað konum að reykja
vatnspípur á veitingahúsum. Talsmaður þeirra sagði um helgina að óviðeig-
andi sé að konur sitji með krosslagðar fætur og reyki á almannafæri. Það sé
iðja sem eyðileggi bæði hjónabönd og ímynd Palestínumanna.
Bannið tók gildi um helgina og var veitingamönnum greint frá því af
öryggissveitum sem gengu á milli veitingahúsa. Margir veitingamannanna
töldu fyrst að verið væri að banna bæði konum og körlum að reykja, en
stjórnvöld leiðréttu það með tilkynningu.
Hamas-samtökin hafa reynt að koma á strangari múslimskum reglum
síðan þau tóku völdin á svæðinu árið 2007. Þó íslömsk lög banni konum
ekki að reykja er það samkvæmt ströngum hefðum illa séð. Reykingar af
þessu tagi eru mjög vinsælar meðal beggja kynja á Gasa.
Konum bannað að reykja pípur
VEISTU SVARIÐ?