Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.07.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 19.07.2010, Qupperneq 10
10 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR Fyrirtækið ORF líftækni stefnir að stórfelldri rækt- un erfðabreytts byggs sem nota á til prótínframleiðslu við Gunnarsholt á Suður- landi. Talsmenn fyrirtæk- isins telja mikla möguleika fólgna í starfseminni en fyrirætlanir fyrirtækisins hafa vakið harðvítug við- brögð frá ýmsum aðilum, ekki síst bændum í lífrænni ræktun. ORF líftækni stefnir að stórfelldri ræktun á erfðabreyttu byggi við Gunnarsholt á Suðurlandi eins og Fréttablaðið fjallaði nýlega um. Byggið á að rækta með það fyrir augum að láta það framleiða prótein sem síðan á að nýta til læknisrann- sókna, lyfja- og snyrtivörufram- leiðslu. Forsvarsmenn fyrirtækis- ins segja mikla möguleika fólgna í starfseminni og telja ORF geta orðið stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða innan skamms tíma. Fyrirætlanir fyrirtækisins eru hins vegar síður en svo óumdeildar. Umhverfisstofnun hefur veitt ORF leyfi til útiræktunar en nið- urstaðan vakti hörð viðbrögð frá ýmsum samtökum og var kærð til umhverfisráðuneytisins í septemb- er í fyrra. „Þarna eru menn að framkvæma einhverja hluti þar sem þeir vilja hafa stjórn á öllu en þeir bara geta ekki vitað afleiðingarnar. Við vilj- um ekki að þessu verði bara sleppt lausu því langtímaafleiðingarnar koma ekki í ljós fyrr en eftir mörg ár,“ segir Þórður G. Halldórsson, formaður Verndunar og ræktun- ar (VOR), sem stendur að baki kærunni. Kristín Vala Ragnarsdóttir, for- seti verkfræði- og náttúruvísinda- sviðs Háskóla Íslands, hefur varað við fyrirætlunum ORF og skrifaði á síðasta ári opið bréf til Umhverf- isstofnunar og umhverfisráðuneyt- isins vegna málsins. Í bréfinu segir hún möguleg áhrif útiræktunarinn- ar ekki hafa verið könnuð nægi- lega vel og lýkur því á orðunum: „Ég tel mig sem náttúrufræðing bera ábyrgð á þeirri náttúru sem við skilum til komandi kynslóða og mæli því gegn ræktun genbreytts byggs úti í náttúrunni á Gunnars- holti á meðan umhverfisáhættumat hefur ekki verið unnið á viðunandi máta.“ Opið bréf Kristínar vakti hörð viðbrögð innan háskólasamfélags- ins. Ólafur S. Andrésson, prófessor í erfðafræði, skrifaði til að mynda svarbréf þar sem meðal annars sagði: „Þar að auki er margt af gagnrýninni illa grundað. Öll hugs- anleg varúðarsjónarmið hafa verið tekin til greina í umfjöllun ráðgjaf- arnefndarinnar og niðurstaða henn- ar er hið besta faglega mat sem við höfum á að byggja.“ Náttúrufræðistofnun gaf á sínum tíma álit á mögulegri útirækt- un ORF og taldi litla hættu fel- ast í ræktuninni. Í kjölfarið veitti Umhverfisstofnun leyfi fyrir rækt- uninni eins og áður sagði en tveir fulltrúar í nefndinni lögðust þó gegn því. Leyfi Umhverfisstofn- unar var veitt með níu skilyrðum, meðal annars um tilkynningaskyldu og varnir á ræktunarsvæðinu. Þrátt fyrir skilyrðin og mat Nátt- úrufræðistofnunar telja margir rannsóknirnar á þessu ófullnægj- andi og óttast að verið sé að stefna verulegum hagsmunum í voða. Þórður segir engan vera að fetta fingur út í próteinframleiðsluna sem slíka en vill ekki að henni verði sleppt út í náttúruna. „Það eina sem við erum að fara fram á er að lang- tímaáhrif þessarar ræktunar verði könnuð til hlítar áður en við förum í notkun á þessari tækni,“ segir Þórður. Harðvítug andstaða við fyrirætlunum ORF BYGGRÆKTUN Síðasta sumar var öll tilraunaræktun nýsköpunarfyrirtækisins ORF í Gunnarsholti eyðilögð. Kanilsnúðar Íslenskur gæðabakstur - Tilbúinn í ofninn FR YS TI VA RA FRÉTTASKÝRING: Er ræktun á erfðabreyttu byggi skaðleg? Magnús Þ. Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is ...ég sá það á Vísi Notaðu öfluga og ókeypis leit á Vísi til að finna allt sem þú þarft að vita um lítil og stór brúðkaup, veislurnar, borðbúnaðinn, kransakökurnar, og veislugestina – eða bara eitthvað allt annað. Leitaðu að efni úr Fréttablaðinu og af Vísi. Það eina sem þarf er leitarorð. Vísir er með það. „Brúðkaup“ Leyfið kært til umhverfisráðuneytisins Umhverfisstofnun veitti ORF á síðasta ári leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi í tilraunaskyni á árunum 2009 til 2013. Þessi niðurstaða vakti hörð viðbrögð frá hinum ýmsu samtökum og var kærð til umhverfisráðuneytisins í september í fyrra. Kæran kom frá Verndun og ræktun (VOR), félagi fram- leiðenda í lífrænum búskap, en naut stuðnings Dýraverndunarsambands Íslands, Náttúrulækningafélags Íslands, MATVÍS, Náttúruverndarsamtaka Suðurlands, Neytendasamtakanna og Slow Food í Reykjavík. Enn hefur ekki fengist niðurstaða við kærunni frá umhverfisráðuneytinu en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er von á niðurstöðu í ágúst.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.