Fréttablaðið - 19.07.2010, Page 42
26 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR
FÓTBOLTI „Ætli maður sé ekki sátt-
ur bara við að ná í stig af ríkjandi
Íslandsmeisturum,“ sagði Hauk-
ur Páll Sigurðsson, miðjumaður
Vals, eftir 1-1 jafntefli gegn FH í
Kaplakrikanum í gær. Valsmenn
hafa verið daprir í síðustu leikjum
og var þetta þeirra besta frammi-
staða í nokkuð langan tíma.
„Við höfum ekki átt góða leiki
að undanförnu og það var ekkert
annað í stöðunni en að rífa sig upp
og byrja á baráttu og leikgleði.
Þegar það kemur þá náum við spil-
inu inn. Maður er sáttur með leik-
inn miðað við leikina undanfarið.“
Haukur var frábær í leiknum í
gær en Valsmenn höfðu yfirhönd-
ina á miðsvæðinu stærstan hluta
leiksins þar sem hann og gamla
kempan Sigurbjörn Hreiðarsson
voru í aðalhlutverki. „Það er gott
að hafa Bjössa þarna inni. Hann
býr yfir mikilli reynslu og kenn-
ir manni ýmislegt. Hann stjórnar
manni og maður reynir að stjórna
honum til baka,“ sagði Haukur létt-
ur.
Valsmenn voru betri aðilinn
í fyrri hálfleiknum og byrjuðu
seinni hálfleikinn af krafti. Svo
náðu heimamenn yfirhöndinni,
jöfnuðu metin og voru líklegri í
lokin til að stela öllum þremur stig-
unum. Á heildina litið er jafntefli
sanngjörn niðurstaða.
FH var mjög ólíkt sjálfu sér
lengst af í leiknum í gær og leik-
menn virkuðu áhugalausir. Vörn-
in var mjög óörugg og Valsmenn
hefðu getað refsað heimamönnum
oftar en í þetta eina skipti þegar
Haukur Páll lék á tvo varnarmenn
og skoraði laglegt mark. Það var
ekki fyrr en ferskir menn komu
inn af bekknum sem maður fór að
kannast við Íslandsmeistarana.
„Við vorum ekki með neinn takt
í fyrri hálfleik, vorum algjörlega
á hælunum,“ sagði landsliðsmark-
vörðurinn Gunnleifur Gunnleifs-
son. „Við náðum hins vegar að
klóra aðeins í bakkann í seinni
hálfleik. Heilt yfir var þetta bara
sanngjörn niðurstaða en kannski
ekki ásættanleg.“
Torger Motland hefur mikið
verið í umræðunni fyrir slaka
frammistöðu í sumar. Miðað við
innkomu hans af varamanna-
bekknum í gær er þó mun meira
í hann spunnið en menn héldu.
„Torger fær fullt kredit. Hann
hefur átt undir högg að sækja
en kom inn með mikinn kraft og
dró okkur hina með í það,“ sagði
Gunnleifur.
Daninn Jacob Neestrup ákvað
hins vegar ekki að vera með í
leiknum og var skipt af velli
snemma í seinni hálfleik. Fim-
leikafélagið var alltof lengi í gang
í gær en Valsmenn eiga hrós skil-
ið fyrir spilamennsku sína, vilja
og kraft.
Í upphafi seinni hálfleiks fengu
Valsmenn nokkur góð tækifæri
til að bæta við öðru marki og það
hefði farið langt með að klára leik-
inn. elvargeir@frettabladid.is
FH 1-1 VALUR
0-1 Haukur Páll Sigurðsson (9.)
1-1 Torger Motland (72.)
Kaplakrikavöllur, áhorf.: 1.104
Dómari: Magnús Þórisson (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 7–8 (5–3)
Varin skot Gunnleifur 2 – Kjartan 4
Horn 5–2
Aukaspyrnur fengnar 11–17
Rangstöður 3–2
FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 - Guð-
mundur Sævarsson 3 (57., Torger Motland 8),
Hafþór Þrastarson 5, Tommy Nielsen 6, Hjörtur Logi
Valgarðsson 4 - Björn Daníel Sverrisson 5, Jacob
Neestrup 2 (57., Jón Ragnar Jónsson 6), Matthías
Vilhjálmsson 7 - Ólafur Páll Snorrason 6, Atli Guðna-
son 6, Atli Viðar Björnsson 4.
Valur 4–5–1 Kjartan Sturluson 7 - Stefán Eggerts-
son 6, Atli Sveinn Þórainsson 6, Martin Pedersen
6, Greg Ross 5 - *Haukur Páll Sigurðsson 8,
Sigurbjörn Hreiðarsson 7 (70., Rúnar Már Sigurjóns-
son 5), Jón Vilhelm Ákason 6 (73., Ian Jeffs -), Arnar
Sveinn Geirsson 6, Baldur Aðalsteinsson 6 (61.,
Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5) - Danni König 5.
Vodafonevöllur, áhorf.: ?
Haukar KR
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 7–16 (6–9)
Varin skot Daði 5 – Lars 3
Horn 5–8
Aukaspyrnur fengnar 12–11
Rangstöður 2–4
KR 4–3–3
Lars Ivar Moldsked 5
Guðm. Gunnarsson 6
Grétar Sigurðarson 5
Skúli Friðgeirsson 4
Jordao Diogo 5
Bjarni Guðjónsson 5
Baldur Sigurðsson 5
Viktor B. Arnarsson 4
(62., Guðjón Baldv. 6)
Óskar Örn Hauksson 5
(62., Gunnar Jóns. 5)
Kjartan Finnbogason 6
Björgólfur Takefusa 6
*Maður leiksins
HAUKAR 4–4–2
Daði Lárusson 7
Pétur Gíslason 5
(72., Pétur Sæmund. -)
Daníel Einarsson 5
Guðmundur Mete 5
Gunnar Ásgeirsson 5
Úlfar Pálsson 6
Guðjón Lýðsson 6
Kristján Björnsson 5
Ásgeir Ingólfsson 6
*Arnar Gunnlaugs. 8
(80., Jónas Bjarnas. -)
Hilmar Emilsson 7
0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðsson (3.)
1-1 Arnar Gunnlaugsson, víti (11.)
2-1 Hilmar Rafn Emilsson (33.)
3-1 Guðjón Pétur Lýðsson (40.)
3-2 Björgólfur Takefusa, víti (79.)
3-3 Guðjón Baldvinsson (82.)
3-3
Valgeir Valgeirsson (6)
Fylkisvöllur, áhorf.: 1.534
Fylkir Selfoss
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 15–10 (7–4)
Varin skot Fjalar 2 – Jóhann 2
Horn 9–5
Aukaspyrnur fengnar 8–12
Rangstöður 2–1
SELFOSS 4–5–1
Jóhann Sigurðsson 4
Stefán Guðlaugsson 4
Kjartan Sigurðsson 6
Agnar Bragi Magnús. 5
Guðm. Þórarinsson 4
Einar Antonsson 6
(65., Ingór Guðm. 5)
Jón Guðbrandsson 5
Jón Böðvarsson 5
Davíð Birgisson 5
(63., Arilíus Martei. 6)
Andri Björnsson 6
Sævar Þór Gíslason 4
(63., Ingólfur Þóra. 5)
*Maður leiksins
FYLKIR 4–3–3
Fjalar Þorgeirsson 5
Andri Jónsson 5
Valur F. Gíslason 5
Þórir Hannesson 5
Tómas Þorsteinsson 6
Kristján Valdimarsson 5
Andrés Jóhannesson 7
(76., Davíð Ásbjörns. -)
Albert Ingason 6
(66., Friðrik Þráins. 5)
Ásgeir Arnþórsson 7
(77., Andri Herman. -)
*Jóhann Þórhalls. 7
Pape Faye 6
1-0 Pape Mamadou Faye (24.)
2-0 Andrés Már Jóhannesson (56.)
3-0 Jóhann Þórhallsson (62.)
4-0 Ásgeir Örn Arnþórsson (72.)
5-0 Jóhann Þórhallsson (74.)
5-1 Arilíus Marteinsson (76.)
5-2 Kjartan Sigurðsson (87.)
5-2
Gunnar Jarl Jónsson (6)
FÓTBOLTI KR-ingurinn Gunnar
Kristjánsson gæti verið á
förum frá uppeldisfélagi sínu
en Íslandsmeistarar FH vilja fá
hann í sínar raðir.
Tækifæri Gunnars hjá
KR hafa verið af skornum
skammti í sumar og ku hann
vera afar ósáttur við endalausa
bekkjarsetu í Vesturbænum.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum Fréttablaðsins hafa
FH-ingar óskað eftir leyfi frá KR
til þess að ræða við leikmanninn.
Það leyfi hafði ekki fengist frá
KR seinni partinn í gær. - hbg
FH að styrkja sig?
FH vill fá
Gunnar frá KR
Í FELUM Í VESTURBÆNUM Gunnar
Kristjánsson hefur lítið fengið að spila
en fékk þó leik gegn Þrótti um daginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI „Við töpum tveimur stigum
í þessum leik. Ómeðvitað féllum við
til baka sem gaf KR-ingum meira
svæði með boltann en þeir sköpuðu
sér ekki neitt fyrr en þeir fengu
hjálp frá dómurunum sem ég afar
svekktur með,“ sagði Andri Mart-
einsson, þjálfari Hauka, eftir 3-3
jafntefli sinna manna gegn KR.
KR-ingar komust yfir með marki
frá Grétari Sigfinni Sigurðarsyni
strax á þriðju mínútu en það kveikti
í Haukum sem spiluðu frábærlega
það sem eftir lifði hálfleiks. Fyrst
jafnaði Arnar Gunnlaugsson leik-
inn úr vítaspyrnu. Hilmar Rafn
Emilsson kom Haukum yfir eftir
frábæra sókn og Guðjón Pétur
Lýðsson bætti þriðja markinu við
og allt benti til þess að fyrsti sigur
Hauka væri í nánd.
KR-ingar náðu að hysja upp um
sig brækurnar á síðustu mínútun-
um jafna. Haukar naga sig vafa-
laust í handarbakið fyrir að inn-
byrða ekki sinn fyrsta sigur enda
hefur liðinu gengið illa að halda
forystu í sumar.
„Ef allt hefði verið í lagi þá hefð-
um við unnið þennan leik,“ sagði
Andri sem þar átti við frammi-
stöðu dómara leiksins. Kollegi hans
í Vesturbænum, Logi Ólafsson, var
svekktur með frammistöðu sinna
manna sem náðu aðeins tveimur
stigum gegn Haukum í sumar.
„Okkur stóð til boða að fara
heim með þrjú stig en þess í stað
völdum við annan kost. Við miss-
um af tveimur stigum vegna þess
að menn átta sig ekki á því að við
erum að leika gegn góðu fótbolta-
liði. Það eina sem er jákvætt í þessu
er að við eigum góðan endasprett.
Við þurfum að hlaupa og berjast
meira og leikmenn Hauka gerðu
mun meira af því í þessum leik.“
- jjk
Enn og aftur tókst Haukum ekki að klára leik með sigri eftir að hafa komist í vænlega stöðu gegn KR:
Nú var komið að KR að stela stigi gegn Haukum
MAGNAÐUR Arnar Gunnlaugsson átti
stórleik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Fylkismenn sigruðu Sel-
fyssinga sannfærandi í sjö marka
leik í Árbænum í gær. Vörn Sel-
fyssinga var oft úti á þekju og
gengu Fylkismenn á lagið í seinni
hálfleik þegar þeir skoruðu 4
mörk á 16 mínútna kafla.
„Góður leikur í dag, ég er mjög
ánægður með það, við hins vegar
slökktum hálfpartinn á okkur
eftir að hafa komist í 5-0 og við
höfum ekki efni á því. Hins vegar
var þetta mjög góður sigur og
við erum sáttir við stigin þrjú úr
þessum leik,“ sagði Ólafur Þórð-
arson, þjálfari Fylkismanna.
„Það var mjög gott að ná að
skora fyrsta markið snemma í
seinni hálfleik, við fórum yfir
hvað mætti laga í hálfleik og hvað
við ætluðum að gera áfram. Svo
slær fyrsta markið Selfyssinga
svolítið út af laginu og þá nýttum
við tækifærið og keyrðum á þá.
Við fáum hins vegar ekkert
fyrir þennan leik í næsta leik
þannig að við verðum bara að nýta
það sem við vitum að við getum í
næsta leik og sjá hvort það gefi
nóg til að fá stigin þrjú sem verða
þar í boði.“
Guðmundur Benediktsson,
þjálfari Selfyssinga, var ekki
brattur eftir tapið.
„Við vissum fyrir mót að allir
leikir yrðu erfiðir fyrir okkur og
þessi leikur var engin undantekn-
ing á því, hins vegar vorum við
bara svo hrikalega lélegir á kafla
í seinni hálfleik sem gerði út um
þennan leik fyrir okkur,“ sagði
Guðmundur svekktur.
„Það er alltaf vont að fá á sig
svona mörg mörk. Við hefðum
getað náð góðri forystu hér í byrj-
un og fengum dauðafæri til þess
sem við nýttum ekki.
Undir lokin opnast vörnin meira
enda erum við ekki að pakka í
vörn þegar við erum undir og
Fylkismenn nýttu sér það vel.
Menn finna greinilega fyrir erf-
iðu gengi að undanförnu og það er
ekki von á góðu þegar menn missa
hausinn í fótboltaleik. Við þurfum
á nýju blóði að halda og við reyn-
um að fá nýja menn inn.“ - kpt
Fylkismenn vöknuðu eftir langan blund er hið heillum horfna lið Selfoss kom í heimsókn í Árbæinn:
Fylkismenn buðu upp á flotta markasúpu
BARÁTTA Fylkir hafði betur á flestum
stöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Motland kom með kraft í lið FH
Norðmaðurinn Torger Motland kom með mikinn kraft í leik FH gegn Val í gær og er aðalástæðan fyrir því
að FH fékk stig í leiknum. Motland hefur verið mikið gagnrýndur í sumar en hann vaknaði í gær.
SÝNDI LOKSINS KLÆRNAR Norðmaðurinn Torger Motland sýndi loksins í gær að hann getur eitthvað í fótbolta. Það dugði FH þó
ekki til sigurs. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL