Fréttablaðið - 26.07.2010, Síða 12
12 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
GEORGE BERNARD SHAW
FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ
1856
„Sá sem eyðir lífi sínu í
að gera mistök er ekki
einungis virðingarverð-
ari heldur hefur gert mun
meira gagn en sá sem
eyðir lífi sínu í ekki neitt.“
Shaw var írskur leikritahöf-
undur sem samdi meira en
60 leikrit. Eitt það frægasta
er án efa Pygmalion.
MERKISATBURÐIR
1847 Líbería fær sjálfstæði.
1775 Bandaríska póstþjónust-
an er stofnuð.
1788 Breskir landnemar setjast
að í Sydney í Ástralíu og
hefja þar með langvinn-
ar deilur við frumbyggja
landsins.
1945 Verkamannaflokkur-
inn vinnur bresku þing-
kosningarnar og tekst að
koma Winston Churchill
frá völdum.
1983 Einar Vilhjálmsson setur
Íslandsmet í spjótkasti
þegar hann kastar 90,66
metra og sigrar á úrvals-
móti Norðurlanda og
Bandaríkjanna.
1992 Teygjustökk er reynt í
fyrsta sinn á Íslandi.
„Hótel Djúpavík, góðan dag!“ er svar-
að bjartri röddu í símann. Þar reynist
vera hótelstýran sjálf, Eva Sigurbjörns-
dóttir. Hún er snarlega beðin um smá-
spjall á tímamótasíðu þar sem hótelið
er tuttugu og fimm ára á þessu ári og
verður fúslega við því. Hún rifjar fyrst
upp hvernig ævintýrið byrjaði.
„Við bjuggum í Kópavogi um 1980
þegar Ásbjörn Þorgilsson eiginmað-
ur minn heyrði það í fréttum að Djúp-
avík væri að fara í eyði. Hann lang-
aði að sjá staðinn áður en allir færu
í burtu og kom hér haustið 1982. Það
varð kveikjan að öllu saman því síðar
var honum boðin gamla síldarverk-
smiðjan til kaups. Við skelltum okkur
á hana og datt í hug að fara þar í fisk-
eldi sem ekkert varð svo af. En stað-
urinn heillaði og þegar við fórum að
dvelja hér fundum við að það vantaði
einhverja þjónustu fyrir ferðamenn
svo úr varð að við keyptum Kvenna-
braggann 1984 og opnuðum hótel þar
1985 með átta tveggja manna herbergj-
um. Svo vorum við hér yfir jól og ára-
mót 85/86. Þá var staðurinn eiginlega
búinn að gleypa mig með húð og hári
svo úr varð að ég hætti sem leikskóla-
kennari fyrir sunnan. Við ákváðum
að selja íbúðina okkar í Kópavogi og
vinnuvélaverkstæði Ásbjörns. Með því
að fá líka meiri lán hjá Byggðastofn-
un tókst okkur að merja þetta og hér
erum við enn.“
Nú hafa þau Eva og Ásbjörn svefn-
pláss fyrir 34 gesti í þremur húsum á
staðnum.
Líflegt er yfir sumarið að sögn Evu.
„Það var brjálað að gera í fyrra, aðeins
gloppóttara fyrri part sumars í ár en
nú er fullt hjá okkur flestar nætur. Það
er mikill fjöldi gesta sem gengur hér
um dags daglega og sum borðin í veit-
ingasalnum þarf að tví- og þrísetja á
kvöldin.“
Eva segir ýmsa viðburði hafa verið
í sumar í tilefni afmælisársins. Hún
telur upp tónleika með Svavari Knúti
og Kristjönu Stefáns, sýninguna 25
sem listafólkið Smári Kristinsson og
Nina Ivanova á Ísafirði héldu til heið-
urs hótelinu og ljósmyndir Boga Leikn-
issonar frá Djúpavík og nágrenni sem
hanga uppi núna. Hún segir Djúpa-
víkurdaga svo verða á sínum stað um
miðjan ágúst með tónleikum, varðeldi
og hlaðborði að vanda.
Verksmiðjan á líka stórafmæli að
sögn Evu. Hún fór í gang 7. júlí 1935
svo hún er 75 ára. Þar er listsýning
á vegum Hlyns Hallssonar og Jónínu
Haraldsdóttur sem hefur yfirskriftina
Áfram með smjörlíkið. Einnig sýning-
in Pictures and their sounds sem er
myndabók með viðeigandi hljóðum.
„Við erum af veikum mætti að gera
verksmiðjuna upp,“ segir Eva. „Það
eru farnar nokkrar milljónir í þökin
og eiga sjálfsagt eftir að gera áfram.
En um leið og búið er að bæta þau verð-
um við búin að bjarga því sem er mest
áríðandi. Vonandi endist okkur aldur
til þess.“ gun@frettabladid.is
HÓTEL DJÚPAVÍK: ER TUTTUGU OG FIMM ÁRA Í ÁR
Okkur tókst að merja þetta
og hérna erum við enn
EVA SIGURBJÖRNSDÓTTIR HÓTELSTJÓRI „Það er mikill fjöldi gesta sem gengur hér um dags
daglega,“ segir hún og er á fullu að skipuleggja Djúpavíkurdaga um miðjan ágúst.
MYND/ÚR EINKASAFNI.
Elskulegur faðir minn,
Bjarni Jónsson,
fyrrv. leigubifreiðarstjóri á Akureyri,
lést þann 20. júlí sl. Útförin fer fram frá Höfðakapellu
þriðjudaginn 27. júlí kl. 13.30.
Rósa Bjarnadóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
Jón Salómon Jónsson,
sjómaður frá Flateyri,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 19. júlí
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn
28. júlí kl. 15.00.
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Svandís Jónsdóttir Guðbjartur Guðbjartsson
Valborg Jónsdóttir
Grétar Arnbergsson
Kristinn Þórhallsson
Birna Jónsdóttir Garðar Sigurgeirsson
Magnfríður Jónsdóttir
Ólafur R. Jónsson Sólveig Jónsdóttir
Björn Ágúst Jónsson Anna María Sigurðardóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför
Guðrúnar Sigríðar
Jóhannesdóttur Blöndal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheim-
ilisins Holtsbúð Garðabæ fyrir góða umönnun.
Jóhannes Blöndal Maj Britt Pálsdóttir
Jósep Blöndal Hedvig Krane
Gunnar Blöndal Margrét Magnúsdóttir
Guðmundur Blöndal
Guðrún Blöndal Theódór Sigurðsson
Lárus L. Blöndal Soffía Ófeigsdóttir
Anna Bryndís Blöndal
Jón Ásgeir Blöndal
Lárus St. Blöndal Jónasson Íris Dröfn Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Erla Kristbjörg
Garðarsdóttir,
Sunnuflöt 8, Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þ. 19. þ.m.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðju-
daginn 27. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hinnar
látnu er bent á líknar- og vinafélagið Bergmál,
reikn. 117-26-1616, kt. 490294-2019.
Ágúst Karlsson
Kristín Jóhanna Ágústsdóttir
Ásta Karen Ágústsdóttir
Ágúst Karl Ágústsson Katrín Jónsdóttir
Hekla Karen Pálsdóttir
Elfa Sól Ágústsdóttir
Gabríela Rós Ágústsdóttir
MOSAIK
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Jón Eyjólfur Jónsson (1925
- 2007), eða Eyjólfur sund-
kappi eins og hann var gjarnan
kallaður, synti frá Kjalarnesi til
Reykjavíkur, um 10 kílómetra
leið, á þessum degi árið
1959. Það tók hann fjóra og
hálfan klukkutíma að komast á
leiðarenda.
Eyjólfur var lögreglumaður
og íþróttamaður sem vakti eft-
irtekt á 6. áratug síðustu aldar
fyrir ýmis afrek tengd sjósundi.
Má þar nefna Drangeyjarsund
1957, frá Reykjavík til Akraness
1958, frá Reykjavík til Hafnar-
fjarðar og Vestmannaeyja-
sund 1959 og frá Hrísey til
Dalvíkur 1960.
Eyjólfur var einn af hvata-
mönnum að stofnun Þróttar
og var gerður að heiðurs-
félaga íþróttafélagsins árið
1989.
Þess má geta að um
Eyjólf hefur verið skrifuð
bókin Eyjólfur sundkappi:
Ævintýraleg saga drengs
af Grímsstaðaholtinu, sem
Almenna bókafélagið gaf út
árið 2004.
HEIMILD: WWW.WIKIPEDIA.ORG
ÞETTA GERÐIST: 26. JÚLÍ 1959
Eyjólfur sundkappi vinnur afrek