Fréttablaðið - 26.07.2010, Side 30

Fréttablaðið - 26.07.2010, Side 30
22 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. vanþóknun, 6. mjöður, 8. sauða- garnir, 9. hafið, 11. tvö þúsund, 12. högni, 14. stinga, 16. skammstöfun, 17. kopar, 18. örn, 20. grískur bókstaf- ur, 21. óvild. LÓÐRÉTT 1. þurft, 3. tveir eins, 4. gufuskip, 5. angan, 7. ávöxtur, 10. andmæli, 13. atvikast, 15. einsöngur, 16. ris, 19. þófi. LAUSN LÁRÉTT: 2. svei, 6. öl, 8. vil, 9. rán, 11. mm, 12. fress, 14. pikka, 16. þe, 17. eir, 18. ari, 20. pí, 21. kala. LÓÐRÉTT: 1. þörf, 3. vv, 4. eimskip, 5. ilm, 7. lárpera, 10. nei, 13. ske, 15. aría, 16. þak, 19. il. „Ég þurfti bara að hlaða símann einu sinni í þennan eina og hálfa dag sem tökurnar stóðu yfir,“ segir Isak Winther, grafískur hönnuður, sem tók upp myndband við lagið Þriggja daga vakt en það sem þykir óvanalegt við mynda- bandið er að það var allt tekið upp gegnum myndavél á síma. „Ég er ánægður með útkomuna en við vild- um búa til ákveðna stemmingu í kringum lagið. Gera þetta svona aðgengilegra fyrir fólk með því að nota þessa tækni. Sýna fólki að það er ekkert mál enda flestir símar komn- ir með flotta tækni sem hægt er að leika sér með,“ segir Ísak og bætir við að myndbandið hafi alltaf átt að vera ódýrt í framleiðslu. „Við vildum ekki gera myndband í háskerpu með óhreyfðum römmum heldur var það þetta símamyndbandsútlit sem við vorum að sækj- ast eftir. Gera eitthvað sem allir geta gert sjálfir í sínum símum.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu er lagið Þriggja daga vakt samstarf hljóm- sveitanna NýDönsk, Gus Gus og Hjaltalín en sveitirnar munu koma fram á Akureyri um verslunarmannahelgina á hátíð sem gengur undir sama nafni. „Við vorum alveg svakalega heppin að fá Daníel Ágúst Haraldsson með okkur í lið en hann leikur aðalhlutverkið í myndbandinu ásamt nokkrum statistum, en hann er nátt- úrulega öllu vanur,“ segir Ísak en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur upp tónlistar- myndband. Í sjálfu myndbandinu eru dansandi krakkar með munstraða kassa á hausnum í stóru hlut- verki. „Við vöktum mikla athygli hvert sem við fórum að taka upp enda ekki vanalegt að sjá dansandi fólk með kassa á hausnum víðs vegar um borgin. Þetta var mjög gaman,“ segir Ísak. - áp Tók tónlistarmyndband upp á síma MEÐ SÍMANN AÐ VOPNI Ísak Winther, graf- ískur hönnuður, tók upp myndband við lagið Þriggja daga vakt á venjulegan farsíma. Bandaríski kvikmyndaframleið- andinn Paula Wagner, sem hefur unnið náið með Tom Cruise, er í viðræðum við þá Richard Scobie og Kristin Þórðarson um að taka þátt í framleiðslu kvikmyndar eftir handriti þeirra, 66 gráður norður. „Þetta einfaldlega gerbreytir öllu fyrir okkur og setur ákveðinn gæða- stimpil á verkefnið sem við höfðum ekki áður,“ segir Kristinn sem starf- ar sem framleiðandi hjá Sagafilm. Hann framleiðir einnig myndina ásamt Richard og Edwinu Fork frá Írlandi. Wagner er stórlax í Hollywood og hefur unnið í fjölda ára með Tom Cruise. Til að mynda hefur hún framleitt allar Mission Imp- ossible-myndirnar, Valkyrie, War of the Worlds og The Last Samurai. „Við fórum á fund með Paulu í byrj- un júní og höfum síðan verið í góðu sambandi við hana. Paula er búin að lesa handritið og er mjög hrifin af því og í beinu framhaldi hófust við- ræður við hana. Auk þess standa nú yfir samningaviðræður við leikara en ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu við hverja er verið að tala við,“ segir Kristinn. Handritið að 66 gráður norð- ur var valið inn á Co-pro hátíðina í Los Angeles í byrjun júní eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Hátíðin er haldin af framleiðenda- félagi Bandaríkjanna, The Prod- ucers Guild of America, og eru fimm erlend handrit valin á hverju ári sem þykja hvað líklegust til að hljóta náð fyrir augum samfram- leiðenda í Bandaríkjunum. Margir þekktir framleiðendur óskuðu eftir fundum með Íslendingunum og sýndi Wagner handritinu hvað mestan áhuga. 66 gráður norður er spennutryllir í anda Hitchcock-myndanna og The Others, sem Wagner framleiddi. Um 20 prósent myndarinnar verða tekin upp hér á landi en afgangur- inn á Írlandi. Stefnt er að því að tökur hefjist næsta sumar í leik- stjórn Egils Arnar Egilssonar, eða Eagle Egilssonar, og verður þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Framleiðsluáætlun hljóðar upp á um fimm milljónir evra, eða tæpar átta hundruð milljónir króna. „Við erum að vinna í að púsla þessu saman. Við vonumst eftir því að það verði sæmilega stór „casting“ skrifstofa í Bretlandi sem aðstoði okkur við að finna leikara í aðalhlutverkin,“ segir Kristinn. Líklegt er að Íslendingar fari með einhver aukahlutverk í myndinni en stóru hlutverkin verða í hönd- um þekktra erlendra leikara, enda verður myndin öll á ensku. freyr@frettabladid.is KRISTINN ÞÓRÐARSON: ÞETTA GERBREYTIR ÖLLU FYRIR OKKUR Framleiðandi Toms Cruise í viðræðum við Íslendinga Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Paula Wagner ásamt Tom Cruise og eiginkonu hans Katie Holmes. Wagner og Cruise hafa unnið náið saman á undanförnum árum. NORDICPHOTOS/GETTY „Við erum góðir félagar og maður lætur þetta ekkert á sig fá,“ segir Erpur Eyvindarson rappari um samstarf hans og söngvarans Henrik Biering í laginu Keyrum- ettígang en það hefur vakið athygli að kapparnir eru hvor á sínum endanum í pólitík. Erpur er þekktur fyrir að liggja ekki á sínum vinstri sinnuðum stjórn- málaskoðunum á meðan Henrik er sjálfstæðismaður. „Já, ég reyni nú bara að kom- ast hjá því að ræða um pólitík við hann,“ viðurkennir Henrik sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistar- bransanum. „Ég hef áður gefið út lagið íslenskt bagg, sem varð nokk- uð vinsælt,“ segir Henrik en hann er nýkominn heim úr námi í Dan- mörku og stefnir í viðskiptafræði í Háskóla Íslands í haust. „Ég ætla mér að halda áfram í tónlistinni og mun örugglega troða upp með Erpi á einhverjum tónleikum í vetur. Við erum góðir félagar og stjórn- málaskoðanir skipta ekki máli“ Lagið, sem einnig er með söngv- aranum Friðriki Dór, er unnið af strákunum í Stop Wait Go og hefur notið vinsælda upp á síðkastið. Það mun hljóma á á væntanlegri plötu Erps og á Pottþétt 53. „Ég þekki alls konar fólk og læt það ekki á mig fá þótt hann sé með aðra skoðun en ég. Það væri samt ekkert verra ef Henrik mundi hætta þessu sjálfstæðis- rúnki sínu,“ segir Erpur hlæjandi og bætir við að fyrst Davíð Odd- son og Þórarinn Eldjárn hafi getað unnið saman í gamla daga, en þeir voru saman með þætti á útvarps- töðinni Matthildur, þá ættu þeir Henrik ekki að vera í vandræðum með sitt samstarf í tónlistinni. - áp Félagar þrátt fyrir ólíkar skoðanir KVIKMYNDIR PAULU WAGNER: ■ Mission Impossible 1-4 ■ The Last Samurai ■ War of the Worlds ■ Valkyrie ■ The Others ■ Vanilla Sky ■ Death Race ■ Elizabethtown FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N HÆGRI GEGN VINSTRI Henrik Biering og Erpur Eyvindarson láta ólíkar stjórnmála- skoðanir ekki hafa áhrif á sig. L A U G A R D A G F Ö S T U D A G S U N N U D A G DJ SEXY LAZER PRESIDENT BONGO Verzlunarmannahelgin á Oddvitanum á Akureyri Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir er stödd á Indlandi þessa dagana þar sem hún undirbýr framleiðslu næstu fatalínu sinnar, en hún hannar undir heitinu Royal Extreme. Ferð Unu Hlín- ar til Indlands hefur verið ævintýri lík- ust og hlaut hún meðal annars einstaklega fallegan sari að gjöf frá samstarfsfé- lögum sínum. En sari er hefðbund- ið klæði indverskra kvenna og getur verið sérlega skrautlegt og fallegt. Una Hlín er einnig í hópi þeirra íslensku fatahönnuða sem taka þátt í Tískuvikunni í Kaupmanna- höfn sem fram fer dagana 12. til 14. ágúst. Aðstandendur hátíðar- innar hyggjast koma sér á spjöld sögunnar með því að vera með lengsta sýningarpall heims og komast þannig í hóp Guinness heimsmethafa. Strikinu verður breytt í sýningarpall og munu tvö hundruð fyrirsætur ganga eftir götunni klæddar flíkum frá ýmsum hönnuðum. Ekki er þó vitað til þess að íslensku hönnuðirnir ætli að taka þátt í þessum stórviðburði. Hótelleik Radisson SAS hótelanna er nú lokið og verður sigurvegari keppninnar kynntur innan skamms. Vinkonurnar Aníta Hafdís Björns- dóttir og Ása Rán Einarsdóttir voru á meðal þeirra Íslendinga sem létu reyna á heppnina. Stúlkurnar seldu allar eigur sínar fyrir jól og eru nú á ferð um heiminn og stunda svifvængjaflug og því hefði hótelgisting komið sér vel. Þær stöllur fengu þó ekki nógu mörg atkvæði og féllu því úr leik. - sm FRÉTTIR AF FÓLKI VERSLUNARMANNAHELGIN „Ég er að fara á þjóðhátíð, ætla að reyna að djamma eitthvað þar. Allir í vinahópnum bíða spenntir. Þetta verður vonandi geðveikt gaman hjá okkur eins og í fyrra.“ Júlí Heiðar Halldórsson poppari. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /B IG G I

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.