Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 2
2 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Finni, sá strákurinn dautt fólk á Prikinu? „Ja, það er allavega eins gott að ég spurði hann um skilríki því hann lítur út eins og Harry Potter.“ Leikarinn Haley Joel Osment heimsótti skemmtistaðinn Prikið um helgina. Hann skaust upp á stjörnuhimininn eftir túlkun sína á dreng sem sá dáið fólk í kvikmyndinni The Sixth Sense. Guðfinnur Sölvi Karlsson, Finni, er eigandi Priksins. EFNAHAGSMÁL Bílalánafyrirtæki ætla ekki að senda greiðsluseðla vegna gengistryggðra lána á við- skiptavini sína þessi mánaðamót. Þetta eru önnur mánaðamótin í röð sem innheimta frestast. „Við sendum ekki greiðsluseðla vegna bílasamninga eða kaupleigu- samninga,“ segir Kjartan Georg Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP Fjármögnunar. Frá Lýsingu og Avant fást sömu upplýsingar. Óvissa hefur ríkt um hvern- ig innheimta skuli lánin eftir að Hæstiréttur dæmdi þau ólögmæt um miðjan júní. - bj Gengistryggð bílalán fryst: Senda ekki út greiðsluseðla UTANRÍKISMÁL Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent frá sér ályktun þar sem þess er krafist að Ísland segi sig úr Atlantshafsbandalaginu (Nató). Ályktunin er í tilefni leyniskjala sem ættuð eru frá herjum bandalagsins í Afganistan, sem WikiLeaks birti. Samtökin krefjast þess að her- sveitir Nató yfirgefi Afganistan og bæti fyrir þann skaða sem unn- inn hafi verið þar, eftir því sem hægt er. „Þá er brýnt að Íslend- ingar dragi þegar til baka allan stuðning sinn við stríðið og biðjist afsökunar á þætti sínum í því,“ segir í ályktuninni. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstri grænna, segir brýnt að aðild Íslands að bandalaginu verði borin undir þjóð- ina. Um hernaðarbandalag sé að ræða og þjóðin hafi aldrei fengið að kjósa um aðildina. „Ef grannt er skoðað er Nató ekki síður vara- samur félagsskapur nú en áður. Nú er ekki bara horft til árásar, heldur spurt um ógn sem steðjar að aðildar ríkjunum. Erfitt er að skilgreina hana og hún steðjar helst að þeim sem fer með rangláta pólitík. Íslendingar eru þannig, með aðild sinni, búnir að samsama sig því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að afstýra ógn gegn þeim.“ - kóp Aukinn slagkraftur í kröfuna um úrsögn Íslands úr Nató: Ögmundur vill þjóðaratkvæði BOTNINN SLEGINN ÚR Birna Þórðardóttir býr sig undir að slá botninn úr Nató-tunnunni í mótmælum Samtaka hernað- arandstæðinga 2009 í tilefni þess að 60 ár voru liðin síðan Ísland gekk í Nató. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÖGMUNDUR JÓNASSON Íslendingur dæmdur Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimmtíu daga óskilorðs- bundið fangelsi í Færeyjum fyrir fíkniefnasmygl. Maðurinn kom til landsins fyrir tæpum tveimur vikum og reyndist vera með ríflega 300 grömm af hassi innvortis í yfir hundr- að pakkningum. Hann mun afplána dóminn og fer síðan í þriggja ára endurkomubann frá Færeyjum. FÆREYJAR FLUGMÁL Hætta skapaðist þegar bandarísk herflugvél þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan sex í gær- kvöld. Að því er kemur fram á visir.is missti vélin afl á tveim- ur hreyflum af fjórum. Vélin sem er af Herkúles gerð er á leið til til Afganistans með viðkomu í Englandi. Fyrst barst tilkynning um að vélin hafi misst afl á einum hreyfli en skömmu fyrir lendingu kom í ljós að annar hreyfill hafði ofhitnað og var slökkt á honum strax eftir lendingu. Gera þurfti við Herkúlesvél- ina hér á landi og óvíst var með brottför héðan í gærkvöld. Um tuttugu manns voru um borð. - gar Herflugvél missti afl: Lenti hér á leið til Afganistans HERKÚLESVÉL Bandarísk herflugvél lenti í öryggisskyni á Keflavíkurflugvelli í gær þegar tveir hreyflar af fjórum virkuðu ekki sem skyldi. MYND/PÁLL KETILSSON HAFNARMÁL Formaður Sjómannafélagsins Jöt- uns í Vestmannaeyjum gagnrýnir Siglinga- málastofnun fyrir að svara ekki hvort og hve- nær öðrum skipum en Herjólfi verði leyft að nota Landeyjahöfn. Siglingamálastofnun vill ekki leyfa öðrum skipum að nota Landeyjahöfn fyrr en meiri reynsla sé komin á hana. Valmundur Valmunds- son, formaður Jötuns, segist skilja öryggissjón- armiðin sem liggi að baki. „Hins vegar hefur hvorki gengið né rekið að fá svör frá Siglingamálastofnun um hvort og þá hvenær Landeyjahöfn verði opnuð öðrum bátum.“ Eimskipafélagið gerir Herjólf út en auk þess hafa tvö fyrirtæki í bænum leyfi til farþega- siglinga, Viking Tours og Ribsafari. Sigmund- ur Gísli Einarsson, eigandi Viking Tours, gefur lítið fyrir skýringar Siglingamálastofnunar. „Ef þetta snýst um öryggismál, eru þá ekki far- þegar í Herjólfi í jafnmikilli hættu og farþegar annarra skipa? Starfsmenn Siglingamálastofn- unar sigla sjálfir þarna á gúmmítuðrum.“ Þá kvartar hann yfir að Siglingamálastofn- un svari ekki fyrirspurnum hans. „Samkvæmt lögum ber henni að svara innan tveggja daga. Ég sendi fyrirspurn 19. júlí og hef ekkert svar fengið.“ - bs Sjómannafélagið Jötunn og ferðaútgerðarmenn gagnrýna Siglingamálastofnun: Krefjast þess að fá líka að nota Landeyjahöfn LANDEYJAHÖFN Formaður sjómannafélagsins Jötuns og eigandi Viking Tours gagnrýna Siglingamálastofnun fyrir að leyfa ekki umferð fyrir önnur skip. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM KJARAMÁL Kjararáð Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna hefur hafnað því að slökkviliðsmenn beri á sér farsíma sem boðtæki á meðan ósamið er í kjaradeilu þeirra við sveitarfé- lögin. Í svari kjararáðsins kemur fram að með því að skila inn boðtækj- um sínum vilji slökkviliðsmenn leggja áherslu á kröfur í deilu sinni við launanefnd sveitarfélag- anna. Um hluta af löglega boðuð- um verkfallsaðgerðum sé að ræða, og frá þeim verði ekki fallið meðan launanefndin sýni ekki samstarfs- vilja. Engir fundir höfðu verið boð- aðir í kjaraviðræðunum í gær. - bj Slökkviliðsmenn í kjaradeilu: Hafna því að bera boðtækin BOÐTÆKIN BÍÐA Slökkviliðsmenn ætla ekki að bera boðtæki fyrr en semst í kjaradeilu þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPURNING DAGSINS MENNING Miðstöð munnlegrar sögu stendur fyrir söfnun frásagna fólks af hruninu og kreppunni. Ætlun- in er að varðveita vitnisburði 80 manns, sem verða fræðimönnum framtíðarinnar aðgengilegir þegar skrifa á um þessa miklu atburði. Magnús Sveinn Helgason sagn- fræðingur er verkefnastjóri og hann segir mikilvægt að ná að fanga sögur almennings. „Markmiðið er að safna viðtöl- um við 80 Íslendinga, „venjulegt“ fólk, og fanga upplifun almenn- ings á atburðunum. Sagnfræð- ingar standa oft frammi fyrir því vandamáli þegar þeir skoða stóra atburði að einu heimildirnar sýna hvernig þeir birtust stjórnmála- mönnum eða álitsgjöfum. Oft og tíðum eru engar heimildir til um hvernig almenningur upplifði atburðina. Oft eru þetta atburð- ir sem snerta almenning mest, en engar heimildir eru til um upplif- unina. Við viljum bæta úr því.“ Miðstöð munnlegrar sögu safn- ar munnlegum heimildum um sögu Íslands og varðveitir þær. Þannig verður til safn sögulegra samtímaheimilda um mikilvæga atburði. Hafist var handa við að safna viðtölum um bankahrun- ið um leið og það varð, haustið 2008. Í sumar fékkst fjárveiting til að ráða þrjá starfsmenn úr átaks- verkefni ríkisins í atvinnumálum og farið var í verkefnið af krafti. Leitað er eftir frásögnum hvað- an æva af landinu, frá fólki á öllum aldri og af báðum kynjum. Magnús segir mikilvægt fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar að hafa heimildir um áhrif hruns- ins á almenning. „Það er mikil- vægt að hafa heimildir um hvaða breytingar bankahrunið og krepp- an höfðu á daglegt líf almennings og kannski ekki síður hvaða breyt- ingar atburðirnir höfðu í för með sér á skilningi almennings á stóru spurningunum; á samfélagsgerð- inni og stjórnmálunum.“ Áhugasamir geta sent línu á mhs@hi.is og komið upplifun sinni á kreppunni á spjöld sögunnar. kolbeinn@frettabladid.is Safna sögum fólks úr hruni og kreppu Sagnfræðingar framtíðarinnar munu geta gengið að safni frásagna fólks um hrun og kreppu hjá Miðstöð munnlegrar sögu. Þar á að fanga upplifun almennings á atburðunum og því hvaða breytingar þeir höfðu í för með sér. MÓTMÆLT Hrunið og kreppan hafði áhrif á fjölda Íslendinga og því eflaust margir sem hafa frá einhverju að segja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UNNIÐ AÐ SKRÁNINGU Magnús Sveinn hugar að upplýsingum ásamt Örnu Björk Jónsdóttur, einum þriggja nem- enda sem vinnur að söfnun viðtala um kreppu og hrun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.