Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2010 Hinn 12. júlí síðastliðinn birti fjármálaráðuneytið skýrslu um íslenska skattkerfið sem það hafði falið Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um að vinna. Eitt af því sem þar kemur fram er að skýrsluhöfund- ar leggja til að það sem þeir kalla „óvenjulegar undanþágur“ frá almennri virðisaukaskattsprósentu verði lagðar af. Lægsta skattþrep virðisaukaskattsins, sem nú er 7%, verði hækkað í 14% en nái þá einungis til matvöru þar sem allt annað séu „óvenjulegar undanþág- ur“. Allt nema hollur matur verði selt með 25,5% virðisaukaskatti. Hlykkjóttur vegur bókaskattsins Eitt af því sem nú er selt með 7% virðisaukaskatti eru bækur og fjöl- miðlar. Það snjóar furðu fljótt yfir sögu skattprósenta og því skal það hér rifjað upp að þegar virðisauka- skattur var tekinn upp árið 1990, og gamli söluskatturinn lagður af, voru bækur og fjölmiðlar undan- þegin virðisaukaskatti. Þetta var gert af sömu ástæðum og liggja að baki því að bækur eru ekki seldar með virðisaukaskatti í Bretlandi, Írlandi, Noregi og Póllandi. Stjórn- völd telja að þannig séu þegnarn- ir hvattir til að tjá sig, stuðlað sé að öflugri útgáfu og dreifingu upp- lýsinga og að sem fæstar hindran- ir girði fyrir að fólk lesi og mennti sig. Árið 1992 komst til valda Við- eyjarstjórnin sem AGS hefði verið ánægð með því hún taldi þessar undanþágur „óvenjulegar“. Frá sumri 1993 voru bækur og fjölmiðl- ar seld með 14% virðisaukaskatti, eða allt til ársins 2007. Þann 1. mars það blessaða ár var þrepið lækkað í 7% og um leið voru hljóðbækur og annað hljóðefni færð úr 24,5% í 7%, sem var mikil breyting. Ofurvenjulegar undanþágur Í alþjóðlegum samanburði hafa íslenskar bækur og fjölmiðlar verið seld með óvanalega háum skatti frá því að virðisaukaskatt- urinn var lagður á 1993. Meira að segja 7% skattur er hár í evr- ópskum og alþjóðlegum saman- burði. Þegar bækur voru seldar með 14% skatti var prósentan sú þriðja hæsta í löndum EES-svæð- isins. Aðeins Danmörk og Búlgaría leggja hærri vask á bækur. Ástæðan fyrir því að ríflegar undanþágur eru á virðisaukaskatti á bækur hjá stórþjóðum, svo sem Frökkum og Ítölum, er að stjórn- völd í þessum löndum hafa áhyggj- ur af bókmenningu og viðgangi móðurmálsins. Þessa menning- arpólitísku afstöðu má finna alls staðar í Evrópu. Það talar sínu máli að í 25 af 27 aðildarlöndum ESB er virðisaukaskattur á bækur lægri en almenn virðisaukaskattspró- senta og svo er einnig á Íslandi og í Noregi. Í Noregi eru bækur, líka hljóðbækur og rafbækur, algerlega undanþegnar virðisaukaskatti og þykir ekki „óvenjulegt“. Í tilskipun framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins, 2006/112/ EC, sem liggur til grundvallar samræmingu virðisaukaskatt- slöggjafar EES og er grunnplagg í þeim málaflokki, er skýrt kveð- ið á um að ákveðnir vöruflokkar geti notið undanþágu frá almennri virðisaukaskattsprósentu, s.s. bækur. Í nýlegri tilskipun fram- kvæmdastjórnarinnar um breyt- ingar á fyrri tilskipun um virð- isaukaskatt, 2009/47/EC, er enn hnykkt á þessu og heimildin raun- ar rýmkuð þannig að bækur í sama hvaða formi þær eru seldar, hvort heldur rafrænt eða prentaðar, geti notið undanþágu frá almennri virð- isaukaskattsprósentu. Þessar und- anþágur ná nú þegar til rafbóka á Spáni, í Hollandi, Noregi, Frakk- landi og Slóveníu. Ennig bera hljóð- bækur sömu virðisaukaskattspró- sentu og prentaðar bækur í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi. Orð skýrslu- höfunda AGS um „óvenjulegar undanþágur“ virðast því komnar til af furðulegri vanþekkingu á til- skipunum Evrópusambandsins um virðisaukaskatt því auðvitað hefur AGS engra pólitískra hagsmuna að gæta sem strangfagleg stofnun. Sporin hræða Það er hins vegar staðreynd að AGS sendi frá sér skýrslu um breytingar á íslenska virðisauka- skattskerfinu þar sem haldið er fram staðhæfingum sem eru einfaldlega rangar. Sama fyrir- bæri ráðleggur nú stjórnvöldum í Eystrasaltslöndum um hvernig stíga á kreppuölduna og ræðst að sjálfsögðu að „óvenjulegum und- anþágum“. Þann 1. janúar 2009 hækkuðu stjórnvöld í Lettlandi virðisaukaskatt á bækur úr 5% í 21%. Bóksala í mörgum verslunum minnkaði á fyrstu tveimur mánuð- um eftir hækkun um allt að 70% og heildarvelta bókaútgáfunnar dróst saman um 35% að meðaltali. Eftir margvísleg mótmæli frá alþjóða- samtökum, svo sem IPA, FEP og alþjóðasamtökum bóksala, IBF, sem þrýstu á lettnesk stjórnvöld um að lækka virðisaukaskattinn að nýju, var ákveðið að lækka skatt- inn í 10% í ágúst 2009. Skaðinn var hins vegar skeður og samkvæmt upplýsingum frá félagi lettneskra bókaútgefenda hefur markaðurinn þar ekki enn náð sér. Sams konar hækkun stendur nú fyrir dyrum í Litháen og þrátt fyrir mjög öfluga andstöðu alþjóð- legra samtaka og stofnana um höf- undarrétt og útgáfu hefur lithá- íska ríkisstjórnin ekki hvikað frá áformum sínum um að hækka virð- isaukaskatt á bækur úr 9% í 21% þann 1. janúar á næsta ári. Lækningin sem drepur sjúklinginn Skýrslu AGS var af talsmönnum hans líkt við sjúkdómsgreiningu. Von okkar allra sem viljum standa vörð um bókmenningu okkar, inn- lenda fjölmiðlun og dreifingu upp- lýsinga á móðurmálinu er að upp- skurðurinn leyfi sjúklingnum að lifa öðru lífi en því sem heldur kröfuhöfum nær og fjær hraust- um. Í umræðu undanfarinna mán- uða og ára hefur nefnilega gleymst eitt stórmerkilegt smáatriði: Við værum líklegast hvorki að ríf- ast um Icesave, ESB, Magma eða rústabjörgun ef við töluðum ekki sameiginlegt tungumál og teldum okkur þurfa að útkljá þessi mál á grundvelli þess. Við værum einfald- lega önnur og þá myndu þessi mál líka öll vera talsvert með öðrum blæ. Gott ef þau hyrfu ekki eins og dögg fyrir sólu líkt og menn- ing okkar og tungumál. Allt þetta væri þá viðfangsefni þeirra tíu sér- vitringa sem hefðu hlotið nógu háa styrki úr sjóðum ESB til að rann- saka hræ íslenskrar menningar. Kannski AGS styrki þá líka vísinda- starfið, sé þar ekki um „óvenjuleg- ar undanþágur“ að ræða. Vanþekking á vaski Virðisaukaskattur Kristján B. Jónasson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2010 Álagningu opinberra gjalda, sem og ákvörðun vaxta- og barnabóta, á árinu 2010 lýkur þann 28. júlí 2010 á þá einstaklinga, sem skattskyldir eru samkvæmt 1. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Álagningin er nú aðgengileg á þjónustuvef ríkisskattstjóra á www.rsk.is og www.skattur.is. Álagningarskrár, sem sýna álagða skatta á gjaldendur í hverju sveitar- félagi liggja frammi á skattstofum eða á sérstaklega auglýstum stöðum fyrir hvert sveitarfélag dagana 28. júlí til 11. ágúst 2010 að báðum dögum meðtöldum. Framlagning álagningarskráa er samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 98. gr. framangreindra laga. Álagning gjalda á lögaðila fer fram síðar og verður auglýst sérstaklega. Kærur vegna allra álagðra gjalda einstaklinga 2010 þurfa að hafa borist ríkisskattstjóra eigi síðar en föstudaginn 27. ágúst 2010. HREIN ORKA Eitt skot með röri þú nærð árangri Ginseng er notað til að auka andlegt og líkamlegt starfsþrek. Ginseng er mikið notað af íþróttafólki þar sem mjólkur- sýruúrfelling í vöðvum mælist minni og gefur þeim verulegan bættan árangur. Ginkgo Biloba Musteristré er mikið notuð í náttúru- lækningavísindum. Ginkgo Biloba er talin vera góð við æða- sjúkdómum, eykur blóðstreymi til heilans og getur minnkað svima, minnisleysi og þreytu. Þjáist þú að hand og fót- kulda? Þjáist þú að andlegri og líkamlegri streytu? Með því að blanda saman Panax ginsengi og Ginkgo Biloba jurtinni færðu kröftuga blöndu af náttúrulegri orku sem fylgir þér alla leið. 1-2 skot á dag og líkaminn í lag Sefur þú illa? Ertu orkulaus? Ertu í jafnvægi? Powershot Ginseng 6 ára gamalt Panax ginseng, hunang og ölkelduvatn Powershot Ginkgo Biloba Ginkgo Biloba, hunang og ölkelduvatn Powershot Ginseng & Ginkgo Biloba Panax ginseng, Ginkgo Biloba, hunang og ölkelduvatn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.