Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 20
FERÐALANGAR geta aflað sér upplýsinga um ýmis réttindi sín á síðunni neytandi.is undir ferðalög. Meðal þess sem þar er að finna eru upplýsingar um farsímanotkun utanlands, greiðslukortanotkun, tryggingar og tolla. 6.900 Gashella Frábær í ferðalagið, sumarbústaðinn eða heima. Hitaframleiðsla: 2,2KW Verð aðeins + = TUDOR frístundarafgeymir Exide hleðslutæki Rafmagnað frí... ár eftir ár Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi ERTU AÐ FARA Í SUMARFRÍ? Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins, nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman. Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst á netfangið dreifing@posthusid.is „Fókusinn í ár er á ferðateikning- ar,“ segir Þóra Sigurðardóttir, einn af sýningarstjórum sýningarinnar Dalir og hólar 2010 – ferðateikn- ingar, sem hófst síðasta laugar- dag og lýkur 8. ágúst. Sýningin er sett upp í þriðja skipti um þessar mundir og breytist þema sýning- arinnar ár hvert. Handverk var í brennidepli í fyrra og sýningar- rýmin þar áður. Sýningin er sett upp á fjórum stöðum við Breiðafjörð og Gils- fjörð. Hún er í gamla kaupfélags- húsinu á Króksfjarðarnesi, í gamla skólahúsinu í Ólafsdal, gömlu hlöð- unni að Nýp á Skarðsströnd og í gamla samkomuhúsinu Röðli á Skarðsströnd. „Allt eru þetta hús sem hafa gegnt öðru hlutverki áður og hafa verið yfirgefin á ein- hverjum tímapunkti,“ segir Þóra og heldur áfram: „Einn þáttur í Dalir og hólar-sýningunum hefur einmitt verið að vekja athygli á verðmætum sem liggja í bygging- um sem ekki er hirt um.“ Markmið sýningarinnar er að taka þátt í mannlífi svæðisins, efna til samstarfs við heimamenn og leiða sýningargesti í ferðalag um svæðið. Þóra segir sjö lista- menn taka þátt í sýningunni. „Nálgunin er mjög fjölbreytt og ólík hjá hverjum og einum,“ upp- lýsir Þóra og nefnir dæmi: „Krist- ín Rúnarsdóttir fór í ökuferð og stoppaði á leið sinni og skissaði. Útgangspunktur Önnu Guðjóns- dóttur er bréf Collingwood til Dóru dóttur sinnar þar sem hann lýsir gönguferð í Gilsfirði og Helgi Þorgils teiknaði og skráði texta úr eggjaferð út í Eyjar í vor.“ Dagbjört Drífa Thorlacius heim- sótti unga bændur í sveitinni í sauðburðinum og málaði mynd- ir úr ferðinni. „Þetta eru bændur sem eru fæddir frá 1975 til 1984. Ég fékk að heilsa upp á þá og sjá hvað þeir væru að gera. Þeir voru búnir að vera í fjárhúsunum yfir nótt og ég fékk að kíkja inn í fjár- húsin,“ segir Dagbjört. Dagbjört segist hafa mikinn áhuga á fólki. „Ég er mjög upptek- in af manneskjunni og umhverfi hennar. Mér finnst mjög gaman að vera í kringum fólk,“ útskýrir hún og segir bændurna hafa tekið sér mjög vel. „Mér fannst kjörið að fara í mannlífið í Dölum því sýn- ingin átti að fjalla um það.“ Nánari upplýsingar má finna á www.nyp.is/dalirogholar2010. martaf@frettabladid.is Mannlífið í Dölunum Ungir bændur, teikningar úr eggjaferð og skissur frá ökuferð er meðal þess sem sjá má á sýningunni Dalir og hólar 2010 – ferðateikningar, sem haldin er á fjórum stöðum við Breiðafjörð og Gilsfjörð. Ungir bændur sem Dagbjört Drífa Thorlacius hitti tóku vel í verkefni hennar. MYND/ÚR EINKASAFNI Þorri Hringsson sýnir í Ólafsdal. MYND/ÚR EINKASAFNI Anne Thorseth sýnir í Röðli. MYND/ÚR EINKASAFNI „Allt eru þetta hús sem hafa gegnt öðru hlutverki áður og hafa verið yfirgefin á einhverjum tímapunkti,“ segir Þóra Sigurðardóttir. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.