Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 22
 28. JÚLÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● land undir fót ● ÞEGAR FARIÐ ER Í FERÐALAG ER ÝMISLEGT SEM GOTT ER AÐ HAFA MEÐ Í BÍLNUM. ● Vegakort ætti alltaf að vera í bílnum. Það kemur sér alveg örugglega vel. ● Vatn í flöskum eða brúsum er gott að hafa við höndina ef ferðalangarnir verða þyrstir. ● Blautþurrkur getur verið gott að hafa til að þurrka sér um hendurnar ef þær verða óhreinar. ● Teppi er gott að hafa í bílnum ef einhver vill leggja sig eða er bara kalt. ● Súkkulaði getur komið sér vel við hinar ótrúlegustu að- stæður þó ekki sé nema bara ánægjunnar vegna. Verslunarmannahelgin er á næsta leiti og sjálfsagt margir sem ætla þá að leggja land undir fót. Að mörgu þarf að huga áður en lagt er af stað, meðal annars er mikilvægt að farartækið sé í góðu lagi. „Til að útilegan eða ferðalagið heppnist sem allra best er mikil- vægt að setja saman gátlista áður en lagt er af stað og á það ekki síst við um ökutæki og allt sem þeim viðkemur, enda verða þau að vera í fullkomnu standi,“ segir Karl Sig- urðsson, sviðsstjóri ökutækjasviðs hjá Frumherja, og telur upp nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. „Bílrúðurnar þurfa að vera í lagi og þurrkurnar og rúðuspraut- an, enda ekkert verra en skítugar rúður. Eins er mikilvægt að vera viss um að öll ljós á bifreiðinni séu nothæf og sömuleiðis á tengivagni, tjaldvagni eða fellihýsi, standi til að hafa slíkt meðferðis. Þá þarf að festa vagninn vel og vandlega aftan á ökutækið svo hann losni ekki og valdi hugsanlega einhverju tjóni.“ Að sögn Karls er líka mikilvægt að loftþrýstingur í dekkjum sé rétt- ur, en upplýsingar um hann er yfir- leitt að finna í hanskahólfi bifreið- arinnar, í dyrastafnum eða jafnvel á innanverðu bensínlokinu. „Þá verða varadekk og verkfærakassi að vera við höndina ef springa skyldi á bílnum og sömuleiðis öryggisþrí- hyrningurinn sem á að stilla upp 100 metrum aftan við bifreiðina á meðan skipt er um dekk.“ Karl segir áríðandi að ganga úr skugga um að nægileg smurolía sé á ökutækinu, sérstaklega ef til stend- ur að ferðast um fjöll og firnindi. „Smurolían þarf að vera í hámarki þar sem bílar fara þá í mikinn halla en við slíkar kringumstæður verð- ur dælan að geta náð í olíuna.“ Loks minnir Karl á að hafa beltin alltaf spennt meðan á akstri stend- ur, tryggja öryggi barnanna og stilla aksturshraðann vð aðstæður. „Þó aldrei þannig að menn fari um- fram hámarkshraða,“ tekur hann fram. - rve Örugg úti á þjóðveginum Karl Sigurðsson, sviðsstjóri ökutækjasviðs hjá Frumherja, segir mikilvægt að farartæki séu í góðu standi áður en lagt er af stað í ferðalag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Mikilvægt er að réttur loftþrýstingur sé í dekkjum. „Við erum mestmegnis í því að taka bíla og búa undir hleðslu fyrir fellihýsi, tjaldvagna og hjólhýsi, svo nóg sé af rafmagni á geymnum þegar komið er á áfangastað,“ segir Ásgeir Örn Rúnarsson, hjá AMG aukaraf í Kópavogi sem sérhæfir sig í sölu á fjar- skiptabúnaði og ísetningu á aukarafbúnaði í bíla. Þar hafa starfsmenn verið á fullu við að gera breyt- ingar á ökutækjum fyrir bifreiðaeigendur sem ætla að ferðast innanlands á næstunni. „Í einhverjum tilfellum erum við að setja spennu- breyta í bíla og breyta úr 12 volta rafmagni í 230 volta heimarafmagn fyrir þá sem vilja hafa með sér í ferðalagið tölvur, myndavélar og vídeóupptöku- vélar eða annan munað, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir hann en getur þess að þó sé algengara að fólk vilji að ljósabúnaðurinn sé yfirfarinn vel og vandlega fyrir ferðalagið eða kerra tengd tryggilega aftan á bílinn. Gps-tæki segir Ásgeir eftir sem áður eftirsótt, einkum hjá þeim sem ætla í mótorhjólaferðir, göng- ur eða útreiðartúra og sömuleiðis spot-tæki, sem geta sent boð í heimatölvu viðkomandi ferðalangs þar sem vinir og vandamenn geta fylgst áhyggju- lausir með ferðum hans. „Þá fá sér margir þjófavarnarkerfi í bílinn, sem samanstendur af fjarstýringu og skynjurum en sala á þeim hefur stóraukist eftir kreppu. Fjarstýringuna notar eigandinn til að læsa bílnum og það fer ekki á milli mála ef einhver reynir að brjótast inn í hann eða ræsa, því þá fer kerfið í gang með tilheyrandi óhljóðum,“ segir hann og brosir. - rve Aukarafbúnaður í bifreiðar Ásgeir með spot-tækið sem sendir boð í tölvu ferðalangsins þar sem hægt er að fylgjast með ferðum hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● GOTT SKIPULAG Þegar matar- og drykkjarföng eru höfð með í nesti er mikilvægt að þau haldist fersk og þar kemur kæli- box að góðum notum. Ofan í kælibox getur verið sniðugt að setja aukalega klakabox svo kuldinn verði meiri og haldist lengur. Eins er sniðugt að bæta við frosnum súpum og kjötkáss- um og nota til kælingar. Þá getur komið sér vel að taka tvö kæli- box ef börn eru með í för, annað undir mat og hitt fyrir drykki. Þannig geta börnin óhikað sótt sér drykki þegar þau verða þyrst án þess að hrófla við matnum. ● FÁ GRÖMM FULL AF ORKU Ósoðið pasta er létt að bera í bak- pokanum en gefur orku í kroppinn þegar búið er að matreiða það. Auð- vitað er skilyrði að aðstaða sé til að sjóða það á áfangastað, hvort sem prímus er með í för eða stoppað er í skála með eldunaraðstöðu. Til að bragðbæta pastað er upplagt að tína blóðberg, lítils háttar hvönn eða annan íslenskan kjarngróður á leiðinni og sjóða með. Ostbiti sem slæðst hefur með í pokann og bræddur er með pastanu í lokin gerir svo gæfumuninn og gerir máltíðina að hátíðaverði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.