Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 38
26 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Daniel Craig hefur sam- þykkt að leika blaðamann- inn Mikael Blomkvist í Hollywood-gerð af Körlum sem hata konur. Sjálfur James Bond, Daniel Craig, fer með hlutverk blaðamannsins Mikaels Blomkvist í Hollywood- gerð kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur. Hún var byggð á sam- nefndri metsölubók Svíans Stiegs Larsson. Craig mun einnig leika Blomkvist í tveimur framhalds- myndum, fari svo að fyrsta mynd- in gangi vel. Búið er að fresta framleiðslu á næstu mynd um njósnarann James Bond vegna fjárhagsörðugleika og því ákvað Craig að stökkva á hlut- verkið. Hann er þessa dagana að leika í myndinni Cowboys & Aliens en að henni lokinni tekur Blomkvist við. Frumsýning er fyrirhuguð í desember á næsta ári. Hann hafði verið orðaður við hlutverkið í nokkrar vikur en áður höfðu Brad Pitt eða George Clooney þótt líklegir til að hreppa það. Enn á eftir að ráða í hið mikil- væga hlutverk Lisbeth Salander. Kirsten Stewart úr Twilight-mynd- unum, Carey Mulligan og Ellen Page hafa verið orðaðar við hlut- verkið ásamt fleiri minna þekkt- um leikkonum. Leikstjóri verður David Fincher, sem hefur á ferilsskránni myndir á borð við Se7en, Fight Club og The Curious Case of Benjamin Button. Hann er um þessar mundir að ljúka við The Social Network sem fjallar um upphaf Facebook-síðunnar. BOND LEIKUR BLOMKVIST DANIEL CRAIG Leikarinn Daniel Craig fer með hlutverk blaða- mannsins Mika- els Blomvikst í Hollywood-gerð- inni. Hljómsveitin Ljótu hálfvit- arnir verður upptekin um verslunarmannahelgina því fimm dansleikir eru fram undan. Fyrsta ballið verður í Höllinni í Vestmannaeyjum í kvöld ásamt Hvanndals- bræðrum. Þetta er fyrsta heimsókn Ljótu hálfvitanna til Eyja og mikil tilhlökkun í þeirra röðum. Á fimmtu- dags- og föstudagskvöld spil- ar sveitin á Café Rosenberg í Reykjavík og á laugardags- og sunnudagskvöld verður hún á Flúðum. Ljótu hálfvitarnir gáfu út sína þriðju plötu í vor og er nýjasta lag hennar, Minni fiska, komið í spilun í útvarpi. Ljótu hálfvitarnir uppteknir um versló LJÓTU HÁLFVITARNIR Hljómsveitin Ljótu hálf- vitarnir verður upptekin um verslunarmanna- helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI > ÓTTAST BÓLURNAR Leikkonan Jessica Biel segist vera óörugg um útlit sitt eins og svo margir aðrir. „Ég fæ bólur á and- litið vegna þess að ég nota svo mikinn farða. Ef ég bæti á mig kílóum sést það oftast á mjöðmunum. Það svæði pirrar mig stundum,“ sagði hún. Í nýrri bók um leikkonuna Angelinu Jolie er því haldið fram að 25 manna hópur sjái um heimilið fyrir hana. Bókin er eftir Andrew Morton og var ekki skrifuð með samþykki Jolie. Leikkonan á sex börn með kærasta sínum, hjartaknúsaranum Brad Pitt. Þegar þau tóku á leigu franska land- areign árið 2008 þurftu þau á aðstoð að halda, enda hafa þau í nógu að snú- ast við kvikmyndaleik víða um heim. „Húsið var troðfullt af barnfóstrum frá Víetnan, Kongó og Bandaríkjun- um, fjórum hjúkrunarkonum, lækni, tveimur sérlegum aðstoðarmönnum, kokki, hreingerningakonu, þjóni og fjórum lífvörðum. Sex franskir fyrr- verandi hermenn sáu svo um öryggis- málin,“ segir í bókinni. Þar segir einnig að Jolie noti sömu uppeldisaðferðir og móðir hennar, Marcheline Bertrand. „Eins og hjá Marcheline fá börnin límmiða með stjörnum ef þau haga sér vel.“ Bertrand og faðir Jolie, leikarinn Jon Voight, hættu saman árið 1976. Leikkonan og bróðir hennar ólust upp hjá móður sinni. 25 manna hópur á heimilinu ANGELINA JOLIE Jolie ásamt dóttur sinni Shiloh. 25 manna hópur sér um að allt sé í lagi á heimilinu hjá Angelinu Jolie og Brad Pitt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.