Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 10
10 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Verslanir opnar: mán-mið 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18, www.smaralind.is / 528 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 9 9 6 Útsalan í hámarki! Komdu og gerðu frábær kaup á útsölunni í Smáralind. ENN MEIRI VERÐLÆKKUN FRAKKLAND Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur fordæmt morðið á 78 ára gömlum frönsk- um gísl, Michel Germaneau að nafni, sem var drepinn af meint- um al Kaída-liðum í norðvestur- hluta Afríku. Foringi al Kaída-hópsins hafði áður lýst því yfir að Germaneau hefði verið drepinn til að hefna fyrir leiðangur sem átti að fara til að frelsa hann. Sá leiðangur mis- heppnaðist. „Ég fordæmi þessa villimannslegu framkomu, þessa hatursfullu aðgerð, sem bitnaði á saklausu fórnarlambi sem helgaði líf sitt því að hjálpa innfæddum,“ sagði Sarkozy. Hann hvatti einnig landa sína til að sniðganga Sahel- svæðið, en það teygir sig meðal annars til Malí, Níger og Máritan- íu en þar hafði Germaneau unnið að hjálparstarfi. Nicolas Sarkozy: Fordæmir morð á frönskum gísl HEILBRIGÐISMÁL „Það er af og frá að Actavis hætti að framleiða lyf á Íslandi í þeim tilgangi að flytja þau inn og selja þau dýrar,“ segir Hjördís Árnadóttir upplýsingafull- trúi Actavis. Læknirinn Sveinn Rúnar Hauks- son gagnrýndi Actavis harðlega í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði hann mörg dæmi um að fyrirtækið léti hagsmuni sjúk- linga lönd og leið í gróðaskyni. Lyf sem ekki skiluðu fyrirtækinu hagn- aði væru tekin af markaði og væru ófáanleg í lengri tíma sjúklingum til mikilla óþæginda, allt þar til Actavis færi að flytja samheitalyf til landsins og selja þau þá miklu dýrar en gömlu lyfin. Þetta væri mögulegt vegna einokunarstöðu fyrirtækisins. Sveinn nefnir nokkur dæmi máli sínu til stuðnings, meðal annars kínín-töflur sem notaðar eru við sinadrætti, og sýklalyfið Staklox. Hjördís vísar þessum ásökunum Sveins á bug. Í fyrsta lagi fari fjarri að Actavis sé með einokunarstöðu á markaðnum, heldur hafi fyrirtæk- ið um 13 prósenta markaðshlut- deild þegar litið sé til verðmæta og um 35 prósenta hlutdeild sé horft á magn lyfja sem seld eru. Sú fullyrðing Sveins að Actavis sé unnvörpum að taka lítt gróða- vænleg lyf úr sölu til að hagnast meira á erlendum samheitalyfjum sé líka röng. Actavis sé einfaldlega um þessar mundir að leggja af hluta af framleiðslu sinni, þar sem fram- leidd séu gömul vörumerki með úreltum og óhagkvæmum fram- leiðsluaðferðum. Í staðinn sé reynt að finna sambærileg lyf erlendis á sem hagstæðustu kjörum. Þá bendir Hjördís á að verð- hækkanir upp á síðkastið megi í mörgum tilfellum rekja til breyt- inga sem urðu á reglum um smá- söluálagningu í upphafi árs 2009. Sveinn furðar sig jafnframt í grein sinni á að engir opinber- ir aðilar skuli bregðast við þess- ari þróun, og nefnir Lyfjastofnun í því samhengi. Rannveig Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofnunar, segir stofn- unina ekki hafa nokkuð með lyfja- verð að gera, en verðið sé hins vegar háð samþykki lyfjagreiðslu- nefndar. Þá geti Lyfjastofnun ekki heldur komið í veg fyrir það að fyr- irtæki taki lyf af markaði. „Fyr- irtækin ráða þessu og ef þau eru að hagræða í sínum rekstri þá er ósköp lítið sem lyfjayfirvöld geta gert,“ segir hún. Rannveig tekur hins vegar fram að það sé rangt að ekkert sé gert í því þegar tiltekin lyf vanti á mark- aðinn. „Við höfum alltaf áhyggjur af því þegar lyf hverfa af mark- aði, og reynum þá, í samvinnu við fyrirtækin, að leita að einhverjum framleiðanda sem gæti hugsað sér að setja lyfið á markað hér,“ segir Rannveig. Það takist oft en ekki alltaf. stigur@frettabladid.is Actavis þvertekur fyrir verð- hækkanir í krafti einokunar Læknir sakar lyfjarisann Actavis um að taka lyf kerfisbundið úr sölu og setja þau svo síðar inn á markað undir öðru heiti á margföldu verði. „Af og frá,“ segir talsmaður Actavis. Lyfjastofnun getur ekkert aðhafst. RISINN Á MARKAÐNUM Talsmaður Actavis segir fyrirtækið alls ekki hafa einokunar- stöðu á markaðnum. Sama lyf margfaldast í verði Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að verð sumra lyfjategunda hefði margfaldast eftir að Actavis hætti að framleiða það hérlendis og tók að flytja það inn undir öðru nafni frá verk- smiðjum sínum erlendis. Þessar verðupplýsingar fékk fréttastofa Stöðvar 2 frá apóteki í gær: Upprunalegt lyf (100 töflur) Verð Samheitalyf (100 töflur) Verð Hydramil 1.203 Miloride 2.587 Amilin 829 Amitryptiline 4.418 Fólinsýra 952 Actavis Folin Acid 5.110 Apurin 382 Allopurinol Actavis 1.724 Kínin 3.798 Quinine-Sulfat 5.296 „LÍTILL KÁLFUR“ Frjósemi meðal fílanna í dýragarðinum í Hannover í Þýskalandi er mikil. Í gær fæddist þriðji kálfurinn þar í sumar. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.