Fréttablaðið - 29.07.2010, Qupperneq 4
4 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 28.07.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
200,1274
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
120,68 121,26
188,01 188,93
156,74 157,62
21,03 21,154
19,557 19,673
16,483 16,579
1,3737 1,3817
182,72 183,8
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Sprengfull búð af frábærum tilboðum!
SUMAR-
MARKAÐUR
ellingsen.is
ALLT A
Ð
70%
AFSLÁ
TTUR
REYKJAVÍK
AKUREYRI
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
31°
21°
23°
22°
21°
16°
22°
22°
23°
22°
31°
32°
36°
24°
22°
18°
22°
Á MORGUN
3-8 m/s.
LAUGARDAGUR
Hæg breytileg átt.
15
17
16
16
14
14
14
12
18
13
13
10
7
7
4
3
2
7
2
4
3
5
16
18
18
17
16
16
16
13 14
14
VERSLUNAR-
MANNAHELGIN
Línur eru að skýrast
fyrir helgina og það
er nokkuð ljóst að
veður verður með
hinu besta móti í
fl estum landshlut-
um að minnsta
kosti fram á mánu-
dag. Hægur vindur
og hlýindi munu
einkenna veðrið en
erfi ðara er að segja
til um hvar bjartast
verður.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
HEILBRIGÐISMÁL „Mér er alveg sama
þótt Actavis sé stærsta lyfjafyrir-
tæki í heimi, þeir eiga ekkert að fá
að einoka Lyfjastofnun Íslands,“
segir Olgeir Olgeirsson, forstjóri
Portfarma, næststærsta samheita-
lyfjafyrirtækisins á Íslandi.
Olgeir segir Lyfjastofnun svo
fámenna að það hamli samkeppni,
vegna þess að stofnunin hafi nær
eingöngu tök á að afgreiða leyfi
fyrir lyf frá Actavis sem ætluð séu
á alþjóðamarkað. Slíkar umsóknir
fá forgang vegna þess að séu þær
ekki afgreiddar
innan tilskilins
tíma eru lyfin
álitin samþykkt.
Önnur leyfi, til
dæmis innan-
landsleyfi ti l
handa smærri
fyrirtækjum,
þurfi því að sitja
á hakanum.
Olgeir bendir
á að í fyrra hafi
Lyfjastofnun afgreitt um 690 leyf-
isumsóknir, þar af hafi einungis
130 verið fyrir innanlandsmarkað
og mikið af þeim hafi verið end-
urskráningar. Afgangurinn, mik-
ill meirihluti allra umsókna, hafi
verið umsóknir Actavis um leyfi
til markaðsleyfis í Evrópu.
Olgeir segir að þeir hafi ekki
fengið eina umsókn um innanlands-
leyfi afgreidda hjá stofnuninni. Þeir
hafi dregið margar til baka vegna
tafa og hætt við aðrar, og séu nú
með eina umsókn sem hafi verið
til meðferðar hjá stofnuninni í yfir
600 daga. Afgreiðslan á lögum sam-
kvæmt ekki að taka meira en 210
daga. Portfarma hefur fengið tvær
umsóknir um víðfeðmari markaðs-
leyfi samþykktar en tugum hefur
verið hafnað.
Olgeir segir að vegna þess hve
dýrt sé að sækja um markaðsleyfi
hafi fyrirtækið alfarið snúið sér að
erlendum lyfjastofnunum. Þar fáist
leyfin yfirleitt nokkuð vandræða-
laust. „Það koma aldrei nein mark-
aðsleyfi frá Lyfjastofnun. Maður
hendir ekki bara 1,8 milljónum í
einhverja hít,“ segir hann, en tekur
þó fram að ekki sé bara við Lyfja-
stofnun að sakast. Hún sé undir-
mönnuð og leyfisdeildina þurfi að
styrkja eigi samkeppni að þrífast.
Rannveig Gunnarsdóttir, for-
stjóri Lyfjastofnunar, segir alls
ekki rétt að Lyfjastofnun afgreiði
aðallega umsóknir um lyf sem
Actavis ætlar á markað erlendis.
Stofnunin afgreiði mörg hundruð
umsóknir á ári, alls ekki allar frá
Actavis, og stór hluti sé fyrir lyf á
markað hér, þótt í einhverjum til-
fellum eigi einnig að selja þau ann-
ars staðar í Evrópu. Lyfjastofn-
un hafi hins vegar hvorki fjárráð
né sérfræðiþekkingu til að full-
meta nema tíu ný samheitalyf á
ári, en það þarf að gera þegar þau
hafa hvergi verið metin í Evrópu
áður. Þetta eigi við um margar af
umsóknum Portfarma, og því hafi
þær þurft að sitja á hakanum.
Það sé því vissulega rétt metið
að Lyfjastofnun mætti vera stærri
og hafa tök á að sinna fleiri slíkum
umsóknum. Það yrði til hagræðis
fyrir ríkið, enda borgi fyrirtækin
fyrir matið, störf myndu skapast og
sérfræðiþekking aukast.
stigur@frettabladid.is
Segir Lyfjastofnun
hamla samkeppni
Lyfjaframleiðandi segir Lyfjastofnun hamla samkeppni með því að afgreiða ekki
leyfisumsóknir. Stofnunin sé of fámenn og þjónusti aðallega starfsemi Actavis í
útlöndum. „Ekki rétt,“ segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar.
RANNVEIG
GUNNARSDÓTTIR
LYFSALA Forstjóri Portfarma segir engar umsóknir komast að hjá Lyfjastofnun nema
þær sem Actavis sendir. Þetta segir forstjóri stofnunarinnar alrangt. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI
STJÓRNMÁL Carl Bildt, utanríkis-
ráðherra Svíþjóðar, segir líkindi
með stöðu Íslendinga í upphafi
aðildarvið-
ræðna við ESB
og stöðu Svía
þegar þeir
gengu í sam-
bandið.
Í færslu á
heimasíðu
Bildts á þriðju-
dag segir hann
upphaf við-
ræðnanna merkilegan dag í sögu
Norðurlanda. Hann nefnir að
skoðanakannanir bendi til þess að
Íslendingar séu neikvæðir í garð
ESB en minnir á að það sama hafi
gilt um Svía þegar aðildarviðræð-
ur þeirra hófust árið 1992.
Hann heitir Íslandi stuðningi í
viðræðunum og segist vonast
eftir því að Íslendingar segi já
þegar kosið verður um aðild. - mþl
Íslendingar líkir Svíum:
Ráðherra fagn-
ar viðræðum
CARL BILDTESKIFJÖRÐUR Umhverfisstofnun
mun óska eftir upplýsingum um
hvort rétt hafi verið staðið að
málum í tengslum við mengun-
arslysið á Eskifirði þegar lönd-
unarvatn úr togara blandaðist
neysluvatni bæjarbúa fyrr í mán-
uðinum.
Íbúar Eskifjarðar fengu ekki
tilkynningu um atvikið fyrr en
tæpri viku eftir að það átti sér
stað. Þá hafði blóðvatnið úr togar-
anum verið blandað neysluvatni
bæjarbúa og hafa misvísandi
fréttir borist af áhrifum þess.
Mengunarslys í skoðun:
Rannsaka
mengun í vatni
Á ESKIFIRÐI Fyrir skömmu blandaðist
löndunarvatn úr togara neysluvatni íbúa
á Eskifirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ORKUMÁL Samtök atvinnulífsins
(SA) lýsa undrun sinni á upp-
hlaupi innan ríkisstjórnarinnar
vegna Magma-málsins. Samtök-
in benda á að sænskt dótturfélag
Magma Energy hafi full réttindi
á Evrópska efnahagssvæðinu og
sé lögmætur eigandi HS orku.
Í yfirlýsingu frá samtökunum
kemur fram að mikilvægt sé að
erlendir fjárfestar búi við stöð-
ugleika hér á landi og þurfi ekki
að vera „skotspónn í innanbúðar-
átökum í stjórnarliðinu“. Það hafi
Magma Energy þurft að þola.
SA segja Ísland þurfa á erlendu
fjármagni að halda. Tilviljana-
kennd viðbrögð stjórnvalda auki
ekki traust þeirra á Íslandi. - bj
SA undrandi á Magma-máli:
Sænska félagið
réttur eigandiÍ vímu undir stýri
Maður um tvítugt var handtekinn
um þrjúleytið aðfaranótt þriðjudags
við Sunnuhlíð á Akureyri grunaður
um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Að sögn lögreglunnar á Akureyri var
ökumaðurinn einn í bílnum. Hann var
færður á lögreglustöðina þar sem sýni
voru tekin úr honum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Kannabis á annesjum
Lögreglan á Snæfellsnesi fann 28
poka af kannabisefnum við leit í bíl
manns á vestanverðu nesinu í gær-
morgun. Pokarnir innihéldu samtals
um 20 grömm af efnum og er talið
að þau hafi verið ætluð til sölu á
svæðinu. Í fyrrakvöld fann lögreglan
í Borgarfirði 355 grömm af hassi í bíl
með aðstoð fíkniefnahunds.
ÞÝSKALAND, AP Yfirvöld í Þýska-
landi segja að skipuleggjendur
Ástargöngunnar hafi brotið gróf-
lega gegn öryggisreglum. Skortur
á gæslu gæti hafa orðið til þess
að 21 lést og yfir fimm hundruð
særðust þar um síðustu helgi.
Skipuleggjendur göngunnar
segjast hafa haft leyfi og áætlun
um öryggisgæslu hafi fengið sam-
þykki. Borgarstjóranum í Duis-
burg, þar sem hátíðin fór fram,
hefur verið sakaður um að hafa
ekki haft nægilega yfirsýn yfir
atburðina. - þeb
Stjórnvöld um Ástargönguna:
Stjórnendur há-
tíðar brugðust
VÍSINDI Beinagrind af manneskju
með Pagets-sjúkdóminn fannst við
fornleifauppgröft á Skriðuklaustri í
Fljótsdal í vikunni. Steinunn Kristj-
ánsdóttir, fornleifafræðingur og
ábyrgðarmaður verkefnisins, segir
margt merkilegt hafa komið í ljós
við uppgröftinn, en þetta er níunda
sumarið sem unnið er við hann.
„Við vitum núna að í klaustrinu
var starfræktur spítali frá árun-
um 1490 til 1550 og þetta er sá elsti
sem hefur fundist hér á landi,“
segir hún. „Það var ekki vitað að
klaustrin hefðu stundað slíka starf-
semi fyrr en við byrjuðum að finna
beinagrindir sjúklinga árið 2003.“
Búið er að grafa upp 185 beina-
grindur til þessa, en þetta er í
fyrsta sinn sem manneskja með
Pagets-sjúkdóminn hefur fund-
ist, og segir Steinunn að einung-
is eitt tilvik hafi áður fundist hér
á landi.
„Við höfum fundið mörg tilfelli
af sárasótt og berklum, en þetta til-
vik var ólíkt þar sem sjúkdómurinn
veldur ofvexti og afmyndun í bein-
um,“ segir hún. Rekstrartími klaust-
ursins og spítalans var í kring um
sextíu ár og segir Steinunn þann
mikla fjölda sem þar hefur dval-
ið gefa til kynna að fólk hafi leitað
þar hælis víðsvegar að af landinu og
jafnvel erlendis frá. - sv
Tilfelli af Pagets-sjúkdómi fannst í 500 ára gamalli gröf við Skriðuklaustur:
Hafa fundið 185 beinagrindur
GRÖFIN Beinagrindin sem ber einkenni
Pagets-sjúkdómsins í gröf sinni á Skriðu-
klaustri. MYND/STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR