Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.07.2010, Qupperneq 10
10 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR DETTUR ÞÚ Í LUKKUPOTTINN? Ef þú kaupir Homeblest 300 g kexpakka gætir þú unnið glæsilegan vinning. 6 x 50.000 kr. úttektir 30 x 15.000 kr. úttektir frá Útilífi, Intersport eða Markinu. Er glaðningur í pakkanum þínum? E N N E M M / S IA / N M 4 0 4 8 1 Útivistarleikur Homeblest PAKISTAN, AP 152 létust þegar far- þegaþota fórst í nágrenni við Islamabad, höfuðborg Pakistans í gær. Enginn komst lífs af. Slæmt veður var þegar slysið varð, mikið rok, rigning og þoka, og er talið að það geti hafa átt þátt í slysinu. Þotan var á leið frá Kar- achi til Islamabad í gærmorgun og var að reyna að lenda í Islamabad þegar hún hrapaði niður í hlíð um fimmtán kílómetra frá flugvellin- um. Vélin missti samband við flug- turn stuttu fyrir brotlendingu en engin merki um vandræði bárust frá flugmönnum hennar áður en það gerðist. Ekki var heldur vitað um nokkra bilun í vélinni. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Pakistan í dag vegna slyssins, sem er hið mannskæðasta í sögu landsins. Þá höfðu þjóðhöfðingj- ar Bandaríkjanna, Bretlands og fleiri landa sent samúðarskeyti vegna slyssins í gær. Hundruð manna söfnuðust saman á flugvellinum í Islama- bad til að fá upplýsingar um slys- ið, sem var erfitt að fá í fyrstu. Margir gagnrýndu ríkisstjórnina og sögðu hana veita of litlar upp- lýsingar og aðhafast of lítið á slys- stað. Upphaflega var greint frá því að nokkrir hefðu komist lífs af úr slysinu, en þær fréttir voru svo dregnar til baka. Að sögn sjón- arvotta var aðkoman hræðileg, og dreifðust brak og líkamsleifar um stórt svæði í hlíðinni. Veður og erfiðar aðstæður gerðu björgunar- mönnum einnig erfitt um vik. 115 lík höfðu fundist í gærkvöldi, en framkvæma þarf DNA-rannsókn- ir til þess að bera kennsl á líkin. Flestir farþegar vélarinnar voru Pakistanar, en sendiráð Banda- ríkjanna í landinu segir að tveir bandarískir ríkisborgarar hafi einnig verið um borð. Ekki er enn vitað hvað olli slys- inu, en í gærkvöldi hafði annar flugriti vélarinnar fundist. Rík- isstjórn Pakistans hefur sagt að ekki sé talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Vélin var af gerðinni Airbus A321 og var í eigu flugfélagsins Airblue, sem flýgur innanlands í Pakistan en einnig til Sameinuðu arabísku furstadæm- anna, Ómans og Bretlands. Þetta er í fyrsta sinn sem fólk lætur lífið í flugslysi hjá flugfélaginu. Síðast varð mannskætt flugslys í landinu árið 2006, en þá létu 45 manns lífið þegar Fokker-vél hrap- aði niður á akur í nágrenni borgar- innar Multan. thorunn@frettabladid.is 152 létust í mannskæðasta flugslysi í sögu Pakistans Farþegaþota hrapaði í fjallshlíð við höfuðborg Pakistans í gær með þeim afleiðingum að allir þeir 152 sem um borð voru fórust. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í dag, en slysið er hið mannskæðasta í sögu landsins. ÆTTINGJAR SYRGJA Fólk safnaðist saman við spítala í Islamabad, þar sem þessir menn syrgðu ættingja sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ORKUMÁL Miðlunarlón við virkjan- ir Landsvirkjunar eru að fyllast tveimur til fjórum vikum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Ástæða þessa er meira inn- rennsli vegna bráðnunar á jökl- um sem orðin er vegna mikilla hlýinda í sumar. Gert er ráð fyrir að Hálslón við Kárahnjúkavirkj- un fyllist í lok þessarar viku og Blöndulón og Þórisvatn í næstu viku. Til samanburðar kemur fram á vef Landsvirkjunar að Hálslón hafi ekki farið á yfirfall fyrr en 6. september á síðasta ári og Blöndulón ekki fyrr en 21. sept- ember. Landsvirkjun bendir á að þegar miðlunarlónin fari á yfirfall megi gera ráð fyrir að rennsli auk- ist verulega í Jökulsá á Dal og í Blöndu og að einnig verði aukið rennsli í Þjórsá. Þetta eru vitanlega ágæt tíð- indi fyrir orkubúskap lands- manna en síðri fyrir stangveiði- menn. Gera má ráð fyrir því að illveiðanlegt verði í Jökulsá á Dal strax á næstu dögum og aðstæður í Blöndu versni til muna í næstu viku. Metveiði var í Blöndu í fyrra þegar þar veiddust 2.413 laxar. Samkvæmt upplýsingum frá leigu- takanum Lax-á er veiðin í Blöndu komin á svipað ról nú þegar og því líklegt að veiðin verði enn meiri í ár en í fyrra. - gar Miðlunarlón Landsvirkjunar að fyllast vegna óvenjumikillar bráðnunar á jöklum: Orkubúskapur styrkist en veiði dvín VIÐSKIPTI Hagnaður heildarstarf- semi Marel eftir skatta á öðrum fjórðungi þessa árs var 117 millj- ónir evra (18,4 milljarðar króna), en var á sama tímabili í fyrra 17,3 milljarðar evra (2.716 milljarðar króna). Mikill munur skýrist af ein- skiptiskostnaði í ár og eignasölu í fyrra. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra námu tekjur vegna sölu eigna utan kjarnastarfsemi nálægt 16 millj- örðum evra, en í ár fellur til kostn- aður vegna lífeyrisskuldbindinga starfsmanna Stork í Hollandi upp á 7,6 milljónir. Í tilkynningu Marel kemur fram að pantanastaða félags- ins sé sterk og afkoman góð. Þannig hafi tekjur á öðrum fjórðungi þessa árs numið 136,1 milljón evra, sem sé 26,9 prósenta aukning miðað við tekjur af kjarnastarfsemi á öðrum ársfjórðungi 2009. „Pantanabók styrkist áfram í takt við batnandi markaðsaðstæð- ur og er 125,3 milljónir evra í lok fjórðungsins,“ segir í tilkynningu félagsins til Kauphallar. Á sama tíma í fyrra stóðu pantanir í 76,1 milljón evra. - óká KYNNA UPPGJÖR Theo Hoen forstjóri og Erik Kaman, fjármálastjóri Marel, kynna í dag fjárfestum uppgjör félagsins á fundi í höfuðstöðvum þess í Garðabæ. Tekjur af kjarnastarfsemi Marel jukust um rúman fjórðung á milli ára : Pantanastaða sterk og afkoma góð Á SLYSSTAÐ Brak úr vélinni dreifðist um stórt svæði í hlíðinni og voru aðstæður til leitar mjög erfiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐ UPPTÖKUR Kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen og franska forsetafrúin Carla Bruni-Sarkozy við upptökur á mynd Allens í París í gær. Þrátt fyrir að myndin Midnight in Paris sé stjörnum prýdd hefur frumraun forsetafrúarinnar vakið mesta athygli. NORDICPHOTOS/AFP BLÖNDULÓN Á YFIRFALLI Búist er við að miðlunarlón Blönduvirkjunar fyllist í næstu viku og að áin fari þá á yfirfall og verði illviðráðanleg til stangveiða. MYND/JÓNAS SIGURGEIRSSON ÍSAFJÖRÐUR Ný bæjarstjórn á Ísa- firði veltir upp möguleikanum á því að gera bæjarfélagið að sport- bátamiðstöð. Frá þessu er greint í Bæjarins besta. Nú er verið að móta nýja fram- tíðarsýn fyrir hafnir sveitarfé- lagsins og miðstöðin er eitt af því sem sérstaklega er horft til. Albertína Elíasdóttir, formaður hafnarstjórnar, segir í samtali við Bæjarins besta að unnið sé eftir ákvæðum í meirihlutasamn- ingi. Haldin verði íbúaþing og íbúar og notendur þjónustunnar geti þannig komið sínum sjónar- miðum á framfæri. Verði hug- myndin að veruleika verður reist- ur varnargarður út í Pollinn, um leið og farið verður í að byggja varnargarða fyrir Pollgötuna. - kóp Ný framtíðarsýn á Ísafirði: Hugar að sport- bátamiðstöð SMÁBÁTAHÖFN Verði hugmyndin að veruleika verður Ísafjörður að sportbáta- miðstöð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILMUNDUR VIÐSKIPTI Gosið í Eyjafjallajökli kostaði breska lággjaldaflugfé- lagið EasyJet 65 milljónir sterl- ingspunda eða 12,3 milljarða króna. Félagið gerir engu að síður ráð fyrir að hagnaður þess á árinu verði 100 milljónir punda eða tæpir 19 milljarðar króna. Samkvæmt skýrslu fyrir þriðja ársfjórðung fækkaði far- þegum flugfélagsins um átta prósent meðan öskuskýið frá Eyjafjallajökli truflaði flug í Evrópu. - ót Eldgos í Eyjafjallajökli: Gos kostaði tólf milljarða króna VIÐSKIPTI Fyrirtækin N1, CCP, Nýherji og Íslandspóstur hafa ákveðið að niðurgreiða þátttöku- gjöld í Viðskiptasmiðjuna – Hrað- braut nýrra fyrirtækja fyrir valin fyrirtæki. Með stuðningn- um vilja fyrirtækin efla nýsköp- un og styðja sprotafyrirtæki á Íslandi. Þá vilja þau benda á mik- ilvægi þess að frumkvöðlar sæki sér þekkingu og sérfræðiráð- gjöf þegar nýjum fyrirtækjum er komið á legg. Fjögur íslensk fyrirtæki: Styðja við ný- sprotafyrirtæki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.