Fréttablaðið - 29.07.2010, Qupperneq 10
10 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR
DETTUR ÞÚ
Í LUKKUPOTTINN?
Ef þú kaupir Homeblest 300 g
kexpakka gætir þú unnið
glæsilegan vinning.
6 x 50.000 kr. úttektir
30 x 15.000 kr. úttektir
frá Útilífi, Intersport eða Markinu.
Er glaðningur í
pakkanum þínum?
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
4
0
4
8
1
Útivistarleikur
Homeblest
PAKISTAN, AP 152 létust þegar far-
þegaþota fórst í nágrenni við
Islamabad, höfuðborg Pakistans í
gær. Enginn komst lífs af.
Slæmt veður var þegar slysið
varð, mikið rok, rigning og þoka,
og er talið að það geti hafa átt þátt
í slysinu. Þotan var á leið frá Kar-
achi til Islamabad í gærmorgun og
var að reyna að lenda í Islamabad
þegar hún hrapaði niður í hlíð um
fimmtán kílómetra frá flugvellin-
um. Vélin missti samband við flug-
turn stuttu fyrir brotlendingu en
engin merki um vandræði bárust
frá flugmönnum hennar áður en
það gerðist. Ekki var heldur vitað
um nokkra bilun í vélinni.
Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir
í Pakistan í dag vegna slyssins,
sem er hið mannskæðasta í sögu
landsins. Þá höfðu þjóðhöfðingj-
ar Bandaríkjanna, Bretlands og
fleiri landa sent samúðarskeyti
vegna slyssins í gær.
Hundruð manna söfnuðust
saman á flugvellinum í Islama-
bad til að fá upplýsingar um slys-
ið, sem var erfitt að fá í fyrstu.
Margir gagnrýndu ríkisstjórnina
og sögðu hana veita of litlar upp-
lýsingar og aðhafast of lítið á slys-
stað.
Upphaflega var greint frá því
að nokkrir hefðu komist lífs af úr
slysinu, en þær fréttir voru svo
dregnar til baka. Að sögn sjón-
arvotta var aðkoman hræðileg,
og dreifðust brak og líkamsleifar
um stórt svæði í hlíðinni. Veður og
erfiðar aðstæður gerðu björgunar-
mönnum einnig erfitt um vik. 115
lík höfðu fundist í gærkvöldi, en
framkvæma þarf DNA-rannsókn-
ir til þess að bera kennsl á líkin.
Flestir farþegar vélarinnar voru
Pakistanar, en sendiráð Banda-
ríkjanna í landinu segir að tveir
bandarískir ríkisborgarar hafi
einnig verið um borð.
Ekki er enn vitað hvað olli slys-
inu, en í gærkvöldi hafði annar
flugriti vélarinnar fundist. Rík-
isstjórn Pakistans hefur sagt að
ekki sé talið að um hryðjuverk
hafi verið að ræða. Vélin var af
gerðinni Airbus A321 og var í eigu
flugfélagsins Airblue, sem flýgur
innanlands í Pakistan en einnig til
Sameinuðu arabísku furstadæm-
anna, Ómans og Bretlands. Þetta
er í fyrsta sinn sem fólk lætur lífið
í flugslysi hjá flugfélaginu.
Síðast varð mannskætt flugslys
í landinu árið 2006, en þá létu 45
manns lífið þegar Fokker-vél hrap-
aði niður á akur í nágrenni borgar-
innar Multan. thorunn@frettabladid.is
152 létust í mannskæðasta
flugslysi í sögu Pakistans
Farþegaþota hrapaði í fjallshlíð við höfuðborg Pakistans í gær með þeim afleiðingum að allir þeir 152 sem
um borð voru fórust. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í dag, en slysið er hið mannskæðasta í sögu landsins.
ÆTTINGJAR SYRGJA Fólk safnaðist
saman við spítala í Islamabad, þar sem
þessir menn syrgðu ættingja sína.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ORKUMÁL Miðlunarlón við virkjan-
ir Landsvirkjunar eru að fyllast
tveimur til fjórum vikum fyrr en
áætlanir gerðu ráð fyrir, að því er
segir í frétt frá fyrirtækinu.
Ástæða þessa er meira inn-
rennsli vegna bráðnunar á jökl-
um sem orðin er vegna mikilla
hlýinda í sumar. Gert er ráð fyrir
að Hálslón við Kárahnjúkavirkj-
un fyllist í lok þessarar viku og
Blöndulón og Þórisvatn í næstu
viku. Til samanburðar kemur
fram á vef Landsvirkjunar að
Hálslón hafi ekki farið á yfirfall
fyrr en 6. september á síðasta ári
og Blöndulón ekki fyrr en 21. sept-
ember.
Landsvirkjun bendir á að þegar
miðlunarlónin fari á yfirfall megi
gera ráð fyrir að rennsli auk-
ist verulega í Jökulsá á Dal og í
Blöndu og að einnig verði aukið
rennsli í Þjórsá.
Þetta eru vitanlega ágæt tíð-
indi fyrir orkubúskap lands-
manna en síðri fyrir stangveiði-
menn. Gera má ráð fyrir því að
illveiðanlegt verði í Jökulsá á Dal
strax á næstu dögum og aðstæður
í Blöndu versni til muna í næstu
viku. Metveiði var í Blöndu í fyrra
þegar þar veiddust 2.413 laxar.
Samkvæmt upplýsingum frá leigu-
takanum Lax-á er veiðin í Blöndu
komin á svipað ról nú þegar og því
líklegt að veiðin verði enn meiri í
ár en í fyrra. - gar
Miðlunarlón Landsvirkjunar að fyllast vegna óvenjumikillar bráðnunar á jöklum:
Orkubúskapur styrkist en veiði dvín
VIÐSKIPTI Hagnaður heildarstarf-
semi Marel eftir skatta á öðrum
fjórðungi þessa árs var 117 millj-
ónir evra (18,4 milljarðar króna),
en var á sama tímabili í fyrra 17,3
milljarðar evra (2.716 milljarðar
króna). Mikill munur skýrist af ein-
skiptiskostnaði í ár og eignasölu í
fyrra.
Á öðrum ársfjórðungi í fyrra
námu tekjur vegna sölu eigna utan
kjarnastarfsemi nálægt 16 millj-
örðum evra, en í ár fellur til kostn-
aður vegna lífeyrisskuldbindinga
starfsmanna Stork í Hollandi upp
á 7,6 milljónir. Í tilkynningu Marel
kemur fram að pantanastaða félags-
ins sé sterk og afkoman góð. Þannig
hafi tekjur á öðrum fjórðungi þessa
árs numið 136,1 milljón evra, sem
sé 26,9 prósenta aukning miðað við
tekjur af kjarnastarfsemi á öðrum
ársfjórðungi 2009.
„Pantanabók styrkist áfram í
takt við batnandi markaðsaðstæð-
ur og er 125,3 milljónir evra í lok
fjórðungsins,“ segir í tilkynningu
félagsins til Kauphallar. Á sama
tíma í fyrra stóðu pantanir í 76,1
milljón evra. - óká
KYNNA UPPGJÖR Theo Hoen forstjóri og
Erik Kaman, fjármálastjóri Marel, kynna í
dag fjárfestum uppgjör félagsins á fundi
í höfuðstöðvum þess í Garðabæ.
Tekjur af kjarnastarfsemi Marel jukust um rúman fjórðung á milli ára :
Pantanastaða sterk og afkoma góð
Á SLYSSTAÐ Brak úr vélinni dreifðist um stórt svæði í hlíðinni og voru aðstæður til leitar mjög erfiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐ UPPTÖKUR Kvikmyndaleikstjórinn
Woody Allen og franska forsetafrúin
Carla Bruni-Sarkozy við upptökur á
mynd Allens í París í gær. Þrátt fyrir að
myndin Midnight in Paris sé stjörnum
prýdd hefur frumraun forsetafrúarinnar
vakið mesta athygli. NORDICPHOTOS/AFP
BLÖNDULÓN Á YFIRFALLI Búist er við að miðlunarlón Blönduvirkjunar fyllist í næstu
viku og að áin fari þá á yfirfall og verði illviðráðanleg til stangveiða.
MYND/JÓNAS SIGURGEIRSSON
ÍSAFJÖRÐUR Ný bæjarstjórn á Ísa-
firði veltir upp möguleikanum á
því að gera bæjarfélagið að sport-
bátamiðstöð. Frá þessu er greint í
Bæjarins besta.
Nú er verið að móta nýja fram-
tíðarsýn fyrir hafnir sveitarfé-
lagsins og miðstöðin er eitt af
því sem sérstaklega er horft til.
Albertína Elíasdóttir, formaður
hafnarstjórnar, segir í samtali
við Bæjarins besta að unnið sé
eftir ákvæðum í meirihlutasamn-
ingi. Haldin verði íbúaþing og
íbúar og notendur þjónustunnar
geti þannig komið sínum sjónar-
miðum á framfæri. Verði hug-
myndin að veruleika verður reist-
ur varnargarður út í Pollinn, um
leið og farið verður í að byggja
varnargarða fyrir Pollgötuna. - kóp
Ný framtíðarsýn á Ísafirði:
Hugar að sport-
bátamiðstöð
SMÁBÁTAHÖFN Verði hugmyndin að
veruleika verður Ísafjörður að sportbáta-
miðstöð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILMUNDUR
VIÐSKIPTI Gosið í Eyjafjallajökli
kostaði breska lággjaldaflugfé-
lagið EasyJet 65 milljónir sterl-
ingspunda eða 12,3 milljarða
króna.
Félagið gerir engu að síður ráð
fyrir að hagnaður þess á árinu
verði 100 milljónir punda eða
tæpir 19 milljarðar króna.
Samkvæmt skýrslu fyrir
þriðja ársfjórðung fækkaði far-
þegum flugfélagsins um átta
prósent meðan öskuskýið frá
Eyjafjallajökli truflaði flug í
Evrópu. - ót
Eldgos í Eyjafjallajökli:
Gos kostaði tólf
milljarða króna
VIÐSKIPTI Fyrirtækin N1, CCP,
Nýherji og Íslandspóstur hafa
ákveðið að niðurgreiða þátttöku-
gjöld í Viðskiptasmiðjuna – Hrað-
braut nýrra fyrirtækja fyrir
valin fyrirtæki. Með stuðningn-
um vilja fyrirtækin efla nýsköp-
un og styðja sprotafyrirtæki á
Íslandi. Þá vilja þau benda á mik-
ilvægi þess að frumkvöðlar sæki
sér þekkingu og sérfræðiráð-
gjöf þegar nýjum fyrirtækjum er
komið á legg.
Fjögur íslensk fyrirtæki:
Styðja við ný-
sprotafyrirtæki