Fréttablaðið - 29.07.2010, Síða 30

Fréttablaðið - 29.07.2010, Síða 30
 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR4 Einkennilegt þegar sum-artískan er á útsölu að hugsa næstum ár fram í tímann en svona er tískuheimurinn, alltaf langt á undan. Reyndar var það svo erf- itt að þessu sinni að herratíska næsta sumars sem kynnt var í París í lok júní fór dálítið fram hjá mér. Í kreppunni er einnig minna lagt í herrasýningarnar og sömuleiðis hefur sýningar- dögum fækkað eins og sýnend- um og sýningarnar fara fram á þremur dögum í stað fjögurra áður. Aðallitirnir næsta sumar eru eins óskemmtilegir og þeir voru í kventískunni síðasta vetur og afskaplega ólíkir tískulitunum þessa sumars þar sem mikil lita- gleði ríkir og sést á götum um þessar mundir. Mikið er af hvítu og svörtu sem er blandað við örfáa aukaliti eins og grænt, drapplitað og fúksíubleikt. Annað sem kannski skýr- ist af erfiðum tímum er hversu jarðbundnir hinir litríkustu furðufugl- ar tískunnar eru nú allt í einu orðnir. Sem dæmi má nefna John Galliano, aðalhönn- uð Dior, sem hjá sínu eigin tískuhúsi hefur löngum sleppt sér lausum á herrasýn- ingum. Hann sýndi að þessu sinni aðal- lega dökk jakka- föt, svört, grá og drapplituð, með slettu af hvítu. Jakkafötin eru nánast nothæf fyrir hvern sem er ef frá er talið að buxurn- ar voru oft síðar í klofið. Litagleðin er ekki mikil og öðruvísi mér áður brá hjá Galliano. Sama má segja um marga aðra hönnuði í tísku næsta sum- ars. Þó ekki hafi beinlínis verið um byltingarkennda hönnun að ræða hjá Jean-Paul Gaultier var margt fallegt sem hann bauð upp á í anda Yves heitins Saint-Laur- ent og Marrakech í Marókkó þar sem hann dvaldi löngum. Þarna mátti sjá eyðimerkurjakkann fræga, klofsíðu arabísku buxurn- ar líkt og hjá Galliano og þunn- ar, síðar skyrtur, fyrirsæturn- ar margar með hin frægu stóru gleraugu meistara YSL. Tveir hönnuðir tóku meiri áhættu hvað varðar liti og form á sýningum sumarsins 2011. Annar þeirra er Rynshu sem áður hét Masatomo en skipti nýlega um nafn á fyrir- tæki sínu að japanskri hefð þar sem hann er á krossgötum um þessar mundir. Þessi frum- legi hönnuður hefur ekki farið mjög hátt en þó sýnt í París í nokkur misseri. Hann er ekki hræddur við neitt þegar tískan er ann- ars vegar. Rynshu er einn af fáum hönnuð- um sem leikur sér að litum eins og skær- gulu en einnig þunn- um gegnsæjum efnum og pallíettum. Hinn hönnuðurinn sem má nefna fyrir frumleika er Raf Simons. Sýning hans var áhugaverð og hann leikur sér að mjög kvenlegum sniðum fyrir herra með síðum aðsniðn- um jökkum sem eru renndir á bakinu með breiðum renni- lás. Buxurnar við eru mjög víðar og bermúdabuxurn- ar líkjast pilsum. Litirnir hvítir en einnig fúks- íubleikt. Spurning hvort þetta sjáist á Lauga- veginum næsta sumar. bergb75@free.fr Herrar í hallæri Stella McCartney hannar nýja línu fyrir Adidas. Fatahönnuðurinn Stella McCartn- ey hefur opinberað sína nýjustu línu af íþróttafötum fyrir íþrótta- vörurisann Adidas. Myndir af hönnuninni birtust á vef- síðu breska Vogue en þar má sjá íþrótta- föt með sjálflýs- andi munstri. Stella sagði í samtali við vefinn að útihlaup væru ein vinsælasta afþreyingin hjá fólki sem vildi hreyfa sig og þegar vet- urinn skylli á með öllu sínu myrkri væri nauð- synlegt að sjást vel. „Við not- uðumst við hlé- barða- munstur svo að þetta yrði ekki of karl- manns- legt,“ sagði Stella. - jma Upplýst íþróttaföt ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Bandaríska leikkonan Angelina Jolie er á ferð og flugi þessa dagana við að kynna nýjustu mynd sína, Salt. Jolie var á dögunum í Rússlandi og Japan við frumsýningu myndar- innar. Hún valdi kjól eftir Versace bæði í Moskvu og Tókýó. Jolie valdi sér óvenjulegan kjól við frumsýninguna í Moskvu. Hún var í rauðum, síðkjól en er frekar þekkt fyrir að klæðast dökkum fötum. Hún bar enga skartgripi og hárið var slegið. Fyrir frumsýning- una í Tókýó valdi Jolie sér svart- an Versace-kjól en hún kom til Japans með börnum sínum; Maddox, Zahara, Pax og Shiloh. Kjóllinn var síður og með rúllukraga en vakti þó sér- staklega athygli fyrir háa klauf sem sýndi allan fótlegginn. Eftir frumsýninguna var rætt um að hún væri orðin hættulega grönn. - mmf Jolie velur Versace Há klauf kjólsins sem Jolie mætti í á frumsýningu Salt í Tókýó vakti athygli. NORDICPHOTOS/AFP Jolie rauð í Rússlandi. NORDICPHOT- OS/AFP SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.