Fréttablaðið - 29.07.2010, Side 32

Fréttablaðið - 29.07.2010, Side 32
 29. JÚLÍ 2010 FIMMTUDAGUR Icepharma hf | Lynghálsi 13 | 110 Reykjavík | Sími 540 8000 | www.icepharma.is C-vítamínríkur sólberjasafi Ribena Sólberjadrykkurinn Ribena hefur verið á markaði í meira en sextíu ár. Hann varð til í kringum seinni heimsstyrjöldina þegar C-vítamíns- skortur hrjáði hermenn. „Á herskipunum og kafbátun- um þurftu hermennirnir að vera með matvæli með sér sem myndu ekki eyðileggjast því C-vítamín er oft mjög óstöðugt,“ segir Björg Dan Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri heilsu- og neytendasviðs Icepharma. „C-vítamín í sólberjum er stöðugra en í öðrum sítrusávöxtum.“ Að sögn Bjargar fór breska stjórnin fram á það við matvæla- framleiðendur eftir fyrri heims- styrjöldina að þeir þróuðu drykk sem myndi uppfylla ríka þörf al- mennings fyrir C-vítamín. „Þetta átti að vera matvara með stöðugt og mikið C-vítamín en jafnframt þannig að þetta væri góð matvara.“ H.W. Company sýndi þessu verk- efni mikinn áhuga og setti á markað sólberjasaft undir nafninu Ribena. „Þá mátti blanda bæði vatni og mjólk í þetta,“ upplýsir Björg og bætir við að nafnið Ribena komi frá latneska heitinu fyrir sólber, Ribes negrum. „Velgengni Ribena er vegna þess hvernig berin eru meðhöndluð. Það eru svo mörg fersk ber notuð í hverja flösku,“ útskýrir Björg og segir 464 sólber í hverri flösku. „Árið 1992 var Ribena light mark- aðssett. Munurinn á því og venju- legu Ribena er að í Ribena light er hvort tveggja notað sætuefni og sykur.“ C-vítamínskortur hrjáði hermenn Björg segir að innihald Ribena hafi breyst 1995 og síðan fást fleiri lítrar úr hverri flösku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sumarlegar Ribena-uppskriftir M YN D IR/G ESTG JA FIN N Gott er að hnoða Ribena í marsípan og flórsykur. Ribena er gott út á svalandi ís. Hjartakökur með marsípani 10-12 stk. 60 g súkkulaði 1 1/4 dl vatn 2 msk. kakóduft 100 g smjör, mjúkt 70 g púðursykur 130 g sykur 2 egg 100 g hveiti 1 tsk. lyftiduft Hitið ofninn í 175°C. Brjótið súkkul- aðið í skál, sjóðið vatnið og hellið því yfir súkkulaðið. Hrærið vel í þar til súkkulaðið er uppleyst og bætið kakódufti út í. Hrærið smjör, púð- ursykur og sykur vel saman í ann- arri skál. Bætið eggjunum út í, fyrst öðru svo hinu og hrærið því næst hveiti og lyftiduft saman við. Hellið súkkulaðiblöndunni út í og blandið vel saman. Hellið deiginu í smjörpappírsklætt form, 20x30 cm, og bakið í 25 mín. Látið kólna ör- lítið og stingið úr hjörtu með smá- kökuformi. Ofan á 250 g hrámarsípan 2 msk. Ribena-sólberjasafi 3-4 msk. flórsykur Rauður matarlitur Rósablöð Hnoðið marsípanið með Ribena og flórsykri. Bætið örlitlu af rauð- um matarlit út í og hnoðið vel saman. Takið 1/3 hluta af deiginu frá og litið hann með örlítið meiri matarlit (hugsanlega þarf að bæta við meiri flórsykri). Fletjið út báðar marsípantegundirnar og stingið út mismunandi stór hjörtu. Leggið marsípanhjörtun ofan á kökurnar og dreifið rósablöðum í kring. Ís og ávextir fyrir 4 1/4 vatnsmelóna 1/2 kantalópumelóna 100 g rifsber 1 l vanilluís 1 dl Ribena-saft Skerið vatnsmelónu og kantalópumelónu í bita og setjið í litlar skálar ásamt rifsberjum og ís. Hellið Ribena-saft yfir. Þeir sem ekki ætla að vera á faraldsfæti um helgina geta skemmt sér í eldhúsinu heima. Hægt er að leika sér með drykkinn Ribena á ýmsan hátt og reiða fram á margvíslega vegu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.