Fréttablaðið - 29.07.2010, Side 33

Fréttablaðið - 29.07.2010, Side 33
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Lima hrísmjólk er lífræn, bragðgóð, fitusnauð, án kólesteróls, laktósa og sykurs. Tedrykkirnir eru hollir, hressandi sumardrykkir fullir af andoxunarefnum. Trönuberjasafinn frá healthy people er án viðbætts sykurs og einstaklega bragðgóður. » » » Berry drykkirnir eru verðlaunavara. Hreinir og án litar- og rotvarnarefna. Án viðbætts sykurs. Ber eru full af vítamínum og andoxunarefnum. Gojiberið er oft kallað Hamingjuberið! » HREIN HOLLUSTA Arka ehf | Sundaborg 1 | 104 Reykjavík | Sími 562 6222 | info@arka.is Arka mun setja á markað nýjan trönu- berjasafa frá Healthy People í næstu viku ásamt nýjum granateplasafa frá Berry Company. Mikil eftirspurn hefur verið eftir góðum trönuberjasafa en hann er talinn góður til að fyrirbyggja og vinna á þvagfærasýkingu. Safinn er án aukaefna og við- bætts sykurs, eins og aðrir drykkir sem Arka flytur inn, en sættur með eplasafa. Með haustinu er síðan von á 250 ml fernum frá Berry Company sem gerir drykkina hand- hæga í nestispakkann. Nýjungar úr trönuberjum og granateplum Heildsalan Arka-heilsuvörur flytur inn fjöldann allan af heilnæmum drykkjum sem Ís- lendingar hafa tekið fagnandi. Berjadrykkir frá Berry Company hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi en þeir eru fluttir inn af Arka-heilsuvörum, heildsölu á matvörumarkaði sem sérhæfir sig í sölu á heilnæmri og hreinni gæðamatvöru. Sumir berjadrykkj- ana flokkast undir svokallaða súperfæðu enda unnir úr berjum sem eru þekkt fyrir að vera full af vítamínum og næringarefnum. Drykkirnir eru án viðbætts syk- urs og aukaefna og hefur þeim verið vel tekið af íslenskum neyt- endum. „Við byrjuðum með drykkina í fyrra og vorum satt að segja frek- ar hikandi í fyrstu enda ástandið í þjóðfélaginu ekki gott. Við ákváð- um þó að segja kreppunni stríð á hendur og slá til og er skemmst frá því að segja að drykkirnir hafa hjálpað okkur í kreppunni en fjöldi fólks hefur haft samband við okkur síðan og þakkað fyrir það að við skulum flytja þá inn,“ segir Þóra Björg Dagfinnsdóttir einn eigandi Arka. Sem stendur fást bláberja, acai- berja, gojiberja og hindberjasaf- ar ásamt bláum og rauðum súper- berjablöndum. „Gojiberjasafinn er enn sem komið er vinsælastur og virðast Íslendingar vel upplýst- ir um gagnsemi gojiberja en þau hafa verið notuð til lækninga í Austurlöndum í þúsundir ára. Þau innihalda mikið magn C-vítamíns og karótíns ásamt fjölda amínó- sýra og steinefna og eru stundum kölluð hamingjuber.“ Meðal nýjunga hjá Berry Company eru tedrykkir úr grænu tei og bláberjum og hvítu tei og ferskjum. „Þeir eru hressandi auk þess sem bæði grænt og hvítt te inniheldur mikið af andoxunarefn- um. Nýr granateplasafi frá Berry Company er svo væntanlegur í næstu viku ásamt trönuberjasafa frá Healty People en mikil eftir- spurn hefur verið eftir slíkum safa. Með haustinu fáum við svo Berry Company drykkina í 250 ml fernum sem gerir þá handhæga í nestispakkann.“ Arka flytur einnig inn Smoove– drykki sem eru búnir til úr blöndu af ávöxtum og berjum. Þeir eru líkt og drykkirnir frá Berry Company hreinir og aukaefnalaus- ir. „Við byrjuðum að flytja þá inn árið 2005 og vorum fyrsta íslenska fyrirtækið sem flutti inn Smoothie en á þeim tíma vissu fáir hvað það var. Munurinn á djúsi og smoothie er að í smoothie er 30-40 prósent innihaldsins pressaðir ávextir sem gerir hann saðsamari og tilvalinn á milli mála,“ útskýrir Þóra. Arka flytur inn fjölda annarra drykkja ásamt matvöru af ýmsu tagi. „Við erum til dæmis með hrísmjólk, haframjólk og soja- mjólk frá Lima og er kalkbætta hrísmjólkin þar söluhæst. Þegar við hófum starfsemi árið 2003 voru þessar vörur lítið þekktar en notkun þeirra er alltaf að auk- ast og eru þær í raun ómissandi fyrir þá sem eru með mjólkuróþol. Þær eru þó líka mikið teknar til að búa til alls kyns drykkjarblönd- ur og sem fæðubót.“ Af öðrum vörum Arka má nefna kornvörur, hrískökur, hnetur, fræ og pasta og eru meirihluti þeirra lífræn- ar. „Við getum því boðið vörurnar okkar með góðri samvisku og upp- skerum ánægju viðskiptavina.“ Súperfæða í drykkjarformi Arka-heilsuvörur eru í eigu hjónanna Þóru Bjargar Dagfinnsdóttur (fyrir miðju), Geirs Magnúsar Zoéga og systra Þóru, þeirra Ólafar Dagfinnsdóttur og Elísabetar Dagfinnsdóttur, en þá síðastnefndu vantar á myndina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.