Fréttablaðið - 29.07.2010, Side 42
30 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Dagana 10.-15. ágúst
næstkomandi heldur
Bandalag íslenskra
leikfélaga fjölþjóðlega
leiklistarhátíð í Menning-
arhúsinu Hofi á Akureyri.
Hátíðin er á vegum
NEATA, norður-evrópska
áhugaleikhúsráðsins, og
verða þar sýndar leiksýn-
ingar frá öllum Norð-
urlöndunum, Lettlandi,
Litháen, Rúmeníu og
Frakklandi. Hátíðin er sjötta NEATA-hátíðin sem
haldin er og jafnframt sú fyrsta hér á landi.
Þema hátíðarinnar er Maður - Náttúra og
einkunnarorðin eru Af hjartans list. Hátíðin
beinir sjónum að manneskjunni og samskiptum
hennar við náttúruna,
bæði hvað varðar óblíð
náttúruöflin og mannlega
náttúru, hina eilífu baráttu
við hatur, ástríður, for-
dóma og svo mætti lengi
telja. Alls verða sýndar tólf
leiksýningar á hátíðinni,
þar af þrjár íslenskar.
Íslensku sýningarnar eru
Umbúðalaust frá Leikfé-
lagi Kópavogs í leikstjórn
Vigdísar Jakobsdóttur,
Birtingur frá Leikfélagi Selfoss og Vínland frá
Freyvangsleikhúsinu, báðar í leikstjórn Ólafs Jens
Sigurðssonar. Alls er reiknað með að um 250
manns taki beinan þátt í hátíðinni og er verndari
hennar Ólafur Ragnar Grímsson. - ls
Leiklistarhátíð á Akureyri
Nú á dögunum kom
Safnabókin 2010
út. Bókin er upp-
lýsingabók um öll
söfn, setur, sýning-
ar, höfuðkirkjur og
þjóðgarða á Íslandi.
Bókinni er ætlað að
kynna söfn landsins
með kraftmiklum
hætti og efla þannig
safnamenningu og
menningartengda
ferðamennsku.
Safnabókinni er
dreift um allt land í
25.000 eintökum og
er hún ferðamönnum
að kostnaðarlausu.
Hún er gefin út bæði á ensku og
íslensku svo allir geti notað hana.
Það er bókaút-
gáfan Guðrún sem
hefur í samvinnu við
Safnaráð og Félag
íslenskra safna og
safnamanna unnið
að gerð bókarinnar.
Bókin er hugsuð sem
handbók fyrir ferða-
menn um íslensk
söfn og er hátt á
annað hundrað safna
að finna víðs vegar
um landið.
Með útkomu bók-
arinnar verður í
fyrsta sinn til heild-
stæð skrá á aðgengi-
legu formi fyrir
ferðamenn yfir öll söfn, setur og
sýningar á Íslandi. - ls
Safnabók komin út
> Ekki missa af
Frá 31. júlí til 15. ágúst næst-
komandi mun sýningin með
yfirskriftinni Með pensli og
pallethníf standa í Ketilhúsinu
á Akureyri. Þeir Guðmundur
Ármann Sigurjónsson og Krist-
inn G. Jóhannsson sýna þar
málverk og vatnslitamyndir.
Leikhús í Reykholti ★★★
Hallveig ehf.
Höfundar: Hlín Agnarsdóttir og
Margrét Ákadóttir
Leikstjóri: Inga Bjarnason
Allar þessar hetjur og öll þessi
skáld, sem enn lifna við í brjóst-
um íslenskra karlmanna þá er
þeir þurfa að grobba sig hver fyrir
öðrum. Við hlið þessara manna
stóð kona gjarnan fleiri en ein og
fleiri en tvær.
Án kvennanna hefðu þeir nú
ekki skrifað margar bækur, en af
hverju þurftu þeir svona margar
konur?
Hetjurnar voru karlkyns og þær
voru margar. Hægt að telja þær
upp og sjá fyrir sér glott við tönn
og vopnaskap en færri eru mynd-
irnar í huganum af þeim konum
sem í gegnum aldirnar hafa ekki
aðeins stutt við þessar hetjur held-
ur búið þær til. Til þess að end-
urvekja eiginkonur þurfa aðrar
konur að fara á stúfana og leita
og leita að þeim litlu gögnum sem
til eru um allar þessar þúsundir
kvenna sem komið hafa hetjunum
á blað. Ein þessara kvenna stend-
ur nú lífs lifandi upp í litlu fallegu
kirkjunni við Reykholt, og segir
okkur sögu sína. Hún heitir Hall-
veig Ormsdóttir og er seinni kona
Snorra Sturlusonar. Hlín Agnars-
dóttir samdi verkið ásamt leik-
konunni Margréti Ákadóttur sem
fer með hlutverk Hallveigar. Þær
hafa nú ekki haft úr svo miklu að
moða en myndin sem okkur birtist
í túlkun Margrétar er þó nokkuð
skýr. Vitaskuld var hún ekki allt
of ánægð með framhjáhaldsstússið
í Snorra og eins gerir hún sér vel
grein fyrir því (svona 800 árum
síðar) að hún var bæði vel menntuð
og nauðsynleg fyrir hann. Hallveig
var nokkuð reynd þegar hún verð-
ur kona Snorra, hafði áður verið
gift Birni Þorvaldssyni Gissurar-
sonar í Hruna og átt með honum
tvo syni sem ólust upp hjá Snorra
Sturlusyni meðan þau á sínum sex-
tán ára búskap eignuðust engin
börn. Og sömuleiðis var hún sjálf
af miklum höfðingjaættum.
Hún er ein af fáum hér um slóð-
ir sem var komin beint af konung-
sættum en amma hennar var sem
sagt Þóra Magnúsardóttir ber-
fætts.
Gamla fallega kirkjan í Reyk-
holti er tilvalinn staður fyrir
verkið. Margrét segir okkur sögu
Hallveigar og samferðamanna
hennar og tengir atburðina við
það umhverfi sem áhorfendur
eru staddir í, enda sé hún grafin í
kirkjugarðinum.
Það er þrekvirki að koma frá
sér jafnmiklum texta og það þarf
enginn að hafa áhyggjur af því að
heyra ekki hvert einasta atkvæði
í frábærri framsögn Margrétar.
Frásagnarmátinn hefði mátt vera
leikrænni með meiri sviptingum
og skiptingum í stað þess að halda
sér við þessa línulegu frásögn ein-
ræðunnar. Það var flott þegar frá-
sögnin var brotin upp með ljóð-
um og lögum sem Margrét söng a
capella.
Þegar Hallveig lýsir samskipt-
um sínum og fyrri mannsins tókst
leikkonan Margrét t.d. á loft því
þar fékk hún tækifæri til þess að
sýna nokkur átök.
Þær Hlín og Margrét leituðu
fanga í bók Óskars Guðmundsson-
ar um Snorra Sturluson og lýsir
Hallveig því hér nýrisin úr gröf
sinni hvernig hún laumaðist inn á
Snorrastofu og fékk þessa bók að
láni og var það skondin krækja til
nútímans. Eins þegar hún opnar
gluggann og æpir á fólk að vera
nú ekki að ganga á gröfunum en
áttar sig samstundis á því að hún
afturgengin hefur ekki rödd sem
mannfólkið greinir.
Gervi Margrétar var skemmti-
legt. Blágrár kjóll og höfuðbún-
aður dekkri, ekkert prjál en best-
ur var þó farðinn. Það var ekkert
afturgöngulegt við fas hennar eða
framkomu og þetta var athygl-
isverð sýning en hefði mátt vera
leikrænni því þegar Margréti
tókst best upp með sínum viprum
og kiprum og stórkostlega húmor
lyftist verkið.
Það væri ekki úr vegi að hafa
einhvers konar þing með þeim
fornkonum sem fram hafa komið í
leikbókmenntunum á síðustu árum.
Guðbjörgu, Brák og Hallveigu svo
einhverjar séu nefndar. Fyrir svo
utan að þetta ætti að vera kvenhöf-
undum hvatning til þess að halda
áfram á sömu braut og helst kom-
ast að niðurstöðunni að það voru í
raun konurnar sem skrifuðu bæk-
urnar! Nei, ég segi svona. Það var
bæði skemmtilegt og athyglisvert
að kynnast Hallveigu seinni konu
Snorra í túlkun Margrétar Áka-
dóttur í sínu rétta umhverfi. Sýn-
ingar verða áfram út ágúst og ef að
líkum lætur mun Margrét takast á
við hana á ensku áður en langt um
líður. Allir sem hafa áhuga á for-
mæðrunum ættu að bruna upp í
Reykholt. Elísabet Brekkan
Niðurstaða: Frábær framsögn leik-
konunnar Margrétar stendur upp úr
og húmorinn lyftir sýningunni upp.
Sameignarhetjur Snorra!
HALLVEIG ENDURVAKIN Margréti tekst vel að endurvekja seinni konu Snorra Sturlu-
sonar.
Í dag klukkan 12.00
Organisti Grindavíkurkirkju, Kári
Allansson, flytur fjölbreytta efnis-
skrá á fimmtu fimmtudagstónleikum
sumarsins sem haldnir eru í sam-
vinnu við Félag íslenskra organista í
Hallgrímskirkju. Kári er yngsti org-
anisti sumarsins. Tónleikarnir taka
um hálfa klukkustund og eru miðar
seldir við innganginn á 1.000 krónur.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 29. júlí 2010
22.00 Hljómsveitin Sudden Weather
Change heldur tónleika í kvöld í Fakt-
orý, að Smiðjustíg 6. Húsið opnar kl.
21.00 og hefjast tónleikarnir kl. 22.00.
Aðgangseyrir er 500 krónur.
➜ Leiðsögn
20.00 Sólheimasafn Borgarbóka-
safnsins býður til bókmenntagöngu í
nágrenni safnsins í kvöld. Í göngunni
verða Vogar og Heimar kynntir sem
heimaslóðir skálda, en fjölmörg þeirra
hafa búið í hverfinu. Lagt verður af stað
frá Sólheimasafni, Sólheimum 27, kl.
20.00 og tekur dagskráin um klukku-
stund.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Vegahandbókin 2010
Ýmsir höfundar
Eyjafjallajökull
Ari Trausti og Ragnar Th.
Brandarabók Andrésar
Walt Disney
Toy Story - Þrautabók 3D
Walt Disney
Það sem mér ber - kilja
Anne Holt
Volcano Island
Sigurgeir Sigurjónsson
Makalaus - kilja
Tobba Marinós
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
21.07.10 - 27.07.10
Iceland on Fire
Vilhelm Gunnarsson
Kortabók Íslands
Örn Sigurðsson
Aldrei framar frjáls
Sara Blædel