Fréttablaðið - 29.07.2010, Page 50

Fréttablaðið - 29.07.2010, Page 50
38 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Tökur á kvikmyndinni Djúpið hófust á þriðju- dag. Þetta er stærsta mynd leikstjórans Baltasars Kormáks sem hann tekur upp á íslensku. Djúpið fjall- ar um harmleikinn við Heimaey árið 1984 þegar skip- ið Hellisey sökk með þeim afleiðingum að fjórir létust. Guðlaugur Friðþórsson vann það afrek að synda fimm kílómetra til Eyja og fer Ólafur Darri Ólafsson með hlut- verk hans. „Þetta leggst rosalega vel í mig,“ segir leik- stjórinn Baltasar Kormákur. „Þetta er stærsta mynd sem ég hef tekið á íslensku og við verðum þarna með níu tonna bát sem við sökkvum.“ Hann bætir við að við- brögðin við handritinu hafi verið mjög góð og vel hafi gengið að fjármagna myndina. Tökur á Djúpinu standa yfir út ágústmánuð og halda síðan áfram í vetur. Jóhann G. Jóhannsson og Stefán Hallur Stefánsson fara með hlutverk í Djúpinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tökur um borð í Hellisey Einn skipverjanna á Helliseynni farðaður fyrir atriði í myndinni. Ólafur Darri fer með hlutverk Guðlaugs Frið- þórssonar. Hérna rýnir hann í bók á tökustað. Hafðu samband

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.