Fréttablaðið - 29.07.2010, Side 62

Fréttablaðið - 29.07.2010, Side 62
50 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VERSLUNARMANNAHELGIN LÁRÉTT 2. íþrótt, 6. sjúkdómur, 8. tækifæri, 9. skjön, 11. ónefndur, 12. hlutdeild, 14. uppskafningsháttur, 16. drykkur, 17. hyggja, 18. tunna, 20. mergð, 21. kvenflík. LÓÐRÉTT 1. formóðir, 3. belti, 4. jarðbrú, 5. skelfing, 7. kurteisi, 10. taug, 13. hlé, 15. urin, 16. fjör, 19. bor. LAUSN LÁRÉTT: 2. póló, 6. ms, 8. lag, 9. mis, 11. nn, 12. aðild, 14. snobb, 16. te, 17. trú, 18. áma, 20. úi, 21. pils. LÓÐRÉTT: 1. amma, 3. ól, 4. landbrú, 5. ógn, 7. siðsemi, 10. sin, 13. lot, 15. búin, 16. táp, 19. al. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Arnór Sighvatsson. 2 Á Hveravöllum. 3 Raftónlist. „Maður er bara rétt að byrja,“ full- yrðir Ágúst Emil Grétarsson, tólf ára lagasmiður, ljóðskáld og eyja- peyi en lag hans Í dalnum með þér hefur bæst við í lagaflóruna fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Spurður af hverju hann ákvað að semja lag um Þjóðhátíðina stendur ekki á svarinu: „Þjóðhátíð er bara best. Ég man ekki beint hvenær ég samdi lagið en það er orðið svolít- ið síðan. Svo lagaði ég það að hátíð- inni núna fyrir stuttu með því að bæta inn nokkrum þekktum kenni- leitum og setningum,“ segir Ágúst Emil en þetta er í fyrsta sinn sem hann semur heilt lag. „Já, þetta er í fyrsta sinn en vonandi ekki það síð- asta. Verður maður ekki að segja að maður eigi framtíðina fyrir sér í bransanum?“ Ágúst Emil lét sér ekki nægja að semja lag og texta að laginu held- ur fékk hann hljómsveitina Tríkót syngja lagið og taka það upp í stúd- íói í Eyjum en það var svo frum- flutt á Gufunni, þjóðhátíðarútvarpi Eyjamanna, í vikunni. „Textinn fjallar um mann og konu sem finnst gaman að vera saman og þau njóta lífsins í Herj- ólfsdal á Þjóðhátíð,“ segir Ágúst Emil sem þrátt fyrir ungan aldur gaf út ljóðabók fyrir jól og gaf sínum nánustu í jólagjöf. „Mér finnst voðalega gaman að semja og vonandi get ég haldið því áfram sem lengst.“ Þjóðhátíðarlagið í ár, Viltu elska mig á morgun, er samið og sung- ið af KK en eins og Fréttablað- ið greindi frá í vikunni hefur Júlí Heiðar einnig gefið frá sér lagið Á þjóðhátíð, en Ágúst var ekki búinn að heyra síðarnefnda lagið þegar Fréttablaðið náði af honum tali. „Mér finnst KK vera með mjög flottan texta í sínu lagi en mér finnst ekkert voðalegt trukk í lag- inu,“ segir Ágúst Emil og bætir við að þjóðhátíðarlög verði að vera hress, skemmtileg og grípandi. „Ég náttúrlega vona að fólk fíli lagið mitt og að einhverjir syngi það um helgina,“ segir Ágúst Emil sem bíður spenntur eftir að setjast í Herjólfsdalinn á Þjóðhátíð. - áp 12 ára semur þriðja þjóðhátíðarlagið UPPRENNANDI STJARNA Ágúst Emil Grétarsson hefur gefið út lagið Í dalnum með þér fyrir Þjóðhátíðina í Eyjum í ár. „Þetta verður bara gaman,“ segir Raggi Bjarna. Söngvarinn og hljómsveitin Retro Stefson æfðu í gærkvöldi fyrir Innipúkann sem fer fram í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina í níunda sinn. Raggi ætlar að syngja gömul og góð lög á hátíð- inni og mun Retro Stefson sjá um undirspilið. Þessir ólíku flytjendur munu ljúka hátíðinni með tónleikum á sunnudagskvöld á Sódómu. Raggi hlakkar til að stíga á svið með Retro Stefson. „Ég hef voða gaman af að spila með ungu fólki því við eigum sem betur fer svo mikið af yndislega hæfileikaríku ungu fólki sem hefur verið að koma upp. Maður er bara stoltur,“ segir hann. Raggi er með fleiri járn í eldinum því nýlega söng hann lagið Borg- in mín eftir Eddu Borg við texta Kristjáns Hreinssonar, sem er nýkomið í útvarpsspilun. Þrjátíu hljómsveitir og listamenn koma fram á Innipúkanum í ár. Auk Ragga og Retro stíga þar á svið Lay Low, Árstíðir, Moses Hightower, Lára, Berndsen, Didda Fel, Snorri Helgason, Morðingjarnir og fleiri flytjendur. Innipúkinn fer fram á tónleikastöðun- um Sódóma og Venue, sem standa hlið við hlið í Tryggvavötunni, og í naustinu á milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis. Auk tónlist- ardagskrár verður boðið upp á popp-spurn- ingakeppni, tónlistarmarkað, veitingasölu og fleira. Miðaverð er 2.900 krónur fyrir alla þrjá dagana, frá föstudegi til sunnudags. Raggi Bjarna á æfingu með Retro Stefson Á ÆFINGU Raggi Bjarna og Retro Stefson á æfingu fyrir Innipúkann sem haldinn er í Reykjavík um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hjálmurinn Sigurður Guðmunds- son og hljómsveit hans Memphis- mafían hafa sent frá sér lagið Þitt auga sem hljómar í kvikmyndinni Sumarlandið sem verður frumsýnd í haust. Sigurð- ur hefur látið lítið að sér kveða sem sólótónlist- armaður síðan hann gaf út hina vinsælu Oft spurði ég mömmu sem kom út fyrir tveimur árum. Tón- listarunnendur bíða því spenntir eftir nýju efni frá honum. Sumarlandið verður fyrsta mynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar í fullri lengd og í aðalhlutverkum verða Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Kjartan Guðjónsson. Söngvarinn Geir Ólafsson er nú í óða önn að undirbúa komu Dons Randi, fyrrum píanista Franks Sinatra, og hljómsveitar hans til landsins. Þeir spila á Broadway 14. ágúst en svo skemmtilega vill til að þann dag heldur Geir upp á 37 ára afmælið sitt. Aðeins stórslys mun aftra því að afmæl- issöngurinn verði sunginn fyrir Geir þessa kvöldstund. Söngurinn yrði væntanlega af dýrari gerðinni því á meðal gestasöngvara á Broadway verða Kristján Jóhannsson, Raggi Bjarna og Egill Ólafsson, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Undirspil frá fyrrum píanista Sinatra myndi síðan setja punktinn yfir i-ið. Gagnrýnendur keppast við að lofa kvikmyndina Inception sem er sýnd í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Ekki hefur þurft að tyggja lofið ofan í áhorfendur sem flykkjast á myndina og fylla hvern kvikmyndasalinn á fætur öðrum. Þeir fáu sem kunnu ekki að meta myndina eiga skoðanasystur sem lét í sér heyra á bloggsíðu sinni í gær. Blaðamaðurinn og rit- höfundurinn Tobba Mar- inósdóttir er ósammála þeim sem segja myndina meistaraverk, segir myndina hreinlega glataða og allt of flókna. - fb/afb FRÉTTIR AF FÓLKI L A U G A R D A G F Ö S T U D A G S U N N U D A G DJ SEXY LAZER PRESIDENT BONGO Verzlunarmannahelgin áOddvitanum á Akureyri Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 „Mér fannst Ísland forvitnilegt og langaði að prófa að vera hér í smá tíma eftir að ég útskrifaðist. Ég ætla að vera hér þangað til einhver vill giftast mér,“ segir uppistand- arinn Santiago Angel og hlær. Angel hefur búið hér síðan í byrjun sumars eða eftir að hann útskrifaðist úr heimspeki í Mass- achusetts í Bandaríkjunum. Sant- iago hefur komið reglulega fram sem uppistandari í heimalandi sínu og nú ætlar hann að sýna Íslend- ingum hvers hann er megnugur í að segja brandarara. „Það má kannski segja að ég sé að sækja mér innblástur á Íslandi. Foreldrar mínir kalla það reyndar að gera ekki neitt, en mér finnst gaman að upplifa landið og þetta sérstaka samfélag sem þið búið í,“ segir Angel sem vill þó ekki viður- kenna að hann sé að gera grín að Íslendingum eða íslenskri menn- ingu í uppistandi sínu. Brandarar hans fjalla mest um samskipti kynjanna og félags- leg tengsl. En hvað er hann búinn að uppgötva í því sambandi hjá Íslendingum? „Ég hef tekið eftir að íslenskir karlmenn eru ekk- ert sérstaklega rómantískir. Það nægir þeim bara að heilsa döm- unum en á flestum öðrum stöðum sem ég hef komið er það kurteisi að koma vel fram við stelpur og leggja sig fram við að heilla þær upp úr skónum,“ segir Angel. Upphafleg plön hans voru að koma hingað og vera með reglu- leg uppistandskvöld í Reykjavík „Það gekk ekki upp þar sem það eru ekki nógu margir grínistar hér á landi en nú hef ég ákveðið að koma einu sinni fram áður en ég kveð Ísland. Er búinn að búa til einn brandara um Ópal sem ég get eiginlega ekki notað neins staðar nema hér.“ Angel segist aldrei fara út úr húsi án þess að vera með diktafón sem hann setur í gang um leið og hann heyrir eitthvað fyndið. „Eða þegar ég er í skemmtilegum sam- ræðum eða mér dettur eitthvað sniðugt í hug,“ segir Angel um hvernig hann finnur efni í brand- arana sína og viðurkennir að það fari stundum í taugarnar á fólkinu sem er í kringum hann. Angel ætlar að koma fram með Jóhanni Alfreð, Þórhalli Þórhalls- syni og Ölmu Geirdal á skemmti- staðnum Venue næstkomandi fimmtudag en um helgina ætlar Santiago ásamt íslenskum vinum að fara á Þjóðhátíð í Eyjum. „Eins og vinir mínir eru búnir að lýsa þessu fyrir mér þá verð ég í róleg- heitum með prjónana að drekka te í Vestmannaeyjum enda rólegasta helgi ársins á Íslandi, ekki satt?,“ spyr Angel glettinn að lokum en hann mun eflaust vera iðinn með diktafóninn í Herjólfsdalnum. alfrun@frettabladid.is SANTIAGO ANGEL: EKKI NÓGU MARGIR GRÍNISTAR Á ÍSLANDI Ætla að vera hér þangað til einhver vill giftast mér „Ég er að fara í sumarbústað rétt hjá Akureyri með fjölskyld- unni. Ég á afmæli á laugar- daginn og ætla að halda upp á það.“ Tinna Alavis fyrirsæta. BÝR TIL BRANDARA Santiago Angel uppistandara líkar vel við land og þjóð en hefur uppgötvað ýmislegt í fari landans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.