Fréttablaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 7. ágúst 2010 3 FYRIRLESTURINN SYKUR, SYKUR, SYKUR ... Hvers vegna er ég sjúk(ur) í sykur og hvað er til ráða? verður haldinn í húsnæði Manns lifandi í Borgartúni þann 10. ágúst. Linda Pétursdóttir svarar þar þessari spurningu sem margir spyrja sig. Fred E. Woods prófessor heldur fyrirlestur um Laxness í Háskól- anum á Akureyri þann 19. ágúst. Fyrirlesturinn ber nafnið Lax- ness og hinir síðari daga heilögu: Staðreyndir að baki skáldsögunn- ar Paradísarheimtar. Woods mun sérstaklega ræða um heimsókn- ir Halldórs Laxness til Vest- urheims, tengsl hans við mormónatrúna og skrif skáldsögunnar Paradís- arheimt. En þess má geta að í ár eru 50 ár liðin frá því að Paradísar- heimt kom út. Fyrirlesarinn Fred E. Woods er með BS-gráðu í sálfræði og MS-gráðu í alþjóðasamskiptum. Árið 1991 lauk hann doktorsgráðu í mið- austurlandafræðum frá University of Utah þar sem hann lagði áherslu á hebresku biblí- una. Hann kenndi við Rick College frá 1993-1998 og síðasta áratug- inn hefur hann verið prófessor við Brigham Young University við deild þeirra um trúarsögu og kennisetningar Mormónakirkj- unnar. Woods hefur haldið fyr- irlestra við fjölmarga háskóla í Bandaríkjunum sem og ann- ars staðar í heiminum. Bók Woods, Eldur á ís: Saga hinna íslensku síðari daga heilögu heima og að heiman kom út í þýðingu Frið- riks Rafns Guð- mundssonar hjá Háskólaútgáfunni árið 2007. Fyrirlesturinn fer fram í stofu L101 á Sólborg á Akur- eyri þann 19. ágúst frá klukk- an 14 til 15. Staðreyndir að baki Paradísarheimt Halldór Laxness Í tilefni af útkomu bókarinnar Fjöl- menning og skólastarf verður hald- ið málþing á vegum Rannsóknastofu í fjölmenningarfræðum 20. ágúst klukkan 13 til 16 í húsnæði Mennta- vísindasviðs, stofu H-207 í Stakkahlíð. Þar verða flutt erindi um stöðu inn- flytjenda í samfélagi og skólum á Íslandi. Meðal fyrirlesara verða Almar Halldórsson sem mun fjalla um færni innflytjenda í grunnskólum sam- kvæmt niðurstöðum PISA-könnun- arinnar Ísland og OECD og Þóroddur Bjarnason sem mun fjalla um stöðu barna og unglinga af erlendum upp- runa frá því í febrúar 2010 í saman- burði við 2006. Málþing um fjölmenningu STAÐA INNFLYTJENDA Í SAMFÉLAGI OG SKÓLUM VERÐUR RÆDD Á MÁLÞINGI ÞANN 20. ÁGÚST. Flutt verða erindi um stöðu innflytjenda í samfélagi og skólum á Íslandi. Hamingjusamari.is er setur hag- nýtrar jákvæðrar sálfræði og þar heldur sálfræðingurinn Anna Jóna Guðmundsdóttir um stjórn- artaumana. Hún býður upp á ráð- gjöf, vinnustofur, fyrirlestra og námskeið sem er ætlað að hjálpa fólki til að verða besta útgáfan af sjálfu sér. „Jákvæð sálfræði er vísindagrein sem leitast við að finna hvað gerir það að verk- um að einstaklingar og samfé- lög blómstra. Ég nota styrkleika- byggða nálgun og hjálpa fólki að finna og vinna með styrkleika sína,“ segir Anna Jóna. Hún tekur að sér fræðslu og námskeið fyrir stjórnendur, vinnustaði og aðra sem vilja bæta sig í starfi og einkalífi. Hún not- ast við syrkleikaprófið Realise 2 sem greinir sextíu styrkleika og skilgreinir þá útfrá frammistöðu, orku og hversu oft viðkomandi hefur tækifæri til að nota þá. „Þó flestir geti að einhverju leiti gert sér grein fyrir eigin styrkleikum þá kemur ýmislegt á daginn sem það hefði ekki getað sagt sér sjálft og fylgja niðurstöðunum verkefni sem það vinnur með. Prófið gerir mér líka kleift að komast strax að efninu og fara að tala um það sem skiptir viðkomandi máli.“ En er bannað að fjalla um nei- kvæðni í jákvæðri sálfræði? „Nei prófið greinir líka veikleika og geta þættir eins og þrautseigja eða hlustun komið upp sem veikleikar svo dæmi séu nefnd. Það er gott að gera sér grein fyrir veikleikum sínum og þá er ýmist hægt að æfa sig í því að hlusta og halda leng- ur út eða að velja sér starfsvett- vang þar sem þess er ekki kraf- ist en styrkleikarnir nýtast vel.“ Realise 2 - prófið greinir líka van- nýtta styrkleika. „Sem dæmi má nefna skrifstofumanneskju sem hefur góða samskiptahæfileika. Ef hægt er að finna þeim farveg gæti manneskjan frekar blómstrað.“ Anna Jóna segir styrkleika- byggða nálgun opna augu fólks fyrir möguleikum sem annars hefði verið horft fram hjá og að það geti til að mynda komið sér vel á vinnustöðum og bætt heild- arárangur fyrirtækis. „Fólk eflist og þroskast við það að vinna með styrkleika sína, sér sig í nýju ljósi, gengur betur í vinnunni og verður hamingjusamara.“ Anna Jóna býður upp á lengri og skemmri námskeið fyrir vinnu- staði auk þess sem hún heldur regluleg námskeið fyrir almenn- ing. Lengd námskeiða fer eftir því hversu miklu fólk vill breyta en það gefst oftast vel að hitt- ast nokkrum sinnum þar sem hægt er að fara heim með verk- efnin á milli, prófa þau og ræða síðan hvernig gekk. Mér finnst skemmtilegast að hitta fólk eftir einhvern tíma og heyra: Þú trúir því ekki hvað ég er búin að breyta miklu enda leggja mikla áherslu á hagnýti. Nánari upplýsingar er að finna á hamingjusamari.is.“ vera@frettabladid.is Leitar að styrkleikum Hamingjan er Önnu Jónu Guðmundsdóttur hugleikin en hún heldur námskeið og fyrirlestra í jákvæðri sálfræði sem er ætlað að hjálpa fólki að verða besta útgáfan af sjálfu sér og blómstra. Anna Jóna hjálpar fólki að finna og vinna með styrkleika sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.