Fréttablaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 10
10 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR SAMGÖNGUR Ekki var hægt að taka á móti farþegaflugi á Akureyr- arflugvelli í gærdag sökum verk- falls slökkviliðsmanna. Flugfélag Íslands notaði Húsavíkurflugvöll fyrir innanlandsflug meðan á verk- fallinu stóð. Bíll Slökkviliðs Akur- eyrar á Akureyrarflugvelli var fluttur til Húsavíkur til að sinna þar öryggisstörfum á vellinum. Enginn slökkviliðsbíll var á Akur- eyrarflugvelli á meðan. Sverrir Björn Björnsson, formað- ur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segist halda að slíkt sé á skjön við verkfallsregl- ur. „Ég held að þetta sé brot á öllum verkfallsvenjum og hefðum,“ segir hann. Samningsfundur slökkviliðs- manna og launanefndar sveitar- félaganna stóð yfir í tæpar átta klukkustundir á fimmtudag án sáttar. „Ef menn hefðu náð að ein- beita sér aðeins betur að verkefn- inu hefði þetta getað klárast,“ segir Sverrir. Húsvíkingar tóku farþegum Flugfélags Íslands þó fagnandi. Buðu þeir meðal annars upp á kaffi og kleinur, afslátt í hvalaskoðun og bílferðir á milli staða. „Við erum að fagna því að það sé flogið til Húsavíkur á ný og óskum þess að því verði haldið áfram,“ segir Gunnar Jóhannesson, starfs- maður hjá Fjallasýn Rúnars Óskars- sonar á Húsavík. „Ég er sannfærður um að fast áætlunarflug til Húsavíkur yfir sumartímann myndi fjölga farþeg- um hjá Flugfélagi Íslands.“ Gunnar segir óheppilegt að það þurfi verk- fall til að hefja flug til Húsavíkur að nýju og vonast til að deilur leysist. Ari Fossdal, stöðvarstjóri á Akur- eyrarflugvelli, segir breytingarnar á fluginu hafa gengið vel. „Það eru góðir menn hér á Húsa- vík sem eru að gera þetta mögulegt í dag á meðan verkfallið stendur yfir,“ segir Ari. „Þó þykir mér ólík- legt að fast áætlunarflug til Húsa- víkur yrði arðbært fyrir Flugfélag Íslands.“ - sv Bíll frá Slökkviliði Akureyrar sendur til Húsavíkur: Ekki farið eftir verkfallsvenjum FYRSTA FARÞEGAFLUG VALLARINS Í TÍU ÁR Fyrstu farþegar stíga út úr vél Flugfélags Íslands á flugvellinum á Húsavík. MYND/ÖRLYGUR FORSETI Á FERÐ Barack Obama Bandaríkjaforseti vinkar vegfarend- um þar sem hann fór um í Washing- ton í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Efnahagsbatinn á evrusvæðinu var snarpari á þriðja ársfjórðungi en áætlanir gerðu ráð fyrir og stöðugleiki að færast yfir. Aðstæður eru að skapast til að draga úr aðstoð við fjármálafyrir- tæki á efnahagssvæðinu. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Jean-Claude Trichet, aðalbankastjóra evrópska seðla- bankans, á blaðamannafundi í Frankfurt í Þýskalandi í gær þegar hann tilkynnti um ákvörðun bankastjórnarinnar að halda stýri- vöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 1,0 prósenti. Vextirnir hafa stað- ið óbreyttir frá því í maí í fyrra og hafa aldrei verið lægri. Hann telur þó ekki ástæðu til að hækka vexti á ný á allra næstu mánuðum. Fjármálasérfræðingar taka undir orð seðlabankastjórans í samtali við Bloomberg-fréttaveituna í gær. Þá telja þeir verstu hremmingarn- ar yfirstaðnar á efnahagssvæðinu og vísa til þess að gengi evrunnar hefur styrkst um tíu prósent gagn- vart bandaríkjadal síðastliðna tvo mánuði, evrópska hlutabréfavísi- talan Stoxx 600 hækkað um ellefu prósent á einum mánuði og álag á ruslbréf lækkað verulega. - jab SEÐLABANKASTJÓRINN Stýrivextir verða ekki hækkaðir á evrusvæðinu á allra næstu mánuðum þótt betur ári í efna- hagslífinu, segir Trichet. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Stýrivöxtum haldið óbreyttum á evrusvæðinu fimmtánda mánuðinn í röð: Evruhagkerfið sagt komið fyrir horn KOSOVO, AP Lögregla albanska meirihlutans í Kosovo tekur brátt við öryggisgæslu í serbneska klaustrinu Gracanica, sem er rétt fyrir utan höfuðborgina Pristina. Markus Bentler, yfirmaður her- afla NATO í Kosovo, skýrði frá þessu í gær. Til þessa hafa her- menn frá NATO gætt klausturs- ins, sem hefur mikla sögulega þýðingu fyrir Serba. Klaustr- ið hefur oft orðið fyrir árásum frá albönskum íbúum sem eru Serbum enn reiðir vegna ógnar- stjórnar á tíunda áratugnum. - gb Serbneskt klaustur í Kosovo: Öryggisgæsla í hendur Albana Reykjavíkurborg kallar eftir hugmyndum frá ungu fólki (35 ára og yngri) og býður verkefnastyrki til atvinnu- sköpunar ungs fólks. Umsóknarfrestur er til 1. september. Allar nánari upplýsingar eru á reykjavik.is/vertumed. Prentbúnaðu r Canon prents miðju- og skr ifstofulausnir · Lexmark pren tarar · Heidel berg prentsmiðjul ausnir BETRA VERÐ Nýherji kynnir verðlækkun á Canon-prenturum fyrir skrifstofuna. Nú er rétti tíminn til að endurnýja tækjakostinn. Afkastamiklir prentarar á frábæru verði. Nýherji hf. Borgartún 37 Kaupangur, Akureyri Sími 569 7700 www.netverslun.is LBP7750CDN Afkastamikill litalaserprentari. 30 bls. á mín. í lit og 30 bls. í svarthvítu PCL5c/6 & UFR II stuðningur Innbyggð nettenging Tvíhliða prentun Aðeins 119.900 kr. Áður 154.900 kr. MF8030CN Fjölnota litalaserprentari og skanni fyrir minni skrifstofur. Skannar beint á minnislykil eða yfir í tölvu Innbyggð nettenging Aðeins 69.900 kr. Áður 89.900 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 9 1 0 LBP6650DN Fullkominn laserprentari. 33 bls. á mínútu með PCL5e/6 stuðningi Innbyggð nettenging Tvíhliða prentun 250 bls. pappírsskúffa Aðeins 64.900 kr. Áður 84.900 kr. 22% LÆKKUN 23% LÆKKUN 22% LÆKKUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.