Fréttablaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 16
16 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR AF NETINU Árangurinn ekki jafnslæmur og af er látið Ef maður skoðar árangurinn, blasir við að kreppan er ekki jafn slæm á Íslandi -- hvort sem mælt er í atvinnuleysi eða samdrætti -- en búist var við fyrir- fram, og það sem kemur kannski meira á óvart er að þrátt fyrir hið gífurlega hrun bankanna kemur Ísland ekki verr undan vetri en mörg nágrannalönd okkar í Evrópu. gautieggertsson.blogcentral.is/ Gauti Eggertsson Langdýrasti borgarstjórinn Þá er Jón Gnarr kominn á langdýrasta bíl landsins undir því yfirskyni, að bíllinn eyði bara vetni. Bíllinn kostar tugi milljóna, slær út nýrýku fjárglæfra- mennina. Nýkominn frá Finnlandi, þar sem hann uppgötvaði, að Múmín- pabbinn mælir með Evrópusambandinu. jonas.is Jónas Kristjánsson Gagnrýni Björns Vals Gísla-sonar, þingmanns VG og skip- stjóra í leyfi á Alþingi frá Brim hf. á skipun Runólfs Ágústssonar í starf umboðsmanns skuldara er eftirtektarverð í meira lagi. Skip- un Runólfs væri hluti af gamla valdatímanum, sem Björn Valur sagðist ekki vilja tilheyra. Björn Valur er skipstjóri í leyfi frá Brim hf., og hefur þegið laun sem slíkur eftir að hann tók sæti á Alþingi. Hver gæti til dæmis gleymt því að Björn Valur skrapp á sjóinn hjá Brim hf. í miðri Icesa- ve-deilu alþingismanna? Þann 28. júlí síðastliðinn sagði Björn Valur í viðtali við fjölmiðla að hann væri þreyttur á þing- mennsku og íhugaði að snúa aftur til sjós, þ.e. til starfa hjá Brim hf. eftir árs frí. Þar bíður hans skip- stjórastaða er hann snýr til baka úr störfum sínum á Alþingi. Í ljósi ummæla hans um vinnu- brögð hins gamla valdatíma þá hljóta spurningar að vakna hjá almenningi um hagsmunatengsl Björns Vals og LÍÚ-stórveldisins Brims hf. Er það hluti af nýjum vinnu- brögðum hins nýja valdatíma VG að skipa í nefnd aðila sem hefur beina og sameiginlega fjárhags- lega hagsmuni ásamt sínum vinnuveitanda við endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu? Björn Valur hefur þegið í það minnsta 2,5 milljónir króna í laun frá Brim hf. síðan hann tók sæti á Alþingi. Hvernig má það vera að starfs- maður Brims hf. sé skipaður í nefnd sem fjallar um endurskoð- un fiskveiðistjórnkerfisins og þar af leiðandi um gífurlega fjárhags- lega hagsmuni Brims hf., þaðan sem Björn er í leyfi á meðan hann sinnir þingstörfum? Myndi Björn Valur fórna skipstjórastöðu sinni hjá Brim með því að standa við kosningaloforð VG um innköllun kvótans gegn vilja Brims? Eru það ásættanleg og góð vinnubrögð að skipa slíkan aug- ljósan hagsmunaaðila undir fölsk- um forsendum í mikilvæga nefnd sem fjalla á um mannréttindi, samkeppnisumhverfi og að leita leiða til sátta um fiskveiðistjórn- unarkerfið? Svarið er einfalt og svarið er nei. Þessi vinnubrögð hefðu líklega þótt boðleg á hinum gamla valda- tíma sem Björn Valur vill þó alls ekki tilheyra. Þau eru ekki boðleg því Björn Valur er vanhæfur sem varaformaður og nefndarmaður í starfshópi sem endurskoðar fiskveiðistjórnunarkerfið. Hann hefur ríkra fjárhagslegra hags- muna að gæta sem starfsmaður Brims hf. og er í raun umboðs- laus af hálfu VG í nefndinni þar sem hann hefur sjálfur sagt í fjöl- miðlum að hann geti ekki stutt áform um innköllun kvótans og endurúthlutun á grundvelli jafn- ræðissjónarmiða, það verði að fara aðrar leiðir þegar kemur að endurskoðun fiskveiðistjórnun- arkerfisins. Þar með segir Björn Valur að hann geti ekki fylgt eftir stefnu flokks síns í sjávar- útvegsmálum og sínum eigin lof- orðum frá því fyrir kosningar. Hann fylgir aftur á móti stefnu og hagsmunum vinnuveitanda síns Brims hf. með sóma, enda fór hann inn í nefndina á for- sendum VG en ákvað í miðri á að skipta um hest og þjóna hagsmun- um LÍÚ og vinnuveitanda síns Brims hf. enda liggja fjárhags- legir hagsmunir hans og Brims hf. saman. Björn Valur á að sjá sóma sinn í að segja af sér sem varaformað- ur endurskoðunarnefndar um stjórnun fiskveiða og víkja um leið sem nefndarmaður. Samhliða því ætti Björn Valur að íhuga alvarlega stöðu sína sem þing- maður. Nauðsynlegt er að byggja upp traust almennings á Alþingi og stjórnkerfinu í heild eftir efnahagshrunið. Skipun Björns Vals í umrædda nefnd er ekki til þess fallin að byggja upp traust, þvert á móti þá liggur af henni svo megn óþefur að jafnvel þeir dauðu myndu grípa fyrir vit sér. Það blasir við. Björn Valur vill ekki sjá þær aðferðir sem ein- kenna gamla valdatímann, nema þá auðvitað að hann stundi þær sjálfur. Björn Valur ætti að var- ast að kasta grjóthnullungum úr glerhúsi sínu. Grjótkast úr glerkastala Björns Vals Gíslasonar Minn ágæti samstarfsmað-ur, Ögmundur Jónasson, ritar grein í Morgunblaðið í gær sem vakið hefur hörð viðbrögð og ónotatilfinningu hjá mörgum enda var það trúlega markmiðið. Greinin er ekki málefnaleg og kallar því ekki á málefnaleg við- brögð. Hún lýsir hins vegar und- arlegu viðhorfi sem hættulegt er að sá í viðkvæman svörð. Samlík- ingar og orðaval það sem Ögmund- ur styðst við er ekki sú orðræða sem við þörfnumst nú um stund- ir þegar við stjórnmálamenn og landsmenn allir leggjast á árarn- ar við að byggja upp samfélagið eftir það skipbrot sem við höfum orðið fyrir. Sú staðreynd blasir við að Alþingi Íslendinga samþykkti að óska eftir því við Evrópusambandið að hafn- ar yrðu viðræður um aðild Íslands að sambandinu. Sú beiðni var sam- þykkt. Við göngum keik til þeirra viðræðna enda höfum við ýmislegt fram að færa, eins og Ögmundur bendir réttilega á. Hvað Evrópusam- bandið býður á móti á eftir að koma í ljós. Margt af því þekkjum við nú þegar en úr öðru þarf að vinna eftir því sem viðræðum vindur fram. Á meðan höldum við Íslendingar áfram að sinna okkar viðfangsefn- um og þiggjum þá aðstoð sem okkur býðst og okkur hentar í hverju til- viki. Ég vona að sá tónn sem Ögmund- ur slær í grein sinni sé feilnóta sem ekki verður aftur slegin. Málefnaleg umræða, meðan á aðildarviðræðun- um stendur, er bæði andstæðingum og fylgjendum aðildar til framdrátt- ar. Þá getum við öll staðið upprétt þegar niðurstöður þjóðaratkvæða- greiðslunnar liggja fyrir. Feilnóta í umræðu Endurnýtanlegar orkuauðlindir eins og jarðvarmi og vatnsafl eru ekki á hverju strái og Ísland er afar einstakt varðandi hversu mikla endurnýtanlega orku hér er að finna. Með sívaxandi orkuþörf í heim- inum samhliða nauðsyn þess að draga úr notkun á jarðefnaelds- neyti er hrein orka alltaf að verða verðmætari og verðmætari. En aðgerðir vegna loftslagsbreyting- ar og síaukin orkuþörf eiga eftir að hafa mikil áhrif á orkumarkaðinn og orkuverð í nánustu framtíð. Mikilvægt er að þjóðin geri sér grein fyrir hversu mikilvægar og verðmætar endurnýtanlegar orku- auðlindir eru. Sérstaklega vatns- afl og jarðvarmi. Þrátt fyrir að skuldastaða helstu orkufyrirtækj- anna í dag sé erfið vegna mikilla framkvæmda síðustu ára er afar skammvinn lausn að fá erlend- an gjaldeyri á þann hátt að selja sjálfan nýtingarréttinn. Ef ein- hver fyrirtæki eiga góða burði til þess að standa við skuldbindingar sínar eru það orkufyrirtæki sem nýta endurnýtanlega orku. Slík fyrirtæki geta gengið að viðskiptavinum sínum með vissu, þar sem heimili, fyrirtæki og iðn- aður þurfa alltaf á orku að halda. Ný löggjöf þar sem tryggja verð- ur meirihluta eign hins opinbera yfir orkuauðlindum og nýtingar- rétti þeirra verður að vera skýr og einföld . Það á ekki að vera hægt að kom- ast undan henni með einhverjum klækindum. Við þurfum á slíkri löggjöf að halda sem fyrst til að tryggja að eignarhald á orkuauð- lindum færist ekki á fáar hendur heldur haldist í almannaeigu. Dýrmæt orka Stjórnmál Þórður Már Jónsson lögfræðingur og varaþingmaður Samfylkingar Finnbogi Vikar fulltrúi Hreyfingarinnar í endurskoðunarnefnd um stjórnun fiskveiða Evrópumál Anna Margrét Guðjónsdóttir fyrsti varaþingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi Orkumál Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir orkuverkfræðingur STYRKIR VERÐA VEITTIR TIL BARNA Á ALDRINUM 6–16 ÁRA Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert yfir 250 börnum og fjölskyldum þeirra mögulegt að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. Verndari Vildarbarna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Umsóknarfresturinn er til 1. september 2010. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrsta vetrardag 23. október 2010. Þeir umsækjendur sem ekki hafa fengið úthlutað úr sjóðnum áður ganga fyrir. UMSÓKNIR UM FERÐASTYRKI VILDARBARNA ICELANDAIR Vildarbörn Icelandair
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.