Fréttablaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 79
LAUGARDAGUR 7. ágúst 2010 51 FÓTBOLTI Grindvíkingurinn Gilles Mbang Ondo hefur heldur betur verið í stuði í sumar í þeim fjóru leikjum sem nýi þjálfarinn, Ólaf- ur Örn Bjarnason, hefur verið á staðnum og stjórnað liðinu. Gilles Mbang Ondo skoraði tvö mörk þegar Grindavík vann 3-0 sigur á Fram á fimmtudags- kvöldið. Grindavíkurliðið hefur náð í 10 af 12 mögulegum stigum í þessum fjóru leikjum og skorað tíu mörk gegn fimm. Ondo hefur skorað sjö af þessum tíu mörkum en hann hefur skorað í öllum fjór- um leikjum þar af tvennu í þrem- ur þeirra. Grindavík hefur aðeins náð í tvö stig út úr þeim tíu leikjum þar sem Ólafur Örn var úti í Nor- egi og Gilles náði aðeins að skora eitt mark í þeim. - óój Gilles Mbang Ondo: Sannar sig fyrir Ólafi Erni SJÖ MÖRK Í FJÓRUM LEIKJUM Gilles Ondo hefur farið í gang eftir komu nýja þjálfarans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Íslenska 20 ára lands- liðið tapaði 27-32 á móti Svíum í gær í krossspili um 5.-8. sætið á Evrópumótinu í Slóvakíu og spil- ar því um sjöunda sætið á mót- inu. Ísland mætir því Spáni í dag og hefst leikurinn kl. 18.00 að íslenskum tíma. Svíar unnu seinni hálfleik- inn með átta marka mun, 11-19, og tryggðu sér með því leik um fimmta sætið við Frakka. Ólafur Guðmundsson var langatkvæða- mestur í íslenska liðinu með níu mörk. - óój 20 ára landsliðið á EM: Spila um sjö- unda sætið SUND Bringusundsmaðurinn Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi er kom- inn til Búdapest í Ungverjalandi þar sem að hann hefur keppni á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug á mánudaginn. „Þetta lítur ágætlega út. Það er búið að ganga vel í vetur og ég er búinn að synda betur á flest- um mótum miðað við í fyrra,“ sagði Jakob. Jakob Jóhann hefur verið við æfingar í Canet í Suður- Frakklandi ásamt þjálfara sínum, Jacky Pellerin, en keppt er í úti- laug í Búdapest. „Við vissum að þetta væri utanhúss og þess vegna fórum við til Suður-Frakklands til þess að búa okkur undir hitann,“ segir Jakob. „Við gerðum þetta fyrir heims- meistaramótið í fyrra og þá gekk þetta mjög vel. Ég var orðinn vanur hitanum og leið ekkert illa þegar ég keppti í útilauginni í Róm,“ segir Jakob. Jakob á Íslandsmetin í öllum sundgreinunum og setti hann þau í Róm í fyrra. „Íslandsmetin eiga alveg að geta fallið ef ég næ góðum sundi. Markmið mitt á þessu ári var að fara upp heimslistann miðað við í fyrra,“ segir Jakob sem sér mikinn mun á sumum sundmönn- um þegar þeir mega ekki synda í sundbúningunum. „Þetta hefur ekki haft mikil áhrif á mig því ég er ekki að synda mikið lakara og í raun betur en á flestum mótum miðað við í fyrra. Hjá sumum hefur þetta rosalega mikil áhrif. Sem dæmi um það þá voru 27 manns að synda 100 metra bringusundið undir mínútu en í ár eru það aðeins tveir eða þrír,“ segir Jakob. - óój Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi er eini Íslendingurinn á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug: Búningaleysið hefur ekki áhrif á hann JAKOB JÓHANN SVEINSSON Sunnudagurinn 8. ágúst ÍBV - Haukar kl. 16:00 Hásteinsvöllur Fram - Fylkir kl. 19:15 Laugardalsvöllur Valur - Grindavík kl. 19:15 Vodafonevöllurinn Stjarnan - Selfoss kl. 19:15 Stjörnuvöllur FH – Breiðablik kl. 19:15 Kaplakrikasvöllur Kefl avík - KR kl. 19:15 Sparisjóðsv. Kefl avík Ólafur Örn á staðnum Leikir Grindavíkur 4 Stig Grindavíkur 10 (af 12) Markatala Grindavíkur 10-5 Mörk Gilles Ondo 7 í 4 leikjum Ólafur Örn í Noregi Leikir Grindavíkur 10 Stig Grindavíkur 2 (af 30) Markatala Grindavíkur 6-18 Mörk Gilles Ondo 1 í 9 leikjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.