Fréttablaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 79
LAUGARDAGUR 7. ágúst 2010 51
FÓTBOLTI Grindvíkingurinn Gilles
Mbang Ondo hefur heldur betur
verið í stuði í sumar í þeim fjóru
leikjum sem nýi þjálfarinn, Ólaf-
ur Örn Bjarnason, hefur verið á
staðnum og stjórnað liðinu.
Gilles Mbang Ondo skoraði
tvö mörk þegar Grindavík vann
3-0 sigur á Fram á fimmtudags-
kvöldið.
Grindavíkurliðið hefur náð
í 10 af 12 mögulegum stigum í
þessum fjóru leikjum og skorað
tíu mörk gegn fimm. Ondo hefur
skorað sjö af þessum tíu mörkum
en hann hefur skorað í öllum fjór-
um leikjum þar af tvennu í þrem-
ur þeirra.
Grindavík hefur aðeins náð í
tvö stig út úr þeim tíu leikjum
þar sem Ólafur Örn var úti í Nor-
egi og Gilles náði aðeins að skora
eitt mark í þeim. - óój
Gilles Mbang Ondo:
Sannar sig fyrir
Ólafi Erni
SJÖ MÖRK Í FJÓRUM LEIKJUM Gilles
Ondo hefur farið í gang eftir komu nýja
þjálfarans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HANDBOLTI Íslenska 20 ára lands-
liðið tapaði 27-32 á móti Svíum í
gær í krossspili um 5.-8. sætið á
Evrópumótinu í Slóvakíu og spil-
ar því um sjöunda sætið á mót-
inu. Ísland mætir því Spáni í dag
og hefst leikurinn kl. 18.00 að
íslenskum tíma.
Svíar unnu seinni hálfleik-
inn með átta marka mun, 11-19,
og tryggðu sér með því leik um
fimmta sætið við Frakka. Ólafur
Guðmundsson var langatkvæða-
mestur í íslenska liðinu með níu
mörk. - óój
20 ára landsliðið á EM:
Spila um sjö-
unda sætið
SUND Bringusundsmaðurinn Jakob
Jóhann Sveinsson úr Ægi er kom-
inn til Búdapest í Ungverjalandi
þar sem að hann hefur keppni á
Evrópumeistaramótinu í 50 metra
laug á mánudaginn.
„Þetta lítur ágætlega út. Það
er búið að ganga vel í vetur og ég
er búinn að synda betur á flest-
um mótum miðað við í fyrra,“
sagði Jakob. Jakob Jóhann hefur
verið við æfingar í Canet í Suður-
Frakklandi ásamt þjálfara sínum,
Jacky Pellerin, en keppt er í úti-
laug í Búdapest. „Við vissum að
þetta væri utanhúss og þess vegna
fórum við til Suður-Frakklands til
þess að búa okkur undir hitann,“
segir Jakob.
„Við gerðum þetta fyrir heims-
meistaramótið í fyrra og þá gekk
þetta mjög vel. Ég var orðinn
vanur hitanum og leið ekkert illa
þegar ég keppti í útilauginni í
Róm,“ segir Jakob.
Jakob á Íslandsmetin í öllum
sundgreinunum og setti hann þau
í Róm í fyrra. „Íslandsmetin eiga
alveg að geta fallið ef ég næ góðum
sundi. Markmið mitt á þessu ári
var að fara upp heimslistann miðað
við í fyrra,“ segir Jakob sem sér
mikinn mun á sumum sundmönn-
um þegar þeir mega ekki synda í
sundbúningunum.
„Þetta hefur ekki haft mikil
áhrif á mig því ég er ekki að synda
mikið lakara og í raun betur en á
flestum mótum miðað við í fyrra.
Hjá sumum hefur þetta rosalega
mikil áhrif. Sem dæmi um það þá
voru 27 manns að synda 100 metra
bringusundið undir mínútu en í
ár eru það aðeins tveir eða þrír,“
segir Jakob. - óój
Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi er eini Íslendingurinn á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug:
Búningaleysið hefur ekki áhrif á hann
JAKOB JÓHANN SVEINSSON
Sunnudagurinn 8. ágúst
ÍBV - Haukar kl. 16:00
Hásteinsvöllur
Fram - Fylkir kl. 19:15
Laugardalsvöllur
Valur - Grindavík kl. 19:15
Vodafonevöllurinn
Stjarnan - Selfoss kl. 19:15
Stjörnuvöllur
FH – Breiðablik kl. 19:15
Kaplakrikasvöllur
Kefl avík - KR kl. 19:15
Sparisjóðsv. Kefl avík
Ólafur Örn á staðnum
Leikir Grindavíkur 4
Stig Grindavíkur 10 (af 12)
Markatala Grindavíkur 10-5
Mörk Gilles Ondo 7 í 4 leikjum
Ólafur Örn í Noregi
Leikir Grindavíkur 10
Stig Grindavíkur 2 (af 30)
Markatala Grindavíkur 6-18
Mörk Gilles Ondo 1 í 9 leikjum