Fréttablaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 62
34 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR ■ Á uppleið Múmínálfarn- ir Bæði Björk og borgarstjórinn í Reykjavík virðast vera í nánum andlegum tengslum við íbúa Múmíndals. Svo ku höfundur- inn, Tove Jans- son, hafa verið samkyn- hneigð sem á afar vel við í dag. Raggi Bjarna brúar kynslóðabilið á glæst- an hátt með því að taka lagið með Erpi Eyvind- arsyni á nýrri plötu og gerir allt vitlaust á tón- leikum með Retro Stefson. Pepsi-deildin Síðasta áratuginn eða svo hefur Íslandsmótið í knattspyrnu verið grín og ekkert spennandi frá því um miðjan júní. Núna virðast um það bil tíu lið eiga mögu- leika á sigri, sem er gott. ■ Á niðurleið Kubb Það er ekkert töff við að spila Kubb dagana langa á túnum borg- arinnar lengur. Hvers vegna? Vegna þess að allir eru að því. Hipsterar Það er heldur ekki frum- legt að klæða sig eins og dósasafn- ari í Tallin á sjö- unda áratugnum. Kominn tími til að grafa skræpótta krumpugallann og ennisbandið úti í garði og leyfa þeim að hvíla í friði. Sumarið er ekki alveg farið en því miður sér fyrir end- ann á sældinni. Njótum þess meðan við getum. MYNDBROT ÚR DEGI | miðvikudaginn 4. ágúst | Myndir teknar á Olympus FE-26 Dagur dugmikils göngustjóra Allar góðar göngur þarfnast stjóra og Sesselja María Morthensen sálfræðinemi er ein þeirra sem gegnir því hlutverki í fyrsta sinn í ár. Hún smellti af nokkrum myndum á góðviðrisdegi sem einkenndist af undirbúningi og skipulagningu göngunnar. 6 Um kvöldið var síðan Draggkeppni Íslands haldin í þrett-ánda skipti. Ég var að sjá keppnina í fyrsta skipti. Hér er ég með Guðnýju Ósk Sigurbjarnardóttur, Ninna Redneck, draggkóngi 2009 og Guðmundi Smára Veigarssyni.5 Eftir uppröðunina hitti ég vinkonu mína sem hefur verið í Svíþjóð í námi. Við fengum okkur sushi saman á Sushi-barnum. Mér tókst að gleyma símanum mínum heima og kom það sér sérlega vel að vera ekkert truflaðar á meðan við gæddum okkur á matnum og spjölluðum. 4 Þar sem sólin skein á okkur ákváðum við að funda úti á palli. Það vildi þó ekki betur til en svo að mér tókst að missa húslyklana beinustu leið inn í rósarunna. Sem betur fer var ekki mikið mál að veiða þá út aftur. 3 Um hádegið hittumst við Helga Kristjana Bjarnadóttir og fórum yfir uppröðunina í göngunni. Það hefur skapast ákveðin hefð með sum atriði en flestir eru þó með eitthvað nýtt á hverju ári. 2 Hér er ég á fundi með stjórn og samstarfsnefndum Hinseg-in daga.1 Dagurinn byrjaði snemma sem er óvanalegt fyrir mig, en veðrið var frábært svo það var ósköp ljúft að komast út. Ég elska að búa í miðbænum og geta rölt um og notið þess að það er stutt í allt sem ég þarf. MÆLISTIKAN Kr. 49.900 Flugsæti 17. – 28. ágúst og 28. ágúst – 7. sept. Netverð á mann. Kr. 84.900 - Balmoral **+ með fullu fæði Balmoral **+ með hálfu fæði. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi í 10 nætur með hálfu fæð. Verð m.v. 2 í herbergi kr. 104.900.- á mann með hálfu fæði m. Sértilboð 28. ágúst Ótrúleg kjör! Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum í spennandi sumarleyfisferðir til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Salan hefst í dag og lýkur á þriðjudaginn kl. 12. Fjölbreytt gisting í boði á ótrúlegum kjörum. Costa del Sol býður allt það helsta sem maður getur óskað sér í fríinu. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað í sumarfríinu. Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða og herbergja í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Costa del Sol Síðustu sætin í ágúst á einstöku tilboði. Sala hefst í dag og lýkur kl. 12 þriðjudaginn 10. ágúst eða meðan birgðir endast. Frá kr. 49.900 Frá kr. 84.900 með hálfu fæði í 10 daga ferð. Kr. 99.900 Hotel Roc Flamingo *** með „öllu inniföldu” Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu- herbergi með “öllu inniföldu” í 10 nætur. Verð mv. 2 í herbergi kr. 119.900.- Sértilboð 28. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.