Fréttablaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 07.08.2010, Blaðsíða 74
46 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR BIRNA Concept Shop Skólavörðustíg 2 Sími 445 2020 www.birna.net Opið lau. kl. 11–17 Sun. kl. 13–17 ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR ÚTSÖLULOK í dreifnámi (fjarnám á netinu með staðbundnum lotum) Næsta plata hljómsveitarinnar Weezer nefnist Hurley og kemur út um miðjan september. Þetta verður áttunda plata sveitarinn- ar og fylgir hún í kjölfar Raditude sem kom út í fyrra. Weezer yfir- gaf útgáfurisann Geffen á síðasta ári og kemur nýja platan út hjá fyrirtækinu Epitaph Records. „Á þessum tímapunkti á ferli okkar þurfum við ekki á stóru plötufyrir- tæki að halda,“ sagði forsprakkinn Rivers Cuomo. Tónlistarmaðurinn Ryan Adams tók þátt í að semja eitt lag á plötunni. Þar verður einnig lagið Time Flies eftir Mac Davis, höfund In The Ghetto með Elvis Presley frá árinu 1969. Nýja Weezer-platan heitir Hurley Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs er leikarinn Leonardo DiCaprio að skipuleggja bónorð um þessar mundir. DiCaprio, sem hefur verið með ísraelsku ofurfyrirsætunni Bar Rafaeli í um fimm ár, fær aðstoð hjá móður sinni við að velja hinn fullkomna hring sem honum þykir Rafaeli eiga skilið. „Hann er loksins tilbúinn að skuldbindast Rafaeli og gera sam- bandið opinbert. DiCaprio hefur sagt nánustu vinum sínum frá plön- um sínum og að móðir hans aðstoði hann við að velja hringinn,“ er haft eftir heimildarmanni. Hjartaknúsarinn, sem hefur átt í sambandi við nokkrar fegurðar- dísirnar þar með talið Gisele Bund- chen, hefur ákveðið að selja villu sína í Hollywood og kaupa hús með verðandi unnustu sinni. „Hann bað hana að flytja inn til sín. Rafaeli er alveg til í að eyða nótt og nótt í pip- arsveinaíbúð hans en hún gæti ekki hugsað sér að búa þar,“ er haft eftir heimildarmanni. Það er greini- legt að DiCaprio er að komast yfir skuldbindingahræðslu sína og það tók hann ekki nema heil fimm ár. Enginn vafi á því að biðin var þess virði fyrir ofurfyrirsætuna. Tilbúinn að skuldbinda sig Robin Wright hefur verið ráðin í hlutverk Eriku Berger í banda- rísku útgáfunni af Karlar sem hata konur. Persóna Berger er ritstjóri tímaritsins Milleni- um og ástkona blaðamannsins Mikaels Blomkvist, sem Daniel Craig mun leika. Enn á eftir að ráða í hlutverk Lisbeth Saland- er. Wright hefur á ferilskránni myndir á borð við Forrest Gump, Unbreakable og State of Play. Stutt er síðan hún skildi formlega við leikarann Sean Penn, eiginmann sinn til margra ára. Leikstjóri Karla sem hata konur verður David Fincher, maðurinn á bak við Fight Club, Seven og The Curious Case of Benjamin Button. Robin Wright sem Erika Berger ROBIN WRIGHT Leikkonan hefur verið ráðin í hlutverk Eriku Berger í Karlar sem hata konur. HJARTAKNÚSARINN Leikarinn er um þessar myndir að plana bónorð og fær aðstoð móður sinnar við að velja fullkominn hring. RIVERS CUOMO Áttunda plata Weezer nefnist Hurley og kemur út um miðjan næsta mánuð. Leikkonan Kristen Stewart, sem hefur gert garðinn frægan í Twi- light-myndunum vinsælu, er dauðhrædd við að spreyta sig í karókí. Hún segist aldrei hafa komist í gegnum eitt lag í kar- ókí á ævi sinni og vill helst ekki prófa aftur. „Ég vil helst aldrei aftur fara í karókí. Ég er virki- lega hrædd við það,“ sagði Stew- art, sem er tvítug. „Í hvert skipti sem ég prófa syng ég kannski tvær setningar og síðan enda ég á því að tala það sem eftir er. Ég fer hjá mér bara að tala um þetta,“ sagði hún. Stewart sést næst á hvíta tjaldinu í myndinni Welcome to the Rileys þar sem James Gandolfini og Melissa Leo eru einnig í stórum hlutverkum. Ekki hrifin af karókí KRISTEN STEWART Leikkonan er ekki hrifin af karókí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.