Fréttablaðið - 07.08.2010, Side 10
10 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR
SAMGÖNGUR Ekki var hægt að taka
á móti farþegaflugi á Akureyr-
arflugvelli í gærdag sökum verk-
falls slökkviliðsmanna. Flugfélag
Íslands notaði Húsavíkurflugvöll
fyrir innanlandsflug meðan á verk-
fallinu stóð. Bíll Slökkviliðs Akur-
eyrar á Akureyrarflugvelli var
fluttur til Húsavíkur til að sinna
þar öryggisstörfum á vellinum.
Enginn slökkviliðsbíll var á Akur-
eyrarflugvelli á meðan.
Sverrir Björn Björnsson, formað-
ur Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna, segist halda
að slíkt sé á skjön við verkfallsregl-
ur.
„Ég held að þetta sé brot á öllum
verkfallsvenjum og hefðum,“ segir
hann.
Samningsfundur slökkviliðs-
manna og launanefndar sveitar-
félaganna stóð yfir í tæpar átta
klukkustundir á fimmtudag án
sáttar. „Ef menn hefðu náð að ein-
beita sér aðeins betur að verkefn-
inu hefði þetta getað klárast,“ segir
Sverrir.
Húsvíkingar tóku farþegum
Flugfélags Íslands þó fagnandi.
Buðu þeir meðal annars upp á kaffi
og kleinur, afslátt í hvalaskoðun og
bílferðir á milli staða.
„Við erum að fagna því að það sé
flogið til Húsavíkur á ný og óskum
þess að því verði haldið áfram,“
segir Gunnar Jóhannesson, starfs-
maður hjá Fjallasýn Rúnars Óskars-
sonar á Húsavík.
„Ég er sannfærður um að fast
áætlunarflug til Húsavíkur yfir
sumartímann myndi fjölga farþeg-
um hjá Flugfélagi Íslands.“ Gunnar
segir óheppilegt að það þurfi verk-
fall til að hefja flug til Húsavíkur að
nýju og vonast til að deilur leysist.
Ari Fossdal, stöðvarstjóri á Akur-
eyrarflugvelli, segir breytingarnar
á fluginu hafa gengið vel.
„Það eru góðir menn hér á Húsa-
vík sem eru að gera þetta mögulegt
í dag á meðan verkfallið stendur
yfir,“ segir Ari. „Þó þykir mér ólík-
legt að fast áætlunarflug til Húsa-
víkur yrði arðbært fyrir Flugfélag
Íslands.“ - sv
Bíll frá Slökkviliði Akureyrar sendur til Húsavíkur:
Ekki farið eftir
verkfallsvenjum
FYRSTA FARÞEGAFLUG VALLARINS Í TÍU ÁR Fyrstu farþegar stíga út úr vél Flugfélags
Íslands á flugvellinum á Húsavík. MYND/ÖRLYGUR
FORSETI Á FERÐ Barack Obama
Bandaríkjaforseti vinkar vegfarend-
um þar sem hann fór um í Washing-
ton í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EFNAHAGSMÁL Efnahagsbatinn á
evrusvæðinu var snarpari á þriðja
ársfjórðungi en áætlanir gerðu
ráð fyrir og stöðugleiki að færast
yfir. Aðstæður eru að skapast til að
draga úr aðstoð við fjármálafyrir-
tæki á efnahagssvæðinu.
Þetta er á meðal þess sem fram
kom í máli Jean-Claude Trichet,
aðalbankastjóra evrópska seðla-
bankans, á blaðamannafundi í
Frankfurt í Þýskalandi í gær
þegar hann tilkynnti um ákvörðun
bankastjórnarinnar að halda stýri-
vöxtum á evrusvæðinu óbreyttum
í 1,0 prósenti. Vextirnir hafa stað-
ið óbreyttir frá því í maí í fyrra og
hafa aldrei verið lægri. Hann telur
þó ekki ástæðu til að hækka vexti á
ný á allra næstu mánuðum.
Fjármálasérfræðingar taka undir
orð seðlabankastjórans í samtali
við Bloomberg-fréttaveituna í gær.
Þá telja þeir verstu hremmingarn-
ar yfirstaðnar á efnahagssvæðinu
og vísa til þess að gengi evrunnar
hefur styrkst um tíu prósent gagn-
vart bandaríkjadal síðastliðna tvo
mánuði, evrópska hlutabréfavísi-
talan Stoxx 600 hækkað um ellefu
prósent á einum mánuði og álag á
ruslbréf lækkað verulega. - jab
SEÐLABANKASTJÓRINN Stýrivextir verða
ekki hækkaðir á evrusvæðinu á allra
næstu mánuðum þótt betur ári í efna-
hagslífinu, segir Trichet. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Stýrivöxtum haldið óbreyttum á evrusvæðinu fimmtánda mánuðinn í röð:
Evruhagkerfið sagt komið fyrir horn
KOSOVO, AP Lögregla albanska
meirihlutans í Kosovo tekur brátt
við öryggisgæslu í serbneska
klaustrinu Gracanica, sem er rétt
fyrir utan höfuðborgina Pristina.
Markus Bentler, yfirmaður her-
afla NATO í Kosovo, skýrði frá
þessu í gær. Til þessa hafa her-
menn frá NATO gætt klausturs-
ins, sem hefur mikla sögulega
þýðingu fyrir Serba. Klaustr-
ið hefur oft orðið fyrir árásum
frá albönskum íbúum sem eru
Serbum enn reiðir vegna ógnar-
stjórnar á tíunda áratugnum. - gb
Serbneskt klaustur í Kosovo:
Öryggisgæsla í
hendur Albana
Reykjavíkurborg kallar eftir
hugmyndum frá ungu fólki
(35 ára og yngri) og býður
verkefnastyrki til atvinnu-
sköpunar ungs fólks.
Umsóknarfrestur er til
1. september. Allar nánari
upplýsingar eru á
reykjavik.is/vertumed.
Prentbúnaðu
r
Canon prents
miðju- og skr
ifstofulausnir
·
Lexmark pren
tarar · Heidel
berg
prentsmiðjul
ausnir
BETRA VERÐ Nýherji kynnir verðlækkun á Canon-prenturum fyrir skrifstofuna. Nú er rétti tíminn til að endurnýja tækjakostinn. Afkastamiklir prentarar á frábæru verði.
Nýherji hf. Borgartún 37 Kaupangur, Akureyri Sími 569 7700 www.netverslun.is
LBP7750CDN
Afkastamikill litalaserprentari.
30 bls. á mín. í lit og 30 bls. í svarthvítu
PCL5c/6 & UFR II stuðningur
Innbyggð nettenging
Tvíhliða prentun
Aðeins 119.900 kr.
Áður 154.900 kr.
MF8030CN
Fjölnota litalaserprentari og skanni fyrir
minni skrifstofur.
Skannar beint á minnislykil eða yfir í tölvu
Innbyggð nettenging
Aðeins 69.900 kr.
Áður 89.900 kr.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
2
9
1
0
LBP6650DN
Fullkominn laserprentari.
33 bls. á mínútu með PCL5e/6 stuðningi
Innbyggð nettenging
Tvíhliða prentun
250 bls. pappírsskúffa
Aðeins 64.900 kr.
Áður 84.900 kr.
22%
LÆKKUN
23%
LÆKKUN
22%
LÆKKUN