Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 12
12 13. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Nýjasti kaflinn í langri sögu, um hvað hver vissi og hvenær um gögn Seðla- bankans um heimild til gengistryggingar, er sá að ráðuneytisstjóri viðskipta- ráðuneytisins hafi vitað um málið strax í maí. Ekki næst í Jónínu S. Lárusdótt- ur í gegnum ráðuneytið og þar er ekki vitað hvort hún deildi upplýsingunum með fleirum. Hér að neðan er sagan rakin. 5. maí Kastljós RÚV fjallar um lögmæti erlendra lána. 6. maí Seðlabankinn biður um álit Lex. 12. maí Álit Lex berst til Sigríðar Loga- dóttur/Seðlabanka Íslands. Þar segir: „Að okkar mati er ljóst að óheimilt er að binda skuldbind- ingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Slíkt hefur þó engin áhrif á heimildir til að taka lán í erlendri mynt.“ Í tilkynningu frá Seðlabankanum, 9. ágúst, er lögð áhersla á að þetta álit hafi ekki falið í sér neina skoðun á útlánasöfnum bankanna, né á því hvort myntkörfulán bankanna séu erlend lán eða ekki. 18. maí Dagsetning minnisblaðs Sigríðar Logadóttur, aðallögfræðings Seðlabankans. Þar segir hún að „töluverð lagaleg óvissa ríki um álitaefnið“. Sigríður segir að lokum að hún taki undir álit Lex, en „hafa verður þó í huga að ekki eru allir lögfræð- ingar sammála um þessa túlkun og munu dómstólar eiga síðasta orðið reyni á álitaefnið fyrir dómstólum“. Í maí ræða starfsmenn Seðla- banka og viðskiptaráðuneytis þessi mál sín á milli. Jónína S. Lárus- dóttir, ráðuneytisstjóri viðskipta- ráðuneytisins, biður Sigríði Rafnar Pétursdóttur, lögfræðing ráðuneyt- isins, að vinna minnisblað um lán- veitingar í erlendri mynt. Sigríð- ur Rafnar biður Seðlabankann um aðstoð. 27. maí Sigríður Rafnar fær álit Lex frá Seðlabankanum, „aðeins til eigin nota“, segir ráðuneytið. Sigríð- ur Rafnar sendir álitið til Jónínu ráðuneytisstjóra. 9. júní Minnisblað Sigríðar Rafnar Pét- ursdóttur, lögfræð- ings viðskipta- ráðuneytisins, til ráðuneytis- stjóra viðskipta- ráðuneytis. Sig- ríður Rafnar telur þar að lög um vexti og verðtryggingu og lög um neyt- endalán banni ekki lánveit- ingar í erlendri mynt, tengdar gengi erlendra gjaldmiðla. Hins vegar sé verð- trygging á lánum í íslenskum krón- um „aðeins heimil ef grundvöllur verðtryggingarinnar er vísitala neysluverðs“. Álitaefni geti verið í hvert sinn, hvort lán sé í erlendum gjaldmiðli eða í íslenskum krón- um. Þetta komi til álita fyrir dóm- stólum. 12. júní Sigríður Logadóttir sendir Sigríði Rafnar tölvupóst með endursögn af minnisblaði sínu, sem reifar álit Lex. Ekki minnisblaðið sjálft. Ráðuneytisstjóri fær afrit af póst- inum frá sigríði Rafnar. 14. júní Hæstiréttur dæmir gengistrygg- ingu lána ólögmæta. 24. júní Ráðherra er kynnt efni minnisblaðs Sigríðar Rafnar, samkvæmt tilkynningu viðskiptaráðu- neytis. Samkvæmt upp- lýsingum frá viðskipta- ráðuneytinu var ráðherra ennfremur greint frá því að sérfræðingur ráðuneyt- isins hefði fengið minnis- blað Lex sent frá Seðla- bankanum í trúnaði. Þá var honum sagt að það gengi í sömu átt og minn- isblað ráðuneytisins. Hann mun hafa stuðst við minnisblað ráðu- neytisins þegar hann svarar Ragnheiði Rík- harðsdóttur 1. júlí. 1. júlí Ragnheiður Ríkharðs- dóttir þingmaður spyr viðskipta- ráðherra á Alþingi hvort hann telji lögmæti myntkörfulána, lán sem séu „í raun hrein krónulán en með erlendu viðmiði“ hafið yfir allan vafa. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra svarar Ragnheiði með því að tala um lögmæti lána í erlendri mynt og segir lögfræðinga „bæði í við- skiptaráðuneytinu og annars stað- ar í stjórnsýslunni vitaskuld hafa skoðað það mál. Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt. En það er auðvitað ekki framkvæmdarvalds- ins að skera úr um það.“ Svo segir Gylfi: „Telji einhverjir að þessi lán séu ólögmæt þá ligg[ur] beinast við að dómstólar skeri úr um það.“ 5. júlí Fundur efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar Alþingis um dóm Hæstaréttar. Spurningar lagð- ar fyrir FME og Seðlabankann. 27. og 30. júlí Svör berast frá FME og Seðla- banka. Þingmenn stjórnarand- stöðu vekja síðar máls á gögnum Seðlabanka. Hreyfingin telur að með þessa vitneskju hefði getað verið meirihluti á þingi fyrir því á sínum tíma að leiðrétta skuldir ein- staklinga frekar en að „etja fólki út í dómsmál“. Seint í júlí Jónína S. Lárusdóttir hættir sem ráðuneytisstjóri og er ráðin fram- kvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion banka. 10. ágúst Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra segir á RÚV að það sé „mjög óvenjulegt fyrirkomulag“ að Seðla- bankinn hafi ákveðið að „upplýsa ekki ráðherra um þetta og afhenda lögfræðingi í viðskiptaráðuneyt- inu þetta með þessum formerkj- um“. Sjálfur hafi hann ekki vitað um álitið fyrr en síðsumars eða um haustið. Í sama þætti segir Gylfi um svör sín við fyrirspurn Ragn- heiðar Ríkharðsdóttur frá 1. júlí: „Ég get ekki séð að ég hafi á neinn hátt gefið misvísandi upplýsingar. Þvert á móti sagði ég einfaldlega það, sem ég vissi að væri rétt.“ Sama dag segir Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra það óeðli- legt að henni hafi ekki verið kynnt álitið og krefur seðlabankastjóra skýringa, sem nú er unnið að. 11. ágúst Sigríður Logadóttir segir í Frétta- blaðinu að enginn fyrirvari hafi verið gerður um notkun viðskipta- ráðuneytisins á tölvupósti sem hún sendi. Hins vegar hafi álit Lex ekki átt að fara víðar, enda tíðkist ekki að dreifa slíkum álitum á aðrar stofnanir. 12. ágúst Benedikt Stefánsson, aðstoðarmað- ur ráðherra, segir við Fréttablað- ið að Sigríður Rafnar hafi talið að trúnaður ætti að gilda um öll skjöl- in, en væntingar Seðlabanka hafi, eftir á að hyggja, verið aðrar. Þetta sé misskilningur milli stofnana. Sama dag segir Sigríður Rafn- ar við Morgunblaðið að hún hafi kynnt ráðuneytisstjóra gögnin um leið og hún fékk þau. 13. ágúst Benedikt Stefánsson staðfestir við Fréttablaðið að Jónína hafi feng- ið skjölin þegar þau bárust Sigríði Rafnar. Hann getur ekki svarað fyrir hvort Jónína hafi sent skeyt- in víðar, því hún hafi lokað fyrir tölvupóst sinn þegar hún hætti sem ráðuneytisstjóri. Hann vill ekki greina frá samtölum við hana um þetta, né gefa upp síma Jónínu. Sigríður Rafnar vill ekki tala við Fréttablaðið og Gylfi ráðherra er utan símasambands. Stoppar á fyrrum ráðuneytisstjóra FRÉTTASKÝRING: Hver er ferill samskipta og fullyrðinga um gögn Seðlabankans um heimild til gengistryggingar? JÓNÍNA S. LÁRUSDÓTTIR GYLFI MAGNÚSSON RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR M I N N I S B L A Ð Til: S eðlabanki Íslan ds / Sigríðar Lo gadóttur Frá: L EX / Dags: 1 2. maí 2009 Efni: H eimildir til verðt ryggingar samk væmt lögum nr . 38/2001 um v exti og verðtryggingu I. „Auðvitað fer vægi álits eftir því hvernig það er rökstutt. En sá sem biður um álit, hann leggur ákveðnar forsend- ur fyrir þann sem gefur álitið. Álitið getur verið pottþétt miðað við þessar forsendur. Hins vegar getur verið að það megi skoða málið frá öðru sjónarhorni og þá gæti vægi álitsins rýrnað,“ segir Sigurður Líndal lagaprófessor. „Álit er aldrei ígildi dóms, því fyrir dómi hafa tveir aðilar lagt fram sitt mál og rökstutt og þau eru þar vegin og metin,“ segir hann. Rétt hafi verið af Seðlabankanum að birta ekki álitið opinberlega. „Því með því væri Seðla- bankinn að gefa þessu aukið vægi. Álit Seðlabankans vegur auðvitað meira en einnar lögmannsstofu,“ segir hann. Sigurður setur frekar spurningarmerki við afdrif málsins eftir að það kom í viðskiptaráðuneytið. „Ef Seðlabankinn myndi senda mér svona mikið mál þá myndi ég vilja fá leyfi til að segja ráðherranum persónulega frá því, ég gæti ekki annað. Ég myndi ekki einu sinni nota tölvupóst,“ segir hann. Ráðuneytisstjórinn hefði því átt að fara lengra með málið. En hvað hefði gerst ef þetta hefði orðið opinbert á sínum tíma? „Miðað við þessa ruglingslegu umræðu hefði þetta getað haft mjög truflandi áhrif á fjármálalífið,“ segir Sigurður. Hefði ráðherra sagt frá álitinu hefðu skuldarar ekki viljað borga og svo framvegis. Það hefði því verið afar varhugavert. Ráðherra hefði ef til vill átt að funda í trúnaði með bankastjór- um viðskiptabankanna og reyna að knýja þá til aðgerða. Lögfræðiálit er ekki ígildi dóms SIGURÐUR LÍNDAL Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur minnir á að ráðherra beri pólitíska ábyrgð á sínum málaflokki og því sem embættismenn undir honum vinna að. „Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ber ráðherra ábyrgð gagn- vart þinginu og verður að svara fyrir það,“ segir Birgir og nefnir sem dæmi að ef forveri Gylfa, Björgvin G. Sigurðsson, segðist ekki hafa vitað neitt í aðdraganda bankahrunsins, þá væri það engin afsökun. „Það var á ábyrgð Björgvins að vita meira. Það má líka segja sem svo að Gylfi hefði mátt vita meira um þetta mál en hann vissi. Það mætti ræða það. En ég fæ ekki séð að hann hafi verið að villa fyrir eða segja ósatt.“ Birgir á bágt með að sjá að þetta kalli á afsögn ráðherra, eins og sumir hafa haldið fram. „Ég held að það þurfi nú margir að segja af sér ef þetta á að vera afsagnarsök.“ Hefði átt að vita meira um málaflokkinn BIRGIR HERMANNSSON Klemens Ólafur Þrastarson klemens@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.