Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 16
16 13. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Talið er nú að vel á annað hundrað aðilar séu handhafar kvóta til fisk- veiða í landhelgi Íslands. Allt frá því að það fyrirkomulag var tekið upp, sem sjálfsagt var til að hamla gegn ofveiði, hefur átt sér stað sífelld og vaxandi tog- streita um þessi kvótaréttindi. Var kvót- inn bundinn við ákveðin skip, en án þess þó að það skip þyrfti endilega að veiða hann. Vandræðin hófust þegar þeir sem fengu kvótann ókeypis fóru að selja þessi réttindi dýrum dómum sín í milli og slá lán í fjármálastofnunum út á óveiddan fisk. Stundum tíðkaðist að hafa skipin bundin við bryggju og leigja kvótann eða selja. Nú er útgerðin sem heild stórskuld- ug, sem bendir til að einhvers staðar hafi verið maðkur í mysunni. Og ýmislegt fleira er nú til ama. Í fyrsta lagi hafa núverandi stjórn- völd verið með tilburði til að koma á svonefndri fyrningarleið í sjávarút- vegi til þess að vinda ofan af því mis- rétti og svindli sem þar viðgengst og tryggja að þjóðin fái sanngjarnan arð af þessari auðlind sinni. Í öðru lagi hefur Alþingi samþykkt að sækja um aðild að ESB. Með aðild að ESB myndi evran trú- lega verða okkar framtíðargjaldmiðill, þar sem stjórnvöld gætu ekki hringlað með gengið eins og gert hefur verið með vesalings krónuna okkar eftir stundar- hagsmunum LÍÚ á umliðnum árum. En kannski eiga einhverjir slíka drauma? Þess vegna var landsfundur Sjálfstæð- isflokksins látinn samþykkja að draga ætti þessa umsókn Alþingis til baka taf- arlaust. Miklu moldroki er þyrlað upp til að ófrægja ESB og fátt til sparað. Í slagtogi með þessu liði er svo bænda- forystan sem telur sér ógnað með því að missa núverandi styrkjakerfi, þótt vitað sé að Ísland fellur allt undir ákvæði ESB um búskap á norðlægum slóðum og þau fríðindi sem því fylgja. Þetta nýja blá- rauð-græna bandalag er samstiga félags- skapur sem nefnir sig „Heimssýn“ (mjög táknrænt nafn). Þar að auki hafa ýmsar tegundir af þjóðrembukverúlöntum vilj- að láta rödd sína heyrast í þessum end- emis „þjóðkór“. Merkisberi þessarar fylkingar er svo sjálft Morgunblaðið, sem reyndar berst í bökkum fjárhags- lega og lifir eins og tilberi á spena hinna stórskuldugu útgerðarkónga og -drottn- inga Íslands. Hverjir vilja hringla með gengið? Þjóðmál Sigmar Hróbjartsson ellilífeyrisþegi Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is Tilboð kr. 690.000 ÆGISVAGN (fullt verð kr. 1.190.000) Erum að selja 2010 árgerð af Ægisvögnum okkar sem voru í leigu hjá okkur í sumar. ÆGIR 690.000,- kr. TILBOÐ Í kröppum dansi Jón Bjarnason, landbúnaðarráðherra, hefur legið undir ámæli undanfarna daga vegna hins svokallaða mjólkur- frumvarps. Jón hefur verið tregur til að tjá sig um frumvarpið í fjölmiðlum en í kvöldfréttum RÚV á þriðjudags- kvöld var borin undir hann sú gagnrýni sem komið hefur fram á frumvarpið en Samkeppniseftir- litið hefur til að mynda sagt það festa í sessi fákeppni á mjólkur- markaði. Góð og slæm fákeppni Forvitnilegt var að fylgjast með því hvernig Jón svaraði þessari gagnrýni. Aðspurður gagnrýndi hann Samkeppniseftirlitið á móti fyrir að hafa staðið þannig að málum að hér ríki nánast fullkomin fákeppni á matvörumarkaði. Sá málflutningur verður ekki skilinn öðruvísi en að honum finnist fákeppni á matvöru- markaði hið versta mál en fákeppni á mjólkurmarkaði hið besta mál. Venesúela eða Kúba? Guðlaugur Þór Þórðar- son þingmaður birti grein á vefmiðlinum Pressunni á miðvikudag þar sem hann telur upp nokkur atriði sem hann virðist telja axarsköft núver- andi ríkisstjórnar. Guðlaugur klykkir út með því að lýsa yfir að þetta séu ekki fréttir frá Venesúela eða Kúbu heldur frá Íslandi Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Síðasta atriðið sem Guð- laugur telur upp áður en hann nefnir Venesúela og Kúbu er að utanríkisráðherra hafi kennt stækkunarstjóra ESB Evrópufræði. Vandséð er af hverju slíkar fréttir ættu að berast frá téðum löndum. magnusl@frettabladid.isB aráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi og barnaníði má aldrei linna. Um aldir lágu kynferðisglæpir í algeru þagnargildi. Þannig sátu þolendur uppi aleinir með afleiðingar þess níðs sem þeir höfðu orðið fyrir og ger- endur fengu iðulega að halda áfram iðju sinni óáreittir. Umhverfið snéri sér bara undan og þóttist ekki sjá og vita. Kynferðisglæpir hafa þrifist í skjóli valds og því miður einnig í skjóli þeirra sem eiga að liðsinna og hjálpa. Þannig hefur kynferðis- legt ofbeldi því miður þrifist innan kirkjunnar um aldir. Íslenska þjóðkirkjan hefur undanfarin misseri glímt við nokkur slík mál, bæði ný og gömul. Þegar kona sakaði þáverandi biskup, Ólaf Skúlason, um tilraun til nauðgunar meðan hann var sóknar- prestur fyrir fjórtán árum hafði kirkjan enga burði til að taka á málinu. Sem betur fer hefur kirkjan þroskast síðan og komið hefur verið upp formlegum far- vegi fyrir slík mál. Íslenska þjóðkirkjan verður að halda áfram á þessari braut. Nú er formlegi farvegurinn til staðar en svo virðist sem enn vanti hugrekki til að vinna í kynferðisbrota- málum af einurð. Um það vitnar til dæmis sú leynd sem reynt er að viðhafa um störf og verkefni fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Þegnar þjóðkirkjunnar hljóta að eiga rétt á að fá upplýsingar um fjölda og umfang slíkra brota innan kirkju þeirra. Formaður ráðsins hefur sagt að ákvörðunin verði endurskoðuð að loknum sumarleyfum. Vonandi fer þá fagráðið í gegnum starfshætti sína og ákveður að vinna á opinn hátt. Í fyrra var einum starfsmann í æskulýðsstarfi vikið úr starfi vegna kynferðisbrota. Málinu var vísað til barnaverndar en biskup lagði áherslu á það í útvarpsfréttum í gærkvöldi að ekki hefði verið um lögreglumál að ræða. Svo virtist sem honum þætti það minnka vægi málsins. En spyrja má á móti: Hvers vegna í ósköpunum er kynferðisbrot á barni sem á sér stað innan vébanda kirkjunnar ekki lögreglumál? Samfélagið hefur á síðustu árum horfst í augu við alvarleika kynferðisbrota af vaxandi raunsæi og þunga í stað þess að víkjast undan þeim af ótta og heigulshætti. Það hlýtur að verða krafan að þjóðkirkjan sé þarna samstíga þjóð sinni því forsenda þess að hægt sé að vinna á ofbeldinu er að viðurkenna það og alvarleika þess. Ef kirkjan opnar ekki dyr sínar fyrir þolendum kynferðisbrota, horfist í augu við þá og býður þeim hjálp, heldur fer undan brotunum í flæmingi þá er hún að bregðast sínu fólki. Biskup Íslands braut vissulega blaði í fyrra þegar hann bað konur og börn sem brotið hefði verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkj- unnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hefðu liðið. Sömuleiðis er ástæða til að fagna að kirkjan er vissulega betur búin til þess nú en fyrir fjórtán árum að takast á við kynferðislegt ofbeldi innan vébanda sinna. Ljóst er þó að hún verður að gera betur ef trúnaður á að ríkja á milli kirkjunnar og þeirra sem hún á að þjóna. Kirkjan má ekki hylma yfir kynferðisbrot: Trúnaður verður að ríkja SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.