Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 34
6 föstudagur 13. ágúst Alls konar Samfestingarnir í Nostalgíu eru af hinum ýmsu gerð- um - stuttir og síðir, fínir og hversdagslegir, einlitir og skræpóttir. tíðin ✽ líf í tuskunum Í gærkvöldi var haldin heljarinnar veisla í Nostalgíu á Laugavegin- um, til að fagna komu nýrra klæða og haustsins. Það má gera ráð fyrir því að þaðan hafi margar stelpur snúið með eins og einn samfesting í poka. Dagný Berglind Gísladóttir, verslunarstjóri í Nostalgíu, segir að hálfgert samfestingaæði hafi grip- ið um sig á götum Reykjavíkur- borgar í sumar, og ekkert bendi til þess að úr því ætli að draga með haustinu. „Margar stelpur eru búnar að átta sig á hvað það er þægilegt að vera í samfestingi. Svo eru þeir oftast mjög klæðilegir og auðvelt að tóna þá upp og niður,“ útskýrir Dagný. Hún segir allar mögulegar gerð- ir af samfestingum í gangi, stuttir og síðir, einfaldir og mjög skraut- legir. Allt sé leyfilegt. „Í sumar hafa stuttir samfestingar verið mjög vinsælir og þeir verða það áfram í vetur, við þykkar sokkabuxur og grófa skó. En svo eru síðu sam- festingarnir líka að koma sterk- ir inn. Við erum með mikið úrval núna af öllum týpum - einföldum, fínum, hversdagslegum, doppótt- um, og röndóttum ... og hjá okkur eru engir tveir eins, enda hver flík sérvalin inn hjá okkur.“ Og Dagný fullyrðir að strákun- um þyki samfestingarnir líka flott- ir. „Það er algengt að strákar komi með kærustunum sínum að máta og ég hef tekið eftir því að þeim finnst þeir bara flottir. Enda mótar vel fyrir vextinum í samfestingi og þeir eru bara mjög klæðilegir.“ - hhs Tískuverslunin Nostalgía er full af samfestingum af ýmsum gerðum: SAMFESTINGAFÁR Tóna saman Stefanía Eysteinsdóttir og Katrín Bragadóttir taka sig vel út í samfestingi. SAFNAÐU ÁHEITUM hlaupasty rkur.is Skemmtileg leið til að safna áheitum Ef þú ætlar að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu getur þú búið til skemmtilegt myndband af þér á hlaupastyrkur.is. Myndbandið getur þú sent til vina og vandamanna með tölvupósti, á Facebook eða Twitter og vakið athygli á þinni áheitasöfnun. Skráðu þig strax til leiks og byrjaðu að safna áheitum. - Stoltur bakhjarl hlaupsins síðan 1997 SKÓLATASKA Nú er rétti tíminn til að velja sér skóla- tösku fyrir veturinn. Þessi klassíska leðurtaska fæst í Top- shop og myndi sóma sér vel utan um splunkunýjar og ilm- andi skólabækur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.