Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 2
2 13. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR HEILSA Ný tækni í lýtalækningum hefur gert það að verkum að aðgerð- ir í handarkrikum vegna of mikill- ar svitamyndunar hafa færst í vöxt. Guðmundur Már Stefánsson, lýta- læknir hjá Domus Medica, segir að gerðar séu um fimm slíkar aðgerðir í mánuði og kosti á bilinu 100 til 150 þúsund krónur. „Nýja tæknin gerir það að verk- um að það myndast ekki ör í handar- krikanum eins og áður og í því liggur þessi tískubylgja,“ segir Guð- mundur. Aðgerðin er framkvæmd með skafsogi. Megnið af svitakirtlum undir höndunum er eyðilagt sem gerir það að verkum að svitamynd- un minnkar til muna. Lítið gat er gert á húðina og farið er með lítið tæki þar inn undir sem eyðileggur á milli 70 og 80 prósent kirtlanna. Upphaflega var aðgerðin fram- kvæmd á þann veg að stór hluti af húðinni undir höndunum var skor- inn burt. Jaðrarnir voru síðan los- aðir upp, færðir til og saumaðir saman. „En því fylgir ör eftir holhönd- inni endilangri og eru margar konur ekki hrifnar af því,“ segir Ólafur Einarsson, annar lýtalæknir hjá Domus Medica. „En það er skárra en að vera alltaf lyktandi.“ Ólafur segir marga hafa þurft að líða fyrir of mikla svitamyndun árum saman og það sé algjör óþarfi. Vandamálið sé ekki síður hjá körl- um en konum. „Ég man sérstaklega eftir einum lögreglumanni sem var búinn að eyðileggja nokkra einkennisbún- inga með svita og leið mikið fyrir. Hann fór svo í þessa aðgerð og eyði- lagði ekki fleiri lögreglubúninga eftir það.“ Baldur Tumi Baldursson, húðsjúk- dómalæknir á Landspítalanum, segir aðgerðina tiltölulega hættulausa og oft á tíðum virka mjög vel fyrir þá sem þjást af of mikilli svitamyndun undir höndum. Hann segir brottnám svitakirtla ekki orsaka aukna svita- myndun annars staðar á líkamanum. Þó telur hann að Botox-sprautur séu notaðar undir hendurnar í fleiri til- fellum heldur en aðgerðirnar, en slíkt minnkar einnig svitamyndun. Þó þarf að endurtaka Botox-með- ferðina með hálfs árs millibili. Um tuttugu prósent þeirra sem fara í svitakirtlaaðgerð með skaf- sogi þurfa að koma aftur í aðgerð og í einstaka tilvikum þarf að fram- kvæma aðgerðina þrisvar. sunna@frettabladid.is Í tísku að fjarlægja svitakirtla úr holhönd Aðgerðum vegna of mikillar svitamyndunar snarfjölgar á Íslandi. Framkvæmd- ar eru um fimm slíkar aðgerðir í mánuði hjá Domus Medica eftir tilkomu nýrr- ar tækni. Neyðarlegt vandamál fyrir marga, segir lýtalæknir. VANDAMÁL Margir glíma við of mikla svitamyndun og líða fyrir það árum saman, að sögn lýtalæknis hjá Domus Medica. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Steindór, fáið þið storminn í fangið?“ „Við gefumst ekki upp þótt á móti blási.“ Fjárfestingar sjávarúvegsfyrirtækisins Storms Seafood hafa verið í umræð- unni vegna aðkomu erlendra fjárfesta að félaginu. Steindór Sigurgeirsson er eigandi Storms Seafood. SPURNING DAGSINS VERKALÝÐSMÁL Flest benti til þess að slitna myndi upp úr viðræðum slökkviliðsmanna við sveitarfélögin þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Verk- fall myndi því hefjast klukkan átta í dag og standa til miðnættis. Frá slökkviliðinu í Reykjavík verða menn sendir norður til Akureyrar strax í bítið til að sinna verk- fallsvörslu. Þeir halda síðan til Húsavíkur síðar í dag ásamt slökkviliðsmönnum frá Akureyri, þar sem mæða mun á verkfallsvörslunni þegar flugið flyst þangað eftir að verkfallið skellur á klukkan átta á Akureyrarflugvelli. Slökkviliðsmenn á Akureyri eru afar ósáttir við fyrirætlanir Isavia, Akureyrarbæjar og slökkviliðs- stjórans á Akureyri um að senda bíl slökkviliðsins í annað sinn til Húsavíkur til að sinna þar öryggisstörf- um á verkfallstímum. Sigurður Hermannsson, umdæmisstjóri Isavia á Norðurlandi og flugvallarstjóri Akureyrarvallar, ósk- aði eftir heimild fyrir notkun á sömu slökkvibifreið á Húsavíkurflugvelli og í síðustu viku. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, fullyrðir að bifreiðin muni ekki verða færð til Húsa- víkur og í stað hennar muni Isavia notast við slökkvi- bifreið frá Bakkaflugvelli, en hún uppfylli allar til- skildar öryggiskröfur. Sigurður Hermannsson gat þó ekki staðfest að bif- reiðin frá Akureyri myndi ekki fara til Húsavíkur, né hvort sú frá Bakka væri komin á staðinn. - sv/gb Hópur slökkviliðsmanna frá Reykjavík og Akureyri sinnir verkfallsgæslu í dag: Spenna í viðræðum í gærkvöldi STJÓRNMÁL Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur lagði í gær fram bókun á fundi borgarráðs þar sem seinagangur í vinnu við fjárhagsáætlun borgarinnar er gagnrýndur. Jón Gnarr, borgarstjóri, segir vinnuna hafa verið eðlilega og bendir á að botninn detti úr stjórnsýslu Reykjavíkur yfir hásumarið vegna sumarfría. „Ég held að þetta sé nú bara að vinnast allt eðlilega. Það voru auðvitað kosningar og svo skömmu eftir þær tóku við sumarfrí og það er bara þannig að þá dettur botninn úr stjórn- sýslu Reykjavíkurborgar eins og ég hef upp- lifað,“ segir Jón Gnarr en bætir við að eftir sinni bestu vitund sé vinnan við fjárhagsáætl- unina á áætlun. Í bókun minnihlutans kemur fram að samkvæmt tímaáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun borgarinnar hafi fagráð borgarinnar átt að nota tímann frá byrjun júní til að ljúka vinnu við stefnumótun og forgangs- röðun vegna fjárhagsáætl- unarinnar. Nú um miðjan ágúst hafi hins vegar enn ekki neinir fundir verið boðaðir vegna þeirr- ar vinnu í nokkru fagráði borgarinnar. Að auki er bent á að aðgerðahópur borgarráðs vegna fjármála hafi heldur ekki fundað á þessu tímabili og því liggi formlega ekkert fyrir um þá vinnu sem framundan er vegna fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár. Jón Gnarr segist ekki þekkja eða muna hvaða tímaáætlanir hafi verið lagðar fram en taldi víst að vinnan hefði farið eðlilega fram. - mþl Borgarstjóri segir vinnu við fjárhagsáætlun hafa verið eðlilega: Gagnrýna seinagang í borgarráði RÁÐHÚSIÐ Borgarstjóri segir botninn detta úr stjórn- sýslu borgarinnar yfir hásumarið vegna sumarfría. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓN GNARR VIÐSKIPTI Framtakssjóður lífeyris- sjóðanna hefur fengið skilyrta undanþágu frá tilboðsreglum laga um verðbréfaviðskipti vegna Ice- landair Group. Lögin kveða á um að gera verði öðrum eigendum yfirtökutilboð nái einhver yfir- ráðum yfir 30 prósenta eignarhlut eða meiru í skráðu félagi. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að Framtakssjóðurinn megi fara með allt að 32,5 pró- sent hlutafjár í Icelandair vegna þátttöku sjóðsins í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Aðkoma sjóðsins markar mikil- vægt skref í endurskipulagning- unni og uppfyllir sjóðurinn því skilyrði laganna um undanþágu, að mati FME. - óká Framtakssjóður fær leyfi FME: Mega eiga allt að 32,5 prósent STJÓRNMÁL Þingmenn Framsókn- ar tóku í gær undir með þing- mönnum Hreyfingar og kröfðust nefndarfundar á þingi um vinnu- brögð stjórnvalda vegna gengis- tryggðra lána og ferils upplýs- inga um þau í stjórnkerfinu. Fyrir fundinn verði kallaðar meðal annarra fyrrum ráðuneyt- isstjóri og núverandi lögfræðing- ur viðskiptaráðuneytis. Á Vísi í gær sagði Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokks, að viðskiptaráðherra og ríkisstjórnin öll ætti að víkja. - kóþ Stjórnarandstaðan vill fund: Krafist skýringa á ferli málsins LITHÁEN Íslenskur karlmaður hefur verið handtekinn í Vilnius, höfuðborg Litháen, vegna 1 kíló- gramms af fíkniefnum, kókaíni og hassi, sem fundust við húsleit. Eftir því sem fram kom í kvöld- fréttum RÚV fékk alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra tilkynningu um málið frá yfirvöldum í Lit- háen í morgun. Haft var eftir Smára Sigurðssyni, yfirmanni alþjóðadeildar, að maðurinn hafi áður komið við sögu lögreglunn- ar á Íslandi. - jhh Íslendingur handtekinn: Tekinn með dóp í Litháen LÖGREGLUMÁL Kærð hafa verið til lögreglu auðgunarbrot þar sem afritum segulranda á debet- kortum og upplýsingum um PIN númer þeirra hefur verið náð af viðskiptavinum hraðbanka. Meint brot uppgötvuðust þegar tekið var út af debetkortum sex Íslendinga í hraðbönkum í Frakk- landi án leyfis í byrjun mánað- arins. Áttu einstaklingarnir það sameiginlegt að hafa fest debet- kort sín í hraðbanka í Reykjavík og fengið aðstoð frá erlendum karlmanni við að losa það og gefið upp PIN númer sín í leið- inni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um að ræða þekkta blekkingaraðferð. - mþl Auðgunarbrot til rannsóknar: Debetkortaupp- lýsingum stolið VIÐSKIPTI Kreditkortavelta land- ans erlendis sýnir að Íslendingar eru byrjaðir að taka upp veskið á nýjan leik í útlöndum enda hefur kaupmáttur landans á erlendri grund aukist undanfarið með styrkingu krónunnar. Í júlí nam kreditkortavelta land- ans erlendis 3,6 milljörðum króna og jókst um 37 prósent að raun- gildi frá sama mánuðií fyrra. Íslendingar í útlöndum: Kortavelta jókst um 37 prósent KJÖRUNUM MÓTMÆLT Á meðal þess sem slökkviliðsmenn krefjast er að laun þeirra endurspegli sérþekkingu þeirra og sérþjálfun sem starf þeirra krefst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bruni í timburhúsi Eldur kom upp í íbúðarhúsi úr timbri á Hellu í gærkvöldi. Skemmdir urðu nokkrar en enginn var inni í húsinu. HELLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.