Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2010, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 13.08.2010, Qupperneq 31
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 TERRY VERÐUR AÐ TAKA TIL HJÁ SÉR Chelsea hefur titil að verja. „Það hefur verið sagt að ef þú ætlir að verða meistari þurfir þú tvo leik- menn í hópinn sem eru jafn góðir og bestu leikmennirnir þínir til að viðhalda hungrinu og pressunni á hinum leikmönnunum. Hættan er sú þegar þú verður meistari að þú verðir saddur og sæll. Það eru bara sterkir leikmannahópar og sterk- ir stjórnendur sem ná að verja titla sína,“ segir Guðjón. Stuðningsmenn Chelsea hafa áhyggjur af fyrirliða sínum sem hefur ekki verið svipur hjá sjón síð- ustu mánuði. „John Terry verður að taka til hjá sér og einbeita sér að fót- boltanum. Hann verður að láta aðra hluti eiga sig. Það er algjört lykil- atriði fyrir Chelsea. Þegar Mourinho var byggði hann liðið upp á öflugum og ög- uðum varnarleik og við sáum Chelsea ekki tapa eftir að hafa náð for- ystu. Lyklarnir í þeim pakka voru Petr Cech og Terry.“ Arsenal náði að halda Cesc Fabregas innan sinna raða en Guðjón telur liðið ekki nægilega sterkt til baka. „Ég held að Arsenal geti nýtt sér þá reynslu sem ungu leikmennirnir lögðu inn á reikninginn síðasta tímabil. Ég hef þó verið þeirrar skoð- unar að liðið þurfi að fá sér mjög sterka miðverði og helst markmann. Ef þeir hefðu náð því væri Arsenal með lið sem væri þyngra í baráttunni en í fyrra. Ég held að þeir verði í þess- ari baráttu en liðið er svolítið brot- hætt.“ Guðjón telur að það verði erf- itt fyrir Liverpool að komast inn í pakkann. „Ég kannast nú aðeins við Roy Hodgson og menn hafa talað um að hann sé endurfæddur. Ég hef nú aldrei litið á hann sem endur- fæddan því hann er búinn að vera að gera góða hluti í langan tíma. Það sem hann klikkaði á þegar hann var hjá Blackburn var að hann ætlaði að fara að æfa eins og með Evrópulið. Hann kallaði mannskapinn inn á morgnana til æfinga, svo áttu menn að borða og leggja sig áður en þeir mættu aftur á æf- ingu seinni partinn,“ segir Guðjón. „Þetta kunnu Bretarnir ekki. Þeir voru vanir tveggja til þriggja tíma æfingu hjá þjálfaranum en ekki að þetta væri brotið upp með því að hafa tvær æfingar. Hodgson áttaði sig svo á því að þetta eru hlutir sem gengu bara ekki.“ ÓLÍK STEFNA NÝLIÐANNA Nýliðarnir í deildinni koma inn með ansi ólík markmið. „Blackpool er ekki að fara inn í þessa deild með það sem aðalmarkmið að vera þar. Félagið á eftir að klára að byggja völlinn sinn og laga fullt af hlutum. Það mun nota það nýja fé sem það fær fyrir að vera þarna til að skjóta stoðum undir innri uppbyggingu. Sjálfsagt hafa þeir engar áhyggjur af því hvort þeir falli því þeir bara telja það víst. Svona er hugsunin og áherslurnar hjá þessum liðum ólík,“ segir Guðjón. „Þegar Barnsley komst upp í úrvalsdeildina á sínum tíma þá notuðu þeir peningana til að laga völlinn og laga æf- ingasvæðið. Svo féllu þeir bara en nýttu sér pening- ana til að setja styrkari stoð- ir undir klúbbinn.“ Newcastle er hins vegar komið til að vera. „Newcastle er eng- inn smá klúbbur og er með um og yfir 50 þúsund manns á leikjum hjá sér, það er sérstök upplifun að fara á leiki hjá þeim á St James´Park. Newcastle verður alltaf stór klúbb- ur en það er bara spurningin hvern- ig þeim tekst til. Þeir eiga skilyrð- islaust að vera meðal stóru liðanna. Ég er að vonast til að Newcastle nái að festa sig í sessi. Þetta eru ástríðu- fullir stuðningsmenn sem eru trúir sínum klúbbi,“ segir Guðjón. elvargeir@frettabladid.is tiplandi ballerínur a með reynslu úr sjálfri hringiðunni. Hann spáir spennandi baráttu um enska meistaratitilinn. Guðjón Þórðar- son hefur trú á nýja stjóra Liverpool. Síminn, sem er einn styrktaraðila enska boltans á Stöð 2 Sport 2, býður upp á nýja þjónustu fyrir áhuga- menn um enska boltann. Nú geta áskrifendur fengið mörkin send beint í símann og berast þau innan við tveimur mínútum eftir að bolt- inn hafnar í markinu í Englandi. Sævar Freyr Þráinsson, for- stjóri Símans, segir að boðið verði upp á fjórar mismunandi leiðir við að fá umfjöllun um leikina í enska boltanum senda í símann: „Í fyrsta lagi verður hægt að fá mörk uppá- haldsliðanna í símann og berast þau innan við tveimur mínútum eftir að þau hafa verið skoruð. Í öðru lagi verður hægt að fá upp- hitunarþátt sendan fyrir hvern leik, sem fer yfir uppstillingu lið- anna, tölfræði og árangur á tíma- bilinu. Í þriðja lagi er hægt að fá samantekt á helstu atriðum úr leik rétt eftir að honum lýkur og í fjórða lagi er hægt að fá saman- tekt með mörkum og helstu atvik- um í lok leikdags á aðalleikdegi hverrar umferðar.“ Langflestir 3G- símar munu geta tekið við mörkun- um og gjaldið verður hóflegt. Ann- aðhvort verður þjónustan innifalin í áskriftarleiðinni „Netið í símann“ eða notandinn greiðir fyrir hvert mark eða samantekt sem er send í símann. Sævar sagðist aðspurð- ur telja að knattspyrnuáhugamenn myndu fagna aukinni þjónustu og sagðist sjá fram á skemmtilegan og spennandi fótboltavetur. „Mitt lið, Arsenal, á eftir að vinna deild- ina að þessu sinni og verður það fyrst og fremst fyrir tilstilli Ars- havins, sem mun blómstra í vetur. Chamakh, sem kom frá Bordeaux í sumar, mun gera góða hluti og sömuleiðis Fabregas, þó hann verði ekki sami yfirburðamaður í liðinu og hann var síðasta vetur,“ sagði Sævar Freyr að lokum. Ensku mörkin beint í símann Sævar Freyr Þráinsson MYND/XXXXX 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 VERÐFRÁ AÐEINS 140 KR.Á DAG *VILDARÁSKRIFENDUR FÁ ALLT AÐ 30% AFSLÁTT AF TRYG GÐU ÞÉR ÁSKR IFT Í SÍMA 512 51 00 EÐA Á S TOD2.I S Enska deildin byrjar með látum um helgina og svo mætast Arsenal og Liverpool á sunnudag. Fylgstu með frá byrjun! VEISLAN HEFST Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.