Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 46
26 13. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR
BAKÞANKAR
Brynhildar
Björnsdóttur
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Úff! Þetta
fer illa!
Þú ert með spínat á
milli tannanna.
Er það? Klikk!
Heyrðu já.
Takk.
Skemmti-
leg not
á síma-
myndavél.
Ég gekk
einu sinni
um með
spegil á mér.
Það þótti
undarlegt.
Þegar maður á útvarpsvekjaraklukku
þarf maður aldrei að hafa áhyggjur
af því að sofa yfir sig.
Maður segir bara klukkunni hvenær
maður vill vakna og hún vekur
mann sjálfkrafa.
Hmm.
Er það ekki
magnað?
Ég hélt að mömmur
ættu að gera það.
Ég stend frammi fyrir erfiðu verk-efni þessa dagana, verkefni sem ég
humma fram af mér, ræski í rot og reyni
að gleyma þegar færi gefst.
ANNAÐ hvort þarf ég að kaupa mér
stærri íbúð sem er hægara sagt en gert,
eða (ég ráðlegg viðkvæmum lesendum að
hætta hér), henda bókum!
AF HVERJU í ósköpunum er svona erfitt
að henda bókum? Þetta er jú ekkert annað
en pappír, aðeins veglegri en dagblaða-
pappírinn sem flýtur út af heimilinu
í tonnatali ár hvert og enginn sér
eftir. Mér finnst ég hins vegar allt-
af fremja helgispjöll ef ég læði
einni og einni bók ofan í blaðber-
ann minn. Jafnvel trosnuðu eintaki
af Einkaritari læknisins frá 1964
(lesin í spað af mörgum kynslóð-
um, því miður, og sek um að valda
ýmsum vonbrigðum á unglingsár-
unum þegar ég skúraði á spítala
og augu mín mættu engu nema
eigin brostinni endurspeglun í
sápufroðu skúringafötunn-
ar og stöku bekken á gang-
inum) límist við hendurn-
ar og mér finnst ég mest
harðbrjósta kona í heimi
þegar ég sleppi henni ofan í
endurvinnslutunnuna.
ÉG HEF reynt að selja bækurnar sem
eiga ekki stað í hjarta mínu lengur, gefa
þær, lána í þeirri von að gleymist að
skila þeim og gleyma þeim á strætó-
stoppistöðvum eða flugvöllum í þeirri
von að einhver finni þær og búi þeim
betra og kærleiksríkara heimili en ég
hef upp á að bjóða. Allar þessar aðgerðir
eru sársaukafullar, eins og að „gleyma“
kettinum sínum í öðru hverfi í þeirri von
að einhver taki hann upp á arma sína og
maður þurfi ekki að horfast í augu við
sannleikann sjálfur.
EN ÞAÐ er ekkert skrýtið að það sé erf-
itt að henda bók, þó það sé bara blettótt
og rifin smábarnabók sem enginn hefur
ánægju af lengur.
HVER bók inniheldur heim, jafnvel þó
það sé bara heimurinn þar sem Bóbó
bangsi borðar morgunmat og reimar á
sig skóna. Hver bók er sköpunarverk
höfundar og hönnuðar (til dæmis þess
sem málaði ofan í ljósmyndina af Fabio
utan á „Ástir og örlög í kjötborðinu“) og
hver bók er líka minning um hvenær hún
var keypt eða hver gaf hana og þó mest
um hvenær hún var lesin og hver las
hana. Sjálf hef ég bæði gott og gaman
af því að vera stundum minnt á stelp-
una sem las Einkaritarann spjaldanna á
milli.
Einkaritari læknisins
LÆRÐU
LIMBÓ!
Inngangur
Verðin hjá Eymundsson eru svo ótrúleg
að sumt kostar bara ekki neitt.
ÓTRÚLEG
VERÐ!
STÍ L A BÆKU R ÞE S SA R N ÝJ U FL O T T U!
S T Í L A B Æ K U R A 5 , R Ú Ð U R O G L Í N U R , M A R G I R L I T I R
Ótrúlegt verð: 2 91 K R . S T K . Á Ð U R 3 8 8 K R .
K E Y P T U Þ R J Á R O G ÞÁ FÆ R Ð U F J Ó R Ð U B Ó K I N A Á
Ótrúlegu verði: 0 K R .
SPI L A ST OK KU R
F R Í R S T O K K U R F Y R I R A L L A S E M V E R S L A S K Ó L A V Ö R U R
Ótrúlegt verð: 0 K R .
3
4
TI L B O Ð G I L DA T I L O G M E Ð 16 . Á G Ú S T E ÐA Á M E ÐA N B I R G Ð I R E N DA S T
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín