Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 42
22 13. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Brynjólfur G. Vilhjálmsson lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 10. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Eygló Ingvadóttir Guðmundur Brynjólfsson Björk Hjaltadóttir Gísli Brynjólfsson J. Margrét Ingólfsdóttir Skúli Brynjólfsson Bróðir okkar, Teitur Þorleifsson, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala Hafnarfirði miðvikudaginn 28. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahjúkrunar Sólvangs Hafnarfirði og St. Jósefsspítala Hafnarfirði. Guðmundur Þorleifsson og fjölskylda Gróa Þorleifsdóttir og fjölskylda MOSAIK Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru, Estherar Lárusdóttur. Sérstakar þakkir til þeirra er komu að umönnun hennar síðustu mánuðina. Bragi Jóhannsson Áslaug Kristinsdóttir Þóra Ester Bragadóttir Sverrir G. Pálmason Hanna Björk Bragadóttir Andreas Nyman Bergur Már Bragason Hrafnhildur Örlygsdóttir og langömmubörn. Starfsemi Söguseturs íslenska hestsins er nú komin undir eitt þak á Hólum í Hjaltadal. Af því tilefni verða opnað- ar tvær sýningar á Hólahátíð annað kvöld. „Sögusetur íslenska hestsins er alþjóðleg miðstöð þekkingar og fræðslu um sögu íslenska hestsins,“ útskýrir Arna Björg Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri sögusetursins, en að setrinu standa Hólaskóli og Byggða- safn Skagfirðinga. Arna segir það mik- inn áfanga að koma starfseminni undir eitt þak en meðal verkefna setursins eru heimildasöfnun og fræðslustarf af ýmsu tagi. „Við miðlum með margvíslegum hætti svo sem fyrirlestrum, ráðstefn- um, málþingum og sýningarhaldi og setjum upp lifandi viðburði. Einn- ig höfum við byggt upp öflugan ljós- myndabanka og það gerir starf okkar sýnilegra að vera komin á einn stað.“ Húsnæðið sem um ræðir stendur í hjarta Hólastaðar og var byggt árið 1931 sem hesthús, hlaða og geymsla. Það á því vel við starfsemi söguset- ursins. Arna og hennar fólk fékk húsið afhent á vordögum og hafa unnið hörð- um höndum í sumar við að koma því í stand. „Þetta er reisulegt hús sem við höfum gert alveg upp og opnuðum meðal annars milli hæða. Þetta er búin að vera mjög skemmtileg vegferð og ég hef verið sérstaklega heppin með allt starfsfólk sem unnið hefur að uppbygg- ingunni. Vinnudagarnir voru langir en skemmtilegir og allir lögðust á eitt. Við stofnuðum meðal annars hollvinasam- tök í kringum vinnuna en allt samfélag- ið hérna hefur reynst okkur vel og gefið fé, muni og timbur til vinnunnar.“ Arna segir Sögusetur íslenska hests- ins einu stofnunina sinnar tegundar í heiminum. Hún bendir á að útlending- ar hafi mikinn áhuga á íslenska hest- inum og hann sé vinsælasti fulltrúi okkar á erlendri grund. „Við megum ekki gleyma því að það eru fleiri íslenskir hestar á erlendri grundu en hér heima. Við eigum að nýta okkur hestinn til að fá jákvæða umfjöllun um Ísland en fólk sem hefur áhuga á íslenska hestinum hefur líka áhuga á landi og þjóð og íslenski hest- urinn er nátengdur þjóðlífinu frá því land byggðist. Við opnum því klukkan 18 annað kvöld, annars vegar fyrsta hluta af þremur um sögu íslenska hestsins á tímabilinu 1900 til 1950 og hins vegar sérsýningu með ljósmynd- um og vídeóverki sem Helgi Thorodd- sen, nemandi við Listaháskóla Íslands hefur haft veg og vanda af en auk hans eiga Gígja Einarsdóttir og Jón Hilm- arsson ljósmyndir á sýningunni. Við reiknum með að hér verði mjög líflegt á svæðinu á morgun og tilvalið fyrir fólk að líta við.“ heida@frettabladid.is SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS: STARFSEMIN UNDIR EITT ÞAK Á HÓLUM Byggt sem hesthús og hlaða ÁFANGASIGUR Starfsemi Söguseturs íslenska hestsins fékk aðsetur í gömlu hesthúsi og hlöðu á Hólum í Hjaltadal. Allir lögðust á eitt við að gera húsið upp að sögn Örnu Bjargar Bjarnadótt- ur, framkvæmdastjóra Sögusetursins. MYND/HELGI THORODDSEN MERKISATBURÐIR: 1900 Minnisvarði um Ottó Wathne, útgerðarmann á Seyðisfirði, afhjúpaður. 1908 Hans Reck jarðfræðing- ur og Sigurður Sumar- liðason bóndi ganga á Herðubreið fyrstir manna. 1950 Minnismerki um Jón bisk- up Arason afhjúpað á Hólum í Hjaltadal. 1961 Bygging Berlínarmúrsins hefst. 1992 600 manns sækja fyrsta útibíóið hér á landi, sýnd var myndin Grease. 1993 Kvikmyndin Jurassic Park frumsýnd. 2004 Björk syngur á opnun Ól- ympíuleikanna í Grikk- landi. Þennan dag fyrir 23 árum opnaði Kringlan dyrnar fyrir viðskiptavini. Kringlan var ein af fyrstu versl- unarmiðstöðvunum sem byggðar voru í Reykja- vík en áður höfðu minni verslunarkjarnar eins og Kjörgarður, Austurver, Suðurver og Glæsibær verið byggðir. Kringlan var þó fyrsta eiginlega verslunarmiðstöðin með tugi verslana og innri göngugötu á tveimur hæðum. Bygging Kringlunnar hófst árið 1985 en hvata- maður að byggingu hennar var Pálmi Jónsson, gjarnan kenndur við Hagkaup. Byggingin var tæpir 30 þúsund fermetrar að stærð á þremur hæðum og störfuðu um 90 fyrirtæki þar til að byrja með. Starfsmenn voru um 600 talsins. Árið 1991 var Borgarkringlan opnuð, minni verslunarmiðstöð milli Kringlunnar og Borgar- leikhússins. Þær voru síðar tengdar saman í eina byggingu með um 4000 fermetra millibyggingu. Í kringlunni eru nú starfræktar yfir 170 verslanir, veitinga- og þjónustustaðir. Kringlan er stærsta verslunarmiðstöð í Reykjavík. ÞETTA GERÐIST: 13 ÁGÚST 1987 Verslunarmiðstöðin Kringlan opnuð PÁLL BERGÞÓRSSON VEÐUR- FRÆÐINGUR ER 87 ÁRA „Frá sjónarmiði landbún- aðar er sannmæli, sem oft hefur verið haldið fram, að Ísland sé á mörkum hins byggilega heims.“ Páll Bergþórsson gegndi starfi veðurstofustjóra frá árinu 1989 til ársloka 1993. Hann fæddist í Fljótstungu á Hvítársíðu. Tónlistarhátíðin Gæran 2010 verður haldin í fyrsta sinn á Sauðárkróki í dag og á morgun í húsnæði Loðskinns, Borg- armýri 5. „Við vorum fimm ættuð að norðan sem settumst niður og vorum sammála um að setja þyrfti upp tónlistarhátíð á Norðurlandi. Upp frá því fór boltinn að rúlla og nú er svo komið að 22 hljómsveitir munu stíga á svið á hátíðinni,“ segir Pétur Ragnar Pétursson, forsprakki Gærunnar. Meðal flytjenda á hátíðinni eru Davíð Jóns, Svavar Knútur, Myrká, Múgsefjun, Biggi Bix, Geirmundur Valtýs- son, Hælsæri og Dalton svo fáir einir séu nefndir. Einnig verður boðið upp á bíósýningar í Bifröst laug- ardag og sunnudag fyrir hátíðargesti. Þar verða sýndar Handan við sjóinn sem er heimildarmynd um íslenska tón- list, The Stars May Be Falling … but the stars look good on you, heimildarmynd um tónlistarmanninn Ólaf Arnalds, og Where’s the Snow?! sem er glæný heimildarmynd um Airwaves-hátíðina. Tvö böll verða í Mælifelli um helgina en á föstudags- kvöldið spilar Bermúda fyrir dansi en Dalton á laugar- dagskvöldið. „Svo er frítt í sund fyrir þá sem kaupa miða á hátíðina,“ segir Pétur glaðlega og vonast til að Gæran verði árlegur viðburður. Nánari upplýsingar má nálgast á www.gæran.is. Gæran í fyrsta sinn í Skagafirði BERMUDA Tvö böll verða á Mælifelli í tengslum við hátíðina en 22 hljómsveitir stíga á svið í dag og á morgun í húsnæði Loðskinns á Sauðárkróki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.