Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 13. ágúst 2010 17 Evrópumál Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ Frjáls markaður er undursam-legt tæki til að koma vörum áleiðis til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Það er enginn einn maður eða ein stofnun sem heldur til dæmis utan um matardreifingu á Vesturlöndum. Samt gengur sú dreifing alveg ótrúlega vel. Varanlegur vöru- skortur þekkist ekki þar sem markaðurinn er frjáls. Ef það fer að vanta pylsubrauð mun einhver sjá sér hag í því að framleiða meira af þeim, og græða á því. Ég fæddist og bjó í ríki með skipulögðu hagkerfi þar sem vöru- skortur var nær því að vera regla heldur en undantekning. Það vant- ar fleiri pylsubrauð um verslunar- mannahelgi en aðrar helgar, en ef einn opinber framleiðandi sæi um framleiðsluna hefði hann veikari hvata til að bæta í og pylsubrauðin myndu klárast. Fólk myndi bregð- ast við með eðlilegum hætti og byrja að hamstra pylsubrauð fyrir næstu verslunarmannahelgar. Vöruskorturinn væri þar með orðinn varanlegt vandamál. Fljót- lega myndi einhver ráðamaður gefa út yfirlýsingu um að nóg væri af pylsubrauðum fyrir alla, vanda- málið fælist í hamstrinu. Í fram- haldinu væru gefnir út skömmtun- armiðar. Svona er sósíalísk framleiðsla. Menn ná sjaldan að framleiða rétt magn af vöru. Ef neytendur reyna að bregðast við því er það kallað hamstur. Ef framleiðendur reyna að bregðast við því er það kallað brask. Og hvort tveggja þykir afar mikilvægt að stöðva. Kvótakerfi og framleiðslutak- markanir hafa vissulega vitrænan tilgang þegar um er að ræða tak- markaða auðlind, eins og til dæmis í sjávarútvegi. Í mjólkurfram- leiðslu eru slíkir kvótar hins vegar algjört rugl. Hver skyldi takmark- aða auðlindin þar annars vera? Hverja er verið að mjólka aðra en íslenska neytendur? Einn alversti ráðherra ríkis- stjórnarinnar, Jón Bjarnason, er nú um stundir að reyna að ýta í gegnum þingið sannkölluðu rusl- frumvarpi um mjólkurkvóta. Frumvarpið er nákvæmlega jafn- vont og jafnfrelsishamlandi og búast má við af einhverju sem sós- íalískur sveitarómantíker sendir frá sér, eftir að hafa notið liðsinn- is helstu sérhagsmunaaðila innan greinarinnar. Það hefur raunar áður verið gagnrýnt, meðal annars af ESB, hve stjórnsýsla landbúnaðarráðu- neytisins sé í raun veik og hve mörgum af eðlilegum verkefnum ráðuneytisins hafi verið úthýst til Bændasamtakanna og annarra hagsmunaaðila. Það er varla hægt að sjá skýrari birtingarmynd þess en í þessu máli, þegar lobbýistarn- ir sjálfir eru bókstaflega farnir að skrifa frumvörp um eigin mál. Hvar annars staðar á byggðu bóli þætti slíkt boðlegt? Sumir stuðningsmenn frum- varpsins hafa sagt sem svo að í frumvarpinu felist engin kerfis- breyting heldur sé einungis verið að „skerpa á lögunum“. Skerping- in felst í því að verið er að leggja til kvalafullar refsingar á þá sem taka við mjólk sem fram- leidd hefur verið án ríkisstyrkja, eins sanngjarnt og rökrétt og það hljómar. Breytingin felur í sér að mjög erfitt ef ekki ómögulegt verður fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn í framtíðinni. Fyrirtækið Mjólka, hefði til að mynda ekki getað hafið rekstur í þessu nýja lagaumhverfi. Hver vill hefja rekstur á markaði sem er fullmettaður, lögum samkvæmt? Mun nær hefði verið að „skerpa á lögunum“ með því að taka af öll tvímæli um að heimilt væri að framleiða mjólk að vild umfram kvóta og selja á markaði. Ef ríkið vill endilega tryggja ákveðið lág- marksframboð af mjólk með kvót- um og niðurgreiðslum þá gott og vel, en hver í ósköpunum er hætt- an við það menn framleiði meira? Hvernig samræmist það atvinnu- frelsisákvæðum stjórnarskrár- innar að gera svona lagað? Hvaða almannahagsmunir krefjast þess að framleitt sé nógu lítið af mjólk? Ef til vill eru það sömu almannahagsmunir og krefjast þess að allir geti horft á hand- boltaleik frítt, eins og útvarps- stjóri og menntamálaráðherra vilja. Kannski er það fyrirsjáan- leg afstaða hægrimanns, en ég skil ekki hvers vegna þeir sem vilja horfa á handbolta, geti ekki bara borgað fyrir það sjálfir. Að mörgu leyti er þó hægt að vorkenna vinstrigrænum. Þeir komast til valda í slíkri dýrtíð að hefðbundin stefnumál þeirra, að allir fái alltaf frítt í allt, eru ill- framkvæmanleg. En þá má bara drepa framtakssemina og kæfa frumkvæðið á sem flestum svið- um atvinnulífsins. Sýna þessum frjálsa markaði hver það er sem ræður. Mjólkunarkvótar Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Það er blekking að aðild að ESB styrki samningsstöðu Íslands um hlutdeild í deilistofnum eins og sumir aðildarsinnar hafa hald- ið fram. Ýjað er að þessu í niður- lagi leiðara Fréttablaðsins þann 11. ágúst sl., þar sem fjallað er um makrílveiðar og hugsanleg staða gagnvart Noregi tekin sem dæmi. Þjóðir innan ESB hafa hingað til veitt stærstan hluta makrílsins. Glíman um réttlátan hlut Íslands úr makrílnum er því aðallega við helstu fiskveiðiþjóðir sambandsins. Við inngöngu í ESB færðist glíman við þær á annan vettvang. Helsta vopn okkar í samningum um stjórn og nýtingu deilistofna eins og makr- íls er að sem fullvalda þjóð getum við sjálf ákveðið veiðar úr þessum stofnum í lögsögu okkar ef ekki nást ásættanlegir samningar. Þetta vopn yrði slegið úr höndum okkar við inngöngu í ESB. Menn geta svo velt því fyrir sér hvað þá yrði um kröfur okkar um sanngjarnan hlut úr makrílnum í viðræðum við Breta, Dani, Íra, Spánverja, Portúgala og Hollendinga sem fengju minna í sinn hlut en nú. Blekking um ESB og deilistofna AF NETINU Sjálfstæðara Alþingi Ein lexía af klúðrinu um lögfræðiálit Seðlabankans, stofnun sem heyrir undir framkvæmdavaldið, er að Alþingi verður að fara að vinna á sjálf- stæðari hátt. Alþingi verður að fara að taka frumkvæðið um lagasetningu og hafa á sínum snærum hóp sérfræðinga óháða frá framkvæmdavaldinu. Nefndir Alþingis þurfa að vera a.m.k. jafn upplýstar um mál líðandi stundar og fulltrúar framkvæmdavaldsins. Án sjálfstæðrar upplýsingaveitu getur Alþingi ekki sinnt sínu starfi og mun halda áfram að verða háð framkvæmdavaldinu um hvað og hve- nær það fær skammtaðar fréttir af mikilvægum málum sem viðkemur kjósendum. Það getur aldrei talist lýðræðislegt að ókosnir fulltrúar framkvæmda- valdsins hafi upplýsingar sem kosnir fulltrúar kjósenda hafa ekki tíman- legan aðgang að. blog.eyjan.is/andrigeir Andri Geir Arinbjarnarson FRÍTT Í BÍLASTÆÐAHÚS! • VERSLANIR OPNAR TIL KL. 17:00 Í miðborginni okkar finnur þú bækurnar, námsgögnin, fatnaðinn, gleraugun, úrin og allt sem þú þarfnast fyrir haustið og veturinn. Njótum þess að versla, nærast og mærast saman í miðborginni okkar um helgina. Sjáumst! Hinn frábæri farandkvartett 3 raddir & Bítur skemmtir á Ingólfstorgi kl. 14:00 og heldur þaðan að Lækjartorgi, Hjartatorgi, Skólavörðustíg og Laugavegi til kl. 17:00 LANGUR LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.