Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 32
 13. ÁGÚST 2010 FÖSTUDAGUR8 ● enski boltinn ● 240 LEIKIR Í HÁSKERPU Í VETUR Eins og menn þekkja eru leikir sýndir í hverri viku í há- skerpu á Stöð 2 Sport 2. Alls verða sýndir 240 leikir í beinni í háskerpu í vetur í ensku deildar- keppninni. Það verður því nóg framboð í vetur á enskum bolta í bestu gæðum. Ef spá íþróttafréttamanna Stöðv- ar 2 og Fréttablaðsins fyrir ensku úrvalsdeildina rætist mun Manchester United endurheimta meistaratitilinn úr höndum Chel- sea. Tveir spá Chelsea titlinum en aðrir spáðu því allir að læri- sveinar Sir Alex Ferguson muni bera sigur úr býtum. Liverpool er aðeins spáð sjötta sætinu en er reyndar skammt á eftir Totten- ham sem er í því fimmta. Fjögur efstu liðin fá sæti í Meistaradeild Evrópu en liðin í sætum 5–7 fara í Evrópudeild- ina. Liðin sem enda í 4. og 7. sæti þurfa reyndar að fara í gegnum forkeppni fyrst. Fróðlegt verður að fylgjast með fallbaráttunni. Menn hafa nánast enga trú á að Blackpool haldi sæti sínu en liðið kom öllum á óvart, þar á meðal leikmönnum þess, þegar það vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni. Það kemur frá sjávarbæ sem er staðsettur 64 km norðvestur frá Manchester. Liðið var síðast í efstu deild 1971 en það afrekaði fyrir um 50 árum að vinna FA-bikarinn. Breskir fjölmiðlar fagna því að fá knattspyrnustjórann Ian Holloway upp í efstu deild en hann er fræg- ur fyrir að vera mjög opinskár og hnyttinn í viðtölum. Honum tókst að koma Blackpool upp í úrvals- deildina á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn. - egm United vinnur titilinn í vor Manchester United vann enska meistaratitilinn þrjú ár í röð frá 2007 til 2009 og ætti að endurheimta hann aftur í ár. MYND/AFP ● SPÁIN FYRIR NÆSTA- TÍMABIL Hér fyrir neðan má sjá samanlagða spá allra íþrótta- fréttamanna Stöðvar 2 Sport 2 og Fréttablaðsins. Úlfarnir, West Brom og Blackpool munu falla sam- kvæmt henni en allir sem tóku þátt spáðu Blackpool falli og að- eins einn spáði þeim ekki neðsta sæti deildarinnar. Liðið sem spáð er efsta sætinu fær 20 stig, annað sætið 19 og svo framvegis. 1. Man Utd 138 stig 2. Chelsea 134 3. Arsenal 125 4. Man City 118 5. Tottenham 113 6. Liverpool 112 7. Everton 99 8. Aston Villa 88 9. Sunderland 73 10. Fulham 70 11. Birmingham 65 12. Blackburn 61 13. West Ham 56 14. Stoke 53 15. Newcastle 51 16. Bolton 49 17. Wigan 29 18. Wolves 19 19. WBA 16 20. Blackpool 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.