Fréttablaðið - 13.08.2010, Side 34

Fréttablaðið - 13.08.2010, Side 34
6 föstudagur 13. ágúst Alls konar Samfestingarnir í Nostalgíu eru af hinum ýmsu gerð- um - stuttir og síðir, fínir og hversdagslegir, einlitir og skræpóttir. tíðin ✽ líf í tuskunum Í gærkvöldi var haldin heljarinnar veisla í Nostalgíu á Laugavegin- um, til að fagna komu nýrra klæða og haustsins. Það má gera ráð fyrir því að þaðan hafi margar stelpur snúið með eins og einn samfesting í poka. Dagný Berglind Gísladóttir, verslunarstjóri í Nostalgíu, segir að hálfgert samfestingaæði hafi grip- ið um sig á götum Reykjavíkur- borgar í sumar, og ekkert bendi til þess að úr því ætli að draga með haustinu. „Margar stelpur eru búnar að átta sig á hvað það er þægilegt að vera í samfestingi. Svo eru þeir oftast mjög klæðilegir og auðvelt að tóna þá upp og niður,“ útskýrir Dagný. Hún segir allar mögulegar gerð- ir af samfestingum í gangi, stuttir og síðir, einfaldir og mjög skraut- legir. Allt sé leyfilegt. „Í sumar hafa stuttir samfestingar verið mjög vinsælir og þeir verða það áfram í vetur, við þykkar sokkabuxur og grófa skó. En svo eru síðu sam- festingarnir líka að koma sterk- ir inn. Við erum með mikið úrval núna af öllum týpum - einföldum, fínum, hversdagslegum, doppótt- um, og röndóttum ... og hjá okkur eru engir tveir eins, enda hver flík sérvalin inn hjá okkur.“ Og Dagný fullyrðir að strákun- um þyki samfestingarnir líka flott- ir. „Það er algengt að strákar komi með kærustunum sínum að máta og ég hef tekið eftir því að þeim finnst þeir bara flottir. Enda mótar vel fyrir vextinum í samfestingi og þeir eru bara mjög klæðilegir.“ - hhs Tískuverslunin Nostalgía er full af samfestingum af ýmsum gerðum: SAMFESTINGAFÁR Tóna saman Stefanía Eysteinsdóttir og Katrín Bragadóttir taka sig vel út í samfestingi. SAFNAÐU ÁHEITUM hlaupasty rkur.is Skemmtileg leið til að safna áheitum Ef þú ætlar að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu getur þú búið til skemmtilegt myndband af þér á hlaupastyrkur.is. Myndbandið getur þú sent til vina og vandamanna með tölvupósti, á Facebook eða Twitter og vakið athygli á þinni áheitasöfnun. Skráðu þig strax til leiks og byrjaðu að safna áheitum. - Stoltur bakhjarl hlaupsins síðan 1997 SKÓLATASKA Nú er rétti tíminn til að velja sér skóla- tösku fyrir veturinn. Þessi klassíska leðurtaska fæst í Top- shop og myndi sóma sér vel utan um splunkunýjar og ilm- andi skólabækur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.