Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 10
10 17. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is Tilboð kr. 690.000 ÆGISVAGN (fullt verð kr. 1.190.000) Erum að selja 2010 árgerð af Ægisvögnum okkar sem voru í leigu hjá okkur í sumar. ÆGIR 690.000,- kr. TILBOÐ Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. Rótgróið glerfyrirtæki. Ársvelta 80 mkr. Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og góða vaxtamöguleika. Ársvelta um 400 mkr. Þekkt heimilisvöruverslun með eigin innflutning. Ársvelta 80 mkr. Vélsmiðja með góða verkefnastöðu. 7 starfsmenn. Meirihluti í stóru iðnfyrirtæki. EBITDA 75 mkr. Lítið en mjög arðbært fyrirtæki með heilsuvörur. Ársvelta 60 mkr. Rótgróin heildverslun sem selur tæknivörur og rekstrarvörur til opinberra stofnanna. EBITDA 15 mkr. Tvö iðnfyrirtæki sem henta vel til sameiningar. Sameinuð ársvelta um 150 mkr. og EBITDA um 25 mkr. Viðkomandi kaupandi þyrfti að leggja fram um 20 mkr. í peningum og um 20 mkr. fasteignaveð til að ná meirihluta í báðum fyrirtækjunum. Meirihluti í rótgrónu iðnfyrirtæki. Ársvelta 90 mkr. EBITDA 10 mkr. Litlar skuldir. Fyrirtæki á heilbrigðissviði með langtímasamninga. EBITDA 12 mkr. Verslun með heilsuvörur í góðum rekstri. Eigin innflutningur. Rótgróið verslunarfyrirtæki með eigin framleiðslu í Kína á alþjóðlegu vörumerki óskar eftir meðeiganda-fjárfesti til að auka framleiðslu og sölu erlendis. Heildverslun með ráðandi stöðu á sérhæfðu sviði. Ársvelta 270 mkr. EBITDA 34 mkr. Góð tækifæri til vaxtar. • • • • • • • • • • • • • • Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU SAMGÖNGUR Þrátt fyrir að áætlaður árlegur kostnaður Vegagerðarinn- ar við siglingar milli lands og Vest- mannaeyja aukist með nýrri Land- eyjahöfn er ekki loku fyrir það skotið að heildarkostnaður lækki, því ríkisstyrkir vegna áætlana- flugs til Eyja hafa verið aflagðir. Áætlaður kostnaður af sigling- unum er 450 til 500 milljónir, en var í fyrra 400 milljónir, þótt þá hafi bæst við ófyrirséður kostnað- ur upp á 81 milljón, að sögn Krist- ínar H. Sigurbjörnsdóttur, fram- kvæmdastjóra stjórnsýslusviðs hjá Vegagerðinni. Miðað við þetta eykst kostnað- ur um 12,5 til 25 prósent milli ára. Á móti kemur að 130 milljónir, kostnaður stofnunarinnar vegna niðurgreiðslu flugmiða, sparast. Því gæti ríkið komið út í plús í það minnsta ef ekk- ert óvænt kemur upp á. „Það er gert ráð fyrir að greiða þurfi meira með nýju leiðinni, fyrst og fremst vegna þess að miða- verð er lægra,“ segir Kristín, og tekur þar undir með samgönguráðherra. Hún útskýrir lækkun fargjalds- ins, úr 2.660 krónum í 1.000, með mun styttri siglingaleið. Einnig séu rútuferðir til Landeyjahafn- ar lengri og dýrari en til Þorláks- hafnar og því meiri kostnaður fyrir vegfarendur af þeim, segir Kristín. En hvers vegna miðast fargjald ekki við raunverulegan kostnað? „Það er verið að niðurgreiða allar almenningssamgöngur af því að þær bera sig ekki. Það er pólitísk ákvörðun. Við reynum að hækka verð og lækka gjaldskrár til að draga úr kostnaði ríkisins, en það er auðvitað ekki vinsælt hjá notendum,“ segir hún. Miðað við hvernig gengið hefur í sumar að selja miðana er ólík- legt, að mati Kristínar, að kostn- aðurinn aukist um fjórðung, eins Ríkið gæti komið út í plús af siglingunum Vegagerðin segir að þótt kostnaður vegna siglinga Herjólfs sé áætlaður meiri en áður, komi niðurfelling flugstyrkja á móti, svo ríkið geti komið út í plús. Vest- mannaeyingar kvarta ekki undan nýju fyrirkomulagi, segir bæjarstjóri. VESTMANNAEYJAR Samkvæmt samkomulagi Eimskipa og ríkisins getur skipafélagið ekki tapað á siglingunum til Eyja. Þetta samkomulag er þáttur í „opinni bók“, þar sem öll rekstrargögn verða gerð opinber ríkinu, til að auðvelda útboð seinna meir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KRISTÍN H. SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR Dregið úr þjónustu miðað við áætlanir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að gríðarlegar breyting- ar hafi verið gerðar á siglingum Herjólfs, sé miðað við það sem átti að verða 2008. Gert hafi verið ráð fyrir því að sigldar yrðu tæplega fimm ferðir að meðaltali á dag, alls 1.800 ferðir á ári. Þetta hafi verið skorið niður í 1.360 ferðir. „Þetta er 24,5 prósenta niðurskurður, á sama tíma og ráðherra sagði að stofnanir samgönguráðuneytis þyrftu að sætta sig við tíu prósenta niðurskurð vegna efnahagserfiðleikanna,“ segir Elliði. Vestmanneyingar kvarti ekki undan því að lenda í niðurskurði eins og aðrir. Þeir séu sáttir við núverandi endurskoðun á þjón- ustu Herjólfs. Hins vegar sé „eðlilegt og sanngjarnt að sama gildi um Vestmannaeyjar og aðra staði á landinu“. Einnig bendir Elliði á að miðað við forsendur snemma árs 2008 hafi verið gert ráð fyrir að miða- verð fullorðinna yrði 500 krónur. Flutningur á sjó hafi síðan hækkað um fimmtung, þannig að full- borgandi farþegi ætti í raun að greiða 600 krónur. En miðaverð hafi síðan hækkað um 40 prósent umfram verðlag, í 1.000 krónur. Þá hafi verið hætt við nýsmíði á ferju, og með því sparaðir þrír milljarðar. Að síðustu efast bæjar- stjórinn um útreikninga sem benda til að kostnaður Eimskipa hafi einungis lækkað lítillega. Skipið sigli nú í 923 klukkustundir á ári en sigldi áður í 2.154 stundir. og efri mörk áætlunarinnar segja til um. „Nei, sem betur fer gengur þetta betur en við þorðum að vona,“ segir hún, en tugir þúsunda hafa farið með Herjólfi síðan Landeyja- höfn var tekin í gagnið. klemens@frettabladid.is ELDSVOÐI Eldur kom upp í tónlistarhúsinu Hörpu um ellefuleytið í gærmorgun. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn og var byggingin rýmd. Mikill og svartur reykur steig til himins upp úr suð- vesturhlið hússins þegar eldur kom upp í plastdúk við suðu á grindum og barst hann svo út í timburklæðn- ingu. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarmönnum á svæðinu kviknaði í þeim parti Hörpu sem kínversku verktakarnir eru að vinna að. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og ekki hlaust mikið tjón af. Er þetta í annað sinn á tveimur mánuðum sem kviknar í húsinu. Í lok júní var slökkviliðið kallað út vegna bruna í plastklæðningu á norðausturhlið hússins. - sv Mikill reykur steig upp úr tónlistarhúsinu í gærmorgun vegna bruna í plastdúk: Eldur í Hörpu í annað sinn DÓMSMÁL „Mér finnst mikil hætta skapast með því að hefja rannsókn- ir á einstaklingum án þess að rök- studdur grunur liggi fyrir og færa okkur óþægilega nálægt aðferðum lögregluríkja svokallaðra.“ Þetta segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfingarinn- ar - græns framboðs, um þá áætl- un Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindamálaráðherra, að fela réttarfarsnefnd að undirbúa tillögur að forvirkum rann- sóknarheimildum til handa lögreglunni. Ögmundur segir hug- myndir af þessu tagi hafa komið fram áður. Þá hafi hann, ásamt fleirum, sett fram miklar efasemdir. Hann geri það ekki síður nú. „Ráðherra kveðst hafa gögn undir höndum sem breytt hafi afstöðu hennar,“ segir hann. „Það er nokkuð sem ég vildi fá nánari upp- lýsingar um. En mín skoðun er sú, að rökstuddur grunur eigi að leiða til rannsóknar lögreglu á einstaklingum.“ Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson, utanríkis- ráðherra og þingmann Sam- fylkingarinnar, í gær til að fá álit hans á málinu. - jss ÖGMUNDUR JÓNASSON Ögmundur Jónasson um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu: Finnst mikil hætta skapast BRUNI Í HÖRPU Iðnaðarmenn í tónlistarhúsinu fylgjast með slökkviliði Reykjavíkurborgar ráða niðurlögum eldsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.