Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 22
 17. ÁGÚST 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Í tilefni þess að Jógastúdíó var opnað á nýjum stað á Seljavegi 2 í gær, verður frítt í alla tíma út þessa viku. „Við vorum áður með aðstöðu í Veggsporti uppi á Höfða, en ákváðum að byggja alvöru jógaumhverfi í kringum stúdíó- ið þar sem fólk gæti slappað af og látið sér líða vel,“ segir Drífa Atladóttir jógakennari sem rekur Jógastúdíó ásamt Ágústu Kol- brúnu Jónsdóttur jógakennara. Aðstandendur Jógastúdíós hafa síðasta hálfa mánuðinn lagt nótt við dag til að standsetja hið nýja húsnæði sem er í gamla Héðins- húsinu. Þar hafa þær Drífa og Ágústa yfir að ráða um 200 fer- metrum með flottum sal, vel út- búnum klefum og róandi and- rúmslofti. Í Jógastúdíói er boðið upp á tíma í hatha-jóga, hot-jóga, kraft- jóga, mömmujóga og krakkajóga og getur því hver fundið eitthvað við sitt hæfi. Eins og áður sagði er frítt í alla tíma þessa vikuna en einn- ig er boðið upp á góðan afslátt af öllum kortum. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.jogastudio.is. Frítt í jóga í vikunni Drífa og Ágústa bjóða alla velkomna í ný heimkynni Jógastúdíós við Seljaveg. Hörður Erlendsson yfirvélstjóri hefur notað æfinga- sal frystitogara til að halda sér í formi undanfarin ár. Svo tekur hann á sprett þegar hann kemur í land. Víðavangshlaup eru hans ær og kýr yfir sumarið og þegar þeim sleppir taka fjallgöngur við. „Hlaup og þrekæfingar eru áhugamál hjá mér og margir skipsfélagar mínir hafa smitast af mér og farið að hreyfa sig fyrir minn atbeina,“ segir Hörður sem einmitt er nýkominn úr átta kílómetra skokki þegar í hann næst. Togarinn sem hann hefur verið á er Örvar sem gerður er út frá Sauðárkróki. „Ég er reyndar að skipta um skip og fer á Norðfjarð- artogarann Börk. Það hentar mér mun betur því Neskaupstaður er minn heimabær,“ útskýrir hann. Hörður ætlar að þreyta Skálaneshlaup í Seyðis- firði um næstu mánaðamót. Það er 17 kílómetra langt og hann kveðst vera að hlaupa það í fyrsta skipti. En Barðsneshlaup í Norðfirði er árviss þrekraun hjá honum og það fór hann um verslunar- mannahelgina ásamt 40 öðrum. „Þetta eru 27 kíló- metrar en farið yfir tvær ár, yfir 400 metra háa fjallsöxl og stokka og steina. Mjög skemmtilegt hlaup,“ lýsir hann og kveðst keppa í slíkum hlaupum bæði við aðra þátttakendur og sjálfan sig. „Mér tókst að bæta tíma minn frá því í fyrra,“ segir hann ánægður. Sjálfur hefur Hörður startað einu víðavangs- hlaupi austanlands sem hefð er að komast á, það er Tangahlaup og er hlaupið um Mjóafjörð út á Dala- tanga en þar átti hann heima sem unglingur. Þegar þessar hlaupakeppnir eru búnar þá taka fjöllin við. „Ég er yfirleitt með skeiðklukku þegar ég geng á fjöll og tek þau á tíma. Það er mjög gott til að reyna að streða svolítið,“ segir hann. Hörður er ekkert sérlega stoltur af afrekum sínum á fjallgöngusviðinu í sumar. Kveðst bara hafa gengið á Norðfjarðarnípuna og Nesnúp við Siglu- fjörð. „En Herðubreið er í sigti og ég hef líka mik- inn áhuga á að ganga á Snæfell í haust.“ - gun Með skeiðklukku um fjöllin Hörður í Tangahlaupi nú í sumar en þá er hlaupið um Mjóa- fjörð út á Dalatanga. MYND/ÁSGEIR RÚNAR HARÐARSON ● FRAMÚRSKARANDI LÍKAMLEG OG ANDLEG ÚTRÁS Í Veggsporti við Gullinbrú hefur verið boðið upp á skvass í 23 ár. Skvass er enn á ný í vaxandi sókn og æ fleiri sem vilja láta til sín taka á skvass- vellinum. Í haust verða í boði byrjendatím- ar fyrir fullorðna, en mikilvægt er að gefa sér tíma í grunntækni skvassins því þá eru iðkendur þess fljótari að komast á bragðið. Vinsæl barna- og unglingakennsla í skvassi verður áfram í boði, en hentugt er fyrir börn að byrja í skvassi um tíu ára aldur, þótt börn niður í átta ára hafi sótt kennsluna og er í góðu lagi ef virkilegur „bolti er í þeim“, eins og Veggsportsmenn orða það. Æfingar eru þrisvar í viku, en þjálfun felst í því að halda rétt á spaðanum, slá boltann rétt, og ýmsum tækniatriðum og úthaldi. Skvass þykir hin fullkomna hreyfing þar sem lítill tími fer í ástundun þess og brennsla er mikil. Þá þykir andleg útrás ekki síður góð en sú líkamlega, þar sem íþróttin er harðfylgin mjög og ágeng. Sjá stundaskrá haustsins á www.veggsport.is. Hin sextán ára Hulda Lilja Hannesdóttir er ein fárra stúlkna sem keppa í siglingum hér á landi. Hún og Hilmar tví- burabróðir hennar eru á sama báti og urðu Íslandsmeistarar í annað sinn um síðustu helgi í Topper Topas flokki. „Það er gaman að hafa einhvern að keppa með. Hilmar stýrir en ég er áhöfnin og sé um framsegl, belgs- egl, kíki og kjöl. Við hjálpumst að og erum alltaf að tala saman um hvað við getum gert betur.“ Þannig lýsir Hulda Lilja samstarfi sínu og Hilmars bróður síns. Þau sigruðu í sínum flokki á Íslandsmótinu í siglingum sem fór fram á Pollin- um á Akureyri um nýliðna helgi. Hulda kveðst hafa byrjað í siglingum sumarið 2004. „Ég fór á leikjanámskeið hjá klúbbnum Siglunesi í Nauthólsvík með bróður mínum og okkur þótti mjög gaman. Árið 2007 fórum við svo bæði að æfa og keppa hjá klúbbnum Brokey,“ lýsir hún og segir mjög fáar stelpur í þessu sporti. „En systir okkar, Lína Dóra sem er nýorðin 13 ára, byrjaði ári á eftir okkur Hilmari. Við drógum hana af stað,“ segir hún. Hulda segir þau systkinin fá afnot af bátum Brokeyjar en mega þau fara í þá þegar þeim hentar? „Það er nú ekki alveg þannig en á sumrin eru æfingar með þjálfur- um alla daga þannig að við fáum alveg að sigla nóg. Við vorum svo heppin bæði í fyrrasumar og núna að fá vinnu í Siglunesi og þá vorum við að sigla frá níu til fjögur með litlum krökkum og fórum svo beint á æfingar á eftir, líka í Naut- hólsvíkinni, þannig að þetta hafa verið mikil siglingasumur. Það er skemmtilegt að geta unnið við áhugamálið sitt.“ En skyldi alltaf vera hægt að sigla. Fer það ekki eftir veðri? „Jú, maður vill helst hafa sól og strekkingsvind. Á sunnudaginn vorum við í um 12 metrum á sek- úndu og það gekk mjög vel. Ég held það væri gaman að vera í stífari vindi og líka í meiri öldum.“ Hulda er greinilega á góðu skriði í siglingunum enda sér hún jafnvel fyrir sér að geta starfað við þær í framtíðinni. „Það eru sigl- ingaklúbbar um allt land og eng- inn skortur á áhugasömum krökk- um sem eru tilbúnir til að læra,“ segir hún. „Þannig að alltaf er eft- irspurn eftir góðum þjálfurum.“ - gun Enn meira gaman að vera í stífari vindi og öldum Hulda Lilja varð Íslandsmeistari í siglingum á Topper Topas bát, ásamt Hilmari bróður sínum. Fyrir aftan hana sést í eina kven- siglarann á Laser, Lilju Gísladóttur. MYND/RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON Menningarnótt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.