Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 24
 17. ÁGÚST 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Auður Ingibjörg Konráðsdóttir og Kyle Vialli hafa bæði unnið bug á veikindum með breyttu mataræði. Þau munu halda fræðslu- og matreiðslunám- skeið á Íslandi innan skamms. Heilsukokkurinn Auður Ingi- björg Konráðsdóttir hélt til Bret- lands fyrir nokkrum mánuðum til að vinna á grænmetisveitinga- stað í Brayton. Hún breytti hins vegar fljótt um stefnu og rekur nú fyrirtækið Vitality Chef ásamt því að halda námskeið í heilsusam- legri matargerð. Hún er væntan- leg til landsins ásamt viðskipta- félaga sínum Kyle Vialli, einum fremsta heilsufyrirlesara Bret- lands, í september. Þau munu halda námskeið á höfuðborgar- svæðinu og víðar ásamt því að kynna nýtt súkkulaði sem þau eru að setja á markað. „Við byggjum námskeiðin þannig upp að Kyle heldur fræðsluerindi um næringu. Hann er gefinn fyrir að nota hráefni úr nærumhverfi sínu og mun meðal annars taka nokkrar íslenskar náttúruafurðir fyrir,“ segir Auður. Að því loknu stígur hún á stokk og eldar mat úr því hráefni sem Kyle nefnir. „Súkkulaðið, sem við von- umst til að komi í verslanir um svipað leyti og við komum heim, hefur fengið nafnið KVIK. Það er lífrænt og sætt með kókossykri sem hefur lægstan sykurstuðul af öllum þeim náttúrulegu sætu- efnum sem eru notuð. Hann hefur auk þess þann kost að byggja upp heilbrigða þarmaflóru ásamt því að vera ofboðslega bragðgóður,“ segir Auður. Bæði Auður og Kyle stóðu snemma frammi fyrir því að þurfa að umturna mataræði sínu vegna heilsubrests og hafa áralanga reynslu af heilsufæði. „Ég fékk heiftarlegt fiskiofnæmi um það leyti sem ég var að klára kokkinn, eða fyrir tæpum tuttugu árum, auk þess sem ég komst að því að glúten fór afar illa í mig. Eins var ég bæði með mjólkuróþol og mígreni,“ segir Auður. Hún hefur verið grænmetisæta síðan og er að sögn miklu hraustari og orkumeiri í dag. Auður segir Kyle hafa þjáðst af húðsjúkdómnum rósroða. „Hann var svo illa haldinn að hann þurfti að handjárna sig á nóttunni til að klóra sig ekki til blóðs. Hann lagð- ist í mikla rannsóknavinnu, tók mataræðið í gegn og fékk þannig bót meina sinna en alla jafna þarf fólk að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum.“ Auður segir að bæði hún og Kyle hafi nýtt reynsluna af veik- indum og breyttu mataræði til að hjálpa öðrum sem hafa veikst og þurft að breyta um lífsstíl. „Það er óþarfi fyrir alla að finna upp hjólið. Við eigum að hjálpast að.“ Að lokinni Íslandsdvölinni liggur leið þeirra Auðar og Kyle til Balí og Ástralíu þar sem þau munu halda lengri heilsubótarnámskeið. Nám- skeiðin í Reykjavík fara fram í Ygg- drasil og á Gló en auk þess verða námskeið á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. Súkkulaðið verður til sölu í Yggdrasil og í Samkaupum. Áhugasömum er bent á netfangið heilsukokkur@heilsukokkur.is. vera@frettabladid.is Betra líf með breyttu mataræði Kyle Vialli er heim- spekingur og held- ur fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl. Hann vann sjálfur bug á rósroða með breyttu mataræði. Auður neyddist til að breyta mataræði sínu fyrir tuttugu árum. Hún mun setja á markað nýtt heilsusúkkulaði innan skamms. MYND/´ÚR EINKASAFNI Breytt og heilsusamlegra mataræði getur læknað ýmsa kvilla. Námskeiðið Fanta gott form fer af stað hjá Hreyfingu í lok mánaðar- ins en það var tekið upp síðastliðið vor og þótti sérstaklega skilvirkt. Námskeiðið byggir á æfingakerfi sem hefur meðal annars vakið at- hygli í Los Angeles og er stund- að af stjörnum á borð við Katie Holmes og Jason Biggs. „Þjálfunin byggist á einföldum æfingum sem miðast við að þátttak- endur nái að hámarka brennslu og þjálfa þol og styrk á skjótan og hnit- miðaðan hátt. Mikil áhersla er lögð á að þjálfa snerpu og kjarnvöðv- ana,“ segir á heimasíðu Hreyfingar. Grunnbrennsla líkamans er sögð aukast í hverjum tíma en við það verður hinn eftirsótti eftirbruni til sem gerir það að verk- um að brennsla lík- amans heldur áfram í nokkrar klukku- stundir eftir að æf- ingu lýkur. Nánari upplýsingar er að finna á www. hreyfing.is. - ve Fylgt í fótspor Katie Holmes Hreyfing býður upp á námskeið sem byggir á æfingakerfi sem hefur notið vin- sælda hjá stjörn- um á borð við Katie Holmes. Grill 44.900.- -30% 31.430.- Matarsett og glös -40% Tjöld og fortjöld 20.930.- -35% Stórútsala! Stólar 12.9007.950.- Tvöföld trappa -50% 4.450.- Tjöld og fortjöld 59.900.- 29.900.--30% -30% 41.930.- 8900.-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.