Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 17. ágúst 2010 3 Fullfrísk býður nú upp á mömmutíma í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Fullfrísk fór af stað með líkams- ræktarnámskeið fyrir mömmur í Hafnarfirði í gær og um mánaða- mótin hefjast námskeið í Mosfells- bæ. Námskeiðin eru sex vikna löng og eru hugsuð fyrir konur sem vilja stunda markvissa og örugga líkams- rækt eftir barnsburð og taka börnin með sér í tímana. Námskeiðin í Hafnarfirði eru kennd klukkan 13.30 þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga í CrossFit í Trönuhrauni en námskeiðin í Mos- fellsbæ klukkan 10.00 sömu daga í Heilsukvos í Álafosskvosinni. - eö Mömmuleikfimi í Mosfellsbæ Mömmurnar geta tekið börnin með sér í tímana. Granatepli hafa gegnt veigamiklu hlutverki í mataræði íbúa Mið-Austurlanda frá örófi alda en þeir sem ástunda náttúrulækningar hafa löngum vitað um öflugan lækn- ingamátt þeirra. Grískir læknar til forna ráðlögðu til dæmis granatepla djús við liðagigt, blóðrásarvandamál- um, vírusum og meltingarvandamálum. heilsuhusid.is Alissa Rannveig Vilmundardóttir sem rætt er við á forsíðu Allt- sins, hjólar til styrktar Rann- sóknarstofu í Krabbameinsfræð- um. Helga M. Ögmundsdóttir prófessor við rannsóknarstofuna segir rannsóknir á brjósta- krabbameini hafa borið hróður stofunnar um allan heim. „Rannsóknir sem hafa verið sér- staklega undir umsjá Jórunn- ar Eyfjörð lögðu mikið af mörk- um til skilgreiningar á því af hverju brjóstakrabbamein liggur í ættum og skilgreiningunni á öðru af tveimur genum sem eru þar að verki,“ útskýrir Helga. Hún segir annað verkefni sem rannsóknarstofan hefur unnið að undanfarin ár ekki síður spenn- andi en það er skoðun á efnum úr íslenskum fléttum, svo sem fjalla- grösum. „Upphaflega hófust þær rann- sóknir með samvinnu minni og Kristínar Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands. Það koma í ljós tvö efni sem hafa veruleg áhrif á vöxt og fjölgun krabbameinsfruma og verka með því að hafa áhrif á efnaskipti þessara frumna. Þetta er mjög spennandi því eitt af því sem greinir krabbameinsfrumur frá eðlilegum frumum er að þær hafa öðruvísi efnaskipti. Hugsan- lega yrðu því þessi fléttuefni að lyfjum í framtíðinni sem nýttust með öðrum lyfjum þar sem þau skerpa á muninum á milli á eðli- legra frumna og krabbameins- frumna. Þannig væri hægt að ráðast eingöngu á krabbameins- frumurnar án þess að skemma eðlilegar frumur í leiðinni.“ - rat Efni í íslenskum fléttum lofa góðu Helga M. Ögmundsdóttir prófessor við Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum segir spennandi efni finnast í íslenskum fléttum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gleðitónar Rósa Jóhannesdóttir, fiðluleikari Verð aðeins 10.900 krónur með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Nánari upplýsingar á www.kfum.is - Bókanir í síma 588 8899 Konur 18 - 99 ára Gleði og hamingja í Vindáshlíð 27.-29. ágúst 2010 Hlátur Ásta Valdimarsdóttir, hláturambassador Verið glöð Sr. María Ágústsdóttir Hamingjan er best af öllu í sköpunarverkinu Lára Sch. Thorsteinsson, verkefnastjóri Messa Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Viltu ná kjörþyngd og komast í form? TT námskeiðin okkar sívinsælu, frá toppi til táar, miðast við að veita konum leiðsögn um lífshætti sem skila árangri. Þau byggjast á áralangri reynslu og fela í sér leiðbeiningar um mataræði, líkamsbeitingu, fundi, vigtun og mælingar. TT námskeiðin standa yfir í sex vikur. Þrjá tíma í viku er stunduð markviss líkamsrækt sem eflir þol og styrk og tekur mið af einstaklingsbundinni getu. Vigtað er í hverjum tíma og mælingar gerðar þrisvar á tímabilinu. Fundur er haldinn einu sinni í viku. Við veitum persónulega þjónustu í notalegu umhverfi þar sem algjör trúnaður ríkir. Velkomin í okkar hóp! TT tímar í boði: 6:15 A mánu-, miðviku- og föstudagar 7:20 C mánu-, miðviku- og föstudagar 10:15 D mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 12:05 F mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 14:20 G mánu-, miðviku- og föstudagar 16:40 H mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 17:40 I mánu- og þriðjud, fimmtud 18:25 Barnapössun 18:40 J mánud, - miðvikud 19:25 og lau 8:30 18:25 TT3 Mánu- og miðvikud - (16-25 ára) NÁMSKEIÐUM FYLGIR FRJÁLS MÆTING Í TÆKJASAL Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 22. ágúst kl. 16:00 og 17:00 E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Innritun í fullum gangi! Sími 581 3730 telpurS onuK r Staðurinn - Ræktin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.