Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 12
12 17. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR A T A R N A Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Þvottavél og þurrkari frá Siemens. Einstök gæði. Góð þjónusta. Þetta eru tækin handa þér! S tS t_ 10 04 26 -0 01 JAPAN, AP Kína er nú komið í annað sætið yfir stærstu hag- kerfi heims, næst á eftir Banda- ríkjunum. Japan víkur þar með fyrir Kína og fellur niður í þriðja sætið. Hagvöxtur í Japan mældist á öðrum ársfjórðungi aðeins 0,4 prósent, reiknað á ársgrundvelli, sem er langt fyrir neðan þann 4,4 prósenta vöxt sem mældist á fyrsta fjórðungi ársins. Kína festir sig þar með í sessi sem efnahagsveldi á hraðri upp- leið, en um leið staðfesta tölurn- ar frá Japan að þar eiga menn við aukna erfiðleika að glíma í efna- hagslífinu. Þótt einkaneysla í Japan hafa ekki dregist saman þá eiga útflutningsgreinar í erfiðleik- um, bæði vegna heimskreppunn- ar og vegna þess hve jenið hefur styrkst, sem dregur úr verðmæti útflutningsvara í jenum mælt. Efnahagsvöxtur í Kína hefur átt stóran þátt í að hjálpa Banda- ríkjunum, Japan og Evrópuríkj- um upp úr kreppunni miklu. Óvíst er þó hvort eftirspurnin í Kína dugir til að hjálpa Japönum eða öðrum endanlega yfir hjallann. Nýjustu efnahagstölur frá Japan benda til þess að ástandið þar sé harla brothætt. „Japan er kanarífuglinn í gull- námunni vegna þess að Japan er mjög háð eftirspurn í Asíu og Kína, og sú eftirspurn er að kólna verulega,“ segir Martin Schulz, hagfræðingur við Fujitsu rann- sóknarstofnunina í Tókíó. Kína hefur reyndar farið upp fyrir Japan áður í ársfjórðungs- tölum, en í þetta skiptið er ólík- legt að Japan komist fram úr á ný. Hagvöxtur í Kína er um tíu prósent á ári, sem er miklu meiri en hagvöxtur Japana, sem lík- lega verður tvö til þrjú prósent á þessu ári. Bilið á milli þjóðanna var orðið knappt um síðustu ára- mót þannig að hagkerfi Kína verður áfram næstum örugglega stærra en hagkerfi Japans í lok þessa árs. Japan hefur verið í öðru sæti yfir stærstu hagkerfi heims, næst á eftir Bandaríkjunum, allar götur síðan 1968, þegar Þýskaland missti annað sætið. Vöxtur Kína undanfarin ár hefur hins vegar verið gríðarleg- ur. Jafnframt hefur eftirspurn kín- verskra neytenda eftir vörum frá Japan, Ástralíu og ýmsum þróun- arlöndum vaxið hratt. Á hinn bóginn hefur hagvöxtur- inn í Kína valdið því að ört vaxandi bil hefur myndast milli fátækra og ríkra íbúa þessa fjölmennasta lands heims. gudsteinn@frettabladid.is Kínverjar komnir fram úr Japönum Kína festir sig í sessi sem ört vaxandi efnahagsveldi. Hagvöxtur í Japan varð minni á síðasta ársfjórðungi en búist var við, en Kína siglir hraðbyri fram úr. Styrkur jensins hamlar japönskum útflutningi. VERSLUN Í PEKING Starfsfólk býr sig undir daginn. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Frekar en að fara í skattahækkanir á að skoða hug- myndir ríkisstjórnarinnar um mögulegan niðurskurð í ríkiskerf- inu, segir þingmaður Samfylking- ar, Magnús Orri Schram. „Ég held að á einhverjum tíma- punkti verðum við komin of langt í skattahækkunum og förum að missa frá okkur fjármuni með þeim,“ segir hann Magnús nefnir sérstaklega tekjuskatt fyrirtækja, fjármagns- tekjuskatt og auðlegðargjald. Jafn- vel hafi verið gengið of langt með hækkun áfengisgjalds líka. „Ég vil frek- ar skera niður t i l dæmis í stjórnarráðinu og á vettvangi háskólanna. Það er hægt að gera betur á flest- um sviðum rík- iskerfisins. Ég hef séð ýmsar hugmyndir frá ríkisstjórninni um hvar á að skera niður. Ég vil fara frekar í þann lista,“ segir hann. Þingmaðurinn vill þó ekki upplýsa um innihald þessa lista frekar. „Menn eru að velta þessu fyrir sér og ræða á pólitískum vettvangi hvað beri að taka af þessum lista,“ segir hann. Haft var eftir Magnúsi Orra á RÚV á sunnudag að honum væri skapi næst að lýsa því yfir að hann væri hættur að styðja ríkisstjórn- ina, en það væri lýðskrum að gera það. Með þessu var hann að „vísa til þess að í sumar hótuðu þing- menn VG að hætta að styðja stjórn- ina út af Magma-málinu. Það eru vinnubrögð sem mér hugnast ekki og ég er alls ekki hættur að styðja ríkisstjórnina.“ - kóþ Þingmaður Samfylkingarinnar leggst gegn hugmyndum um skattahækkanir: Vill skoða niðurskurðarlistann MAGNÚS ORRI SCHRAM REYKJANES Vatnsskemmdir urðu á parketi í Stóru-Vogaskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd um helgina. Salurinn sem kallast Tjarnar- salurinn var fullur af vatni þegar að honum var komið á sunnu- dagsmorgun. Þá átti að fara að undirbúa kaffisamsæti í tilefni af 120 ára afmæli sveitarfélags- ins. Dansleikur hafði verið í hús- inu á laugardag og hefur flætt eftir hann. Ekki er enn ljóst hvað gerðist en verið er að kanna allar lagnir hússins. - þeb Vatnsskemmdir í skóla: Tjarnarsalur fullur af vatni ÍHUGULL Á SVIP Þessi kornungi bavíani virðir fyrir sér tilveruna í dýragarði í Madríd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI BSRB fagnar því að sam- kvæmt mjólkurfrumvarpi Jóns Bjarnasonar, landbúnaðarráð- herra, fá bændur aukið svigrúm til heimavinnslu. BSRB vill þó að heimildirnar verði auknar enn frekar. BSRB segist hins vegar ekki taka afstöðu til áforma um að leggja harðar sektarrefsingar við starfsemi bænda sem ekki eiga mjólkurkvóta. Í umsögn um frumvarpið til Alþingis segir BSRB þó að það sé „engum til hagsbóta, hvorki neytendum né framleiðendum, að einstök tilvik utan kerfis vinni gegn kerfinu og grafi þannig tilviljanakennt undan því,“ segir BSRB. „Sé vilji til breytinga þarf að hefja heildstæða endurskoðun á kerfinu,“ segir í umsöginni. - pg Styðja mjólkurfrumvarp: BSRB fagnar frumvarpi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.