Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.08.2010, Blaðsíða 38
26 17. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Breski grínistinn Ricky Gervais segir að kínversk útgáfa af sjón- varpsþáttum sínum, The Office, sé í bígerð. Þættirnir slógu fyrst í gegn í Bretlandi með honum í aðalhlutverki. Síðan var gerð bandarísk útgáfa með Steve Carell í hlutverki skrifstofustjór- ans og núna er kínversk útgáfa í uppsiglingu. Hvað varðar banda- rísku útgáfuna þá stendur yfir leit að nýjum skrifstofustjóra í stað Carells sem hefur sagt upp störfum. Rys Darby úr þáttun- um Flight of the Conchords og grínistinn Danny McBride eru báðir taldir líklegir til að hreppa hnossið. The Office fer til Kína RICKY GERVAIS Kínversk útgáfa af The Office er í undirbúningi. Harðhausamyndin The Expenda- bles var frumsýnd vestanhafs um síðustu helgi og fór beint í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar. Myndin er stútfull af hasarmynda- hetjum á borð við Sylvester Stall- one, Bruce Willis, Jet Li, Jason Statham, Dolph Lundgren og Arn- old Scwarzenegger og koma vin- sældir hennar því ekki á óvart. Í öðru sæti var Eat, Love, Pray með Juliu Roberts í aðalhlutverki. Hún fjallar um konu sem ferðast um heiminn eftir að hafa lent í skiln- aði. Gamanmyndin The Other Guys, sem var í efsta sætinu, er nú í þriðja sæti. Will Ferrell leik- ur aðalhlutverkið í þeirri mynd. Hasarhetjur á toppinn THE EXPENDABLES Dolph Lundgren og Terry Crews leika í harðhausamyndinni The Expendables. NORDICPHOTOS/GETTY Gamanleikarinn Kelsey Grammer tilkynnti fyrir sex vikum að hann og eiginkona hans til þrettán ára ætluðu að skilja. Nú er ástæðan fyrir skilnaðinum komin fram, en svo virðist sem Grammer hafi átt í ástarsambandi við unga, breska flugfreyju að nafni Kayte Walsh. Faðir Walsh viðurkenndi í viðtali við tímaritið Daily Mail að dóttir hans ætti von á barni með Grammer og að parið væri hamingjusamt saman. „Þetta eru ánægjulegar fréttir og við samgleðj- umst þeim. Ég veit ekki hversu lengi þau hafa verið saman og ég hef enn ekki hitt manninn, en ég hlakka mikið til þess. Við fengum sjálf að vita af óléttunni fyrir aðeins nokkrum dögum og þetta kom okkur öllum mjög á óvart,“ sagði faðir stúlk- unnar. Hann telur þó að parið hafi kynnst þegar Walsh millilenti í Bandaríkjunum. „Hún starfar fyrir Virgin Airways og flýgur gjarnan til Banda- ríkjanna, ætli þau hafi ekki kynnst í einni ferðinni. Það sem skiptir mig mestu máli er að dóttir mín sé hamingjusöm.“ Myndir af parinu birtust nýverið á Netinu og virðist Grammer afskaplega hrifinn af hinni ungu kærustu sinni, en stúlkan er aðeins 29 ára gömul, aðeins þremur árum eldri en elsta barn Grammers. Kelsey Grammer faðir á ný SKILIN AÐ SKIPTUM Kelsey Grammer og eiginkona hans skildu fyrir sex vikum og er hann strax búinn að barna unga, breska flugfreyju. NORDICPHOTOS/GETTY Victoria Ferell leikur aðal- hlutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd. Hinn tólf ára gamli nemandi í Melaskóla segist ganga með leikkonu- drauminn í maganum. „Ég bjóst alls ekki við þessu en ég var rosalega glöð yfir því að fá hlutverkið. Nú bíð ég bara spennt eftir því að sjá myndina tilbúna,“ segir Victoria Ferrell, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni L7: Hrafnar, Sóleyjar og Myrra sem frumsýnd verður í byrjun næsta árs. Victoria eyddi sumrinu á ögn öðruvísi hátt en aðrir jafnaldrar hennar því tökur hófust nánast um leið og sumarfríið hófst. Victoria leikur unga stúlku sem misir bæði föður sinn og bróður í bílslysi. Hún kemst að því að faðir hennar hafi tekið þátt í áhugamannaleikfélagi og í kjölfarið dregst hún inní bar- áttu þeirra við bæjaryfirvöld og fjölmörg önnur ævintýri. „Ég tók þátt í áheyrnarpruf- um þar sem voru um 200 stelp- ur. Ég komst fyrst í átta manna úrslit og þurfti þá að læra tvo ein- leiki, annan á íslensku og hinn á ensku. Og síðan var ég bara valin,“ segir Victoria, sem hefur ekki leikið mikið áður fyrir utan statistahlutverk í myndinni Kjöt- borg ásamt því að hafa verið síð- asta ár á námskeiðinu Sönglist í Borgarleikhúsinu. Victoria segir að skemmtileg- asta atriðið hafi verið eltingaleik- ur sem tekinn var upp að nætur- lagi. „Allir leikararnir sem tóku þátt voru saman að spjalla á milli upptaka og það var líka mjög gaman þegar ég þurfti að leika á stultum,“ segir hún. Samkvæmt Victoriu sjálfri er myndin fyrst og fremst fjölskyldumynd. „Þetta er ekki dramamynd en samt með smá dimmum köflum út af missi stelp- unnar. En hún er annars mjög fynd- in og skemmtileg.“ Og hún vonar að þetta verði ekki það síðasta sem hún geri á leikaraferlinum.„Ég skelli mér örugglega í einhverjar prufur ef þær koma upp. Mig lang- ar rosalega mikið að verða leikkona í framtíðinni.“ linda@frettabladid.is Eltingarleikurinn að nóttu til skemmtilegastur VICTORIA BJÖRK FARRELL Þessi 12 ára stúlka eyddi sumrinu í upptökum fyrir nýja fjölskyldumynd sem frumsýnd verður í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Glæpasagan Sér grefur gröf eftir rit- höfundinn Yrsu Sigurðardóttur er á meðal þeirra verka sem tilnefnd eru til Shamus-glæpasagnaverð- launanna í ár. Verðlaunin eru veitt í Bandaríkjunum ár hvert og er verk Yrsu eina þýdda glæpasag- an sem tilnefnd er til verðlaun- anna í ár. Verðlaunin veita samtök banda- rískra glæpasagnahöfunda og eru þau veitt fyrir bækur þar sem einkaspæj- arar eru í aðalhlutverki. „Þetta er mikill heiður fyrir Yrsu,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti & Veröld. „Sérstaklega þar sem þetta er eina þýdda verkið sem tilnefnt er til verðlaunanna í ár. Auk þess styrkir þetta stöðu hennar á Bandaríkjamarkaði og vekur athygli á henni sem rithöfundi.“ Pétur Már bætir við að það þyki afrek út af fyrir sig að komast inn á Bandaríkjamarkað þar sem einungis lítið brot af þýddum bók- menntum sé gefið út þar árlega. Sér grefur gröf hefur fengið góða dóma bæði hér heima og erlendis og eru bæði Yrsa og Arnaldur Indriðason talin í hópi fremstu glæpasagnahöfunda Norðurlanda um þessar mundir. - sm Yrsa tilnefnd til verðlauna NÝTUR VELGENGNI Yrsa Sigurðardóttir er til- nefnd til glæpasagnaverðlaunanna Shamus í ár og þykir það mikill heiður fyrir rithöfundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eva Longoria Parker hefur leitað til vinkonu sinnar Victoriu Beckham til að fá ráð varðandi hjónaband- ið því hana langar að hjónabandi hennar gangi jafn vel og hjónabandi Beckham-hjónanna. Þegar fyrrum Spice Girls-söng- konan flutti til Los Angeles árið 2007 myndaðist góður vinskapur á milli hennar og Desperate Hou- sewives-leikkonunnar. Longoria, sem giftist eiginmanni sínum sama ár og Beckham-hjónin fluttu til LA, dáist að nánu sambandi hjónanna og vill það sama fyrir sig og eigin- manninn. „Victoria er elskuleg kona. Eigin- menn okkar eru báðir íþróttastjörn- ur og ferðast báðir mikið, og Victor- ia hefur gefið mér góð ráð um það hvernig ég eigi að takast á við það,“ segir Longoria í viðtalið við Britain ś Sunday Mirror. „Hún er góð móðir líka. Ef þú sérð hana einhvern tím- ann með börnin sín, þá sérðu að allt snýst um þau og David. Hún er góð fyrirmynd. Ég vil virkilega að hjóna- band mitt verði eins og hennar.“ Fær hjónabandsráð hjá frú Beckham > LOHAN Á LEIÐ HEIM Leikkonan Lindsay Lohan virðist hafa heppnina með sér. Hún var dæmd í níutíu daga fangelsi fyrir stuttu en þurfti aðeins að afplána þrettán. Eftir að hún losnaði úr steininum var hún send beinustu leið í meðferð og átti að vera þar í mánuð, en nú hafa þær frétt- ir borist að stúlkan losni einnig fyrr úr meðferðinni og fái að fara heim á næstu dögum. EVA LONGORIA PARKER Segir Victoriu Beckham vera fyrirmynd og hún vilji að sitt hjónaband verði líkt og hennar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.