Fréttablaðið - 18.08.2010, Side 34
26 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið spilar gríðarlega mikil-
vægan leik á móti Frökkum á
Laugardalsvellinum á Menning-
arnótt. Liðið þarf að vinna 3-0
sigur til þess að eiga möguleika
á því að vinna riðilinn en sigur
gæti reynst liðinu heilladrjúgur í
framtíðinni þótt hann myndi ekki
duga til þess að liðið kæmist upp
úr riðlinum.
„Þetta er frábær áskorun og ég
held að það dreymi alla leikmenn
um að fá að spila svona leiki á
heimavelli. Við erum alltaf að
mæta þessum sterkustu þjóðum
á útivelli eða á hlutlausum velli.
Loksins fáum við virkilega sterkt
lið hingað heim. Ég held að alla
góða leikmenn dreymi um að fá
svona áskorun,“ sagði Sigurður
Ragnar en íslenska liðið hefur
unnið alla níu leikina undir hans
stjórn á Laugardalsvelli með
markatölunni 43-0.
„Okkur hefur bara einu sinni
tekist að vinna Frakkland og það
var leikurinn sem við pökkuðum
í vörn og náðum síðan að skora í
restina úr skyndisókn. Franska
liðið er með átta leikmenn sem
tóku þátt í úrslitaleiknum í Meist-
aradeildinni og tvo frábæra leik-
menn sem eru að spila í banda-
rísku úrvalsdeildinni,“ segir
Sigurður Ragnar sem saknar
sterkra leikmanna.
Ísland þarf að vinna leikinn 3-
0 til að vinna upp 0-2 tap í fyrri
leiknum í Frakklandi en Sigurð-
ur Ragnar er líka búinn að reikna
það út að sigur gæti hjálpað fram-
tíðarplönum liðsins.
„Sigur gæti mögulega gefið
okkur það að við yrðum í fyrsta
styrkleikaflokki í drættinum
fyrir undankeppni næsta Evrópu-
móts. Þá myndum við sleppa við
þjóðir eins og Þýskaland, Noreg,
Svíþjóð, Danmörku, England og
Frakkland. Það er því til mikils
að vinna að vinna þennan leik,“
segir Sigurður Ragnar.
Hann vonast eftir góðum stuðn-
ingi og að landsleikurinn mikil-
vægi falli ekki í skuggann af öllu
því sem er í gangi í Reykjavík á
menningarnótt.
„Ég vona að fólk geri sér leið
á völlinn á leikinn sem er klukk-
an fjögur. Það er svo mikilvægt
að við fáum góðan stuðning því
við þurfum extra mikla hjálp
núna þar sem liðið okkar er
aðeins lemstrað og óreyndara en
oft áður. Þá er gott að fá klapp
þegar maður gerir vel og stuðn-
ing frá áhorfendum,“ segir Sig-
urður Ragnar sem dreymir um
3-0 sigur og sigur í riðlinum. - óój
Sigurður Ragnar Eyjólfsson veit að íslenska landsliðið þarf að eiga stórleik til að vinna Frakka á laugardaginn:
Það er allt hægt á Laugardalsvellinum
SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON Þjálfari kvennalandsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
1. deild karla:
KA-Fjarðabyggð 2-2
Steinn Gunnarsson, Daniel Stubbs - Andri
Albertsson, Fannar Árnason.
Þróttur-Þór 1-1
Dusan Ivkovic - Atli Sigurjónsson.
ÍA-Víkingur R. 1-1
sjálfsmark - Daníel Hjaltason.
Grótta-Leiknir 0-0
HK-Njarðvík 4-1
Hólmbert Friðjónsson 3, Ásgrímur Albertsson
- Ísak Örn Þórðarson.
ÍR-Fjölnir 0-2
Pétur Georg Markan.
* upplýsingar um markaskorara fengnir frá
fótbolti.net.
STAÐAN:
Leiknir 17 11 2 4 25-13 35
Víkingur 17 10 3 4 30-20 33
Þór 17 8 7 2 31-19 31
ÍR 17 8 5 4 29-27 29
Fjölnir 17 8 4 5 31-23 27
KA 17 6 5 6 24-28 23
ÍA 17 5 7 5 26-23 22
Þróttur 17 6 3 8 24-29 21
HK 17 5 4 8 25-30 19
Grótta 17 4 5 8 24-26 17
Fjarðabyggð 17 3 3 11 21-35 12
Njarðvík 17 3 2 12 12-29 11
Meistaradeild Evrópu:
Young Boys-Tottenham 3-2
1-0 Senad Lulic (4.), 2-0 Henri Bienvenu (13.),
3-0 Xavier Hochstrasser (28.), 3-1 Sebastien
Bassong (42.), 3-2 Roman Pavlyuchenko (83.).
Zenit. St. Petersburg-Auxerre 1-0
Dynamo Kiev-Ajax 1-1
Rosenborg-FC Copenhagen 2-1
1-0 Steffen Iversen (23.), 2-0 Markus Henriksen
(57.), 2-1 Jesper Grönkjær (84.)
Sparta Prag-Zilina 0-2
ÚRSLIT
- gólfþvottavélar
- ryksugur
Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ.
Sími 480-0000 · www.aflvelar.is
- sala
- varahlutir
- þjónusta
Björgvin Páll Gústavsson æfir sig í allt að klukkutíma aukalega á
hverjum degi. Metnaðurinn hjá íslenska landsliðsmarkmanninum er
að skila sér í frábæru formi fyrir nýja tímabilið með
Kadetten í Sviss, hans síðasta hjá félaginu.
Liðið hefur tekið þátt í tveimur æfinga-
mótum í sumar og hefur Björgvin verið
valinn besti markmaður beggja mótanna.
„Ég er búinn að vera að æfa eins og rotta,
það er að skila sér og mér hefur gengið vel,“ sagði
Björgvin við Fréttablaðið í gær. En hvernig æfir
maður eins og rotta?
„Bara meira en allir hinir,“ segir Björgvin ákveðinn.
„Ég mæti alltaf fyrstur og er síðastur út. Ég er að æfa á
réttum forsendum núna, aukaæfingarnar ofan á hitt og
matarræðið hefur verið áberandi gott hjá mér undanfarið,“
segir markmaðurinn.
Liðið hefur unnið sterk lið á borð við Hamburg og Celje
Lasko. „Við höfum líka átt slæma leiki en vörnin okkar er orðin betri
en í fyrra og ég græði klárlega á því.”
Hann segir líka að hann sé búinn að koma sér vel fyrir en um leið
að tímabilið sé hans síðasta í Sviss. „Þetta tímabil er mjög spennandi
fyrir mig. Ég er 25 ára og á góð fimmtán ár eftir í boltanum. Það stefnir
í spennandi og skemmtilegt tímabil, við erum í skemmtilegum riðli
í Meistaradeildinni,“ segir Björgvin sem er ánægður yfir að vera
samningslaus eftir þetta tímabil.
„Það er líka HM í janúar og það er góður gluggi. Ég er búinn
að vera að horfa á HM frá því í sumar og það hjálpar manni í
útihlaupunum,“ segir markmaðurinn.
Hann talar einnig um bætt mataræði og þá sérstaklega
íslenska harðfiskinn. „Ég læt fólk draga mat með sér hingað
út, meðal annars harðfisk. Ætli það sé ekki hluti af velgengn-
inni. Eins kjánalega og það hljómar læt ég fólk líka taka
íslenskan ost út, og það til Sviss. Ætli það sé ekki bara gamli
vaninn,“ segir matgæðingurinn Björgvin Páll Gústavsson.
BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON: VALINN BESTUR Á TVEIMUR ÆFINGAMÓTUM Í RÖÐ
Harðfiskurinn á hluta af velgengninni
> Arnar og Magnús fara til Danmerkur
Arnar Freyr Jónsson og Magnús Þór Gunnarsson munu
semja við danska félagið Aabyhoj. Það hefur tekið nokk-
urn tíma fyrir tvímenningana að fá atvinnumál
sín úti á hreint en það skýrðist loksins í byrjun
vikunnar. „Við förum út í byrjun september og
semjum við liðið. Það er mjög gaman að
þetta sé í höfn,“ segir Arnar. Þeir félagar
munu vinna sem smiðir og búa saman
í Árósum. „Þetta er svona hálf-
atvinnumennska sem hentar okkur
fínt. Það verður gaman að fara út
og prófa eitthvað nýtt,“ segir Arnar
sem fer því frá Keflvíkingum og Magnús
frá Njarðvík.
FÓTBOLTI Efstu þrjú liðin í 1. deild
karla gerðu öll jafntefli í leikjum
sínum í gær.
Topplið Leiknis sótti Gróttu
heim á Nesið og tókst ekki að
skora. Það tókst Gróttu ekki held-
ur þannig að bæði lið fengu eitt
stig.
Leiknir heldur toppsætinu þar
sem Víkingi tókst ekki að leggja
ÍA að velli. Daníel Hjaltason
bjargaði stigi fyrir Víking eftir
að ÍA hafði komist yfir á sjálfs-
marki.
Þór sótti síðan eitt stig í Laug-
ardalinn gegn Þrótti þar sem
bæði mörkin voru skoruð í fyrri
hálfleik.
HK sýndi loksins eitthvað í
sumar er liðið valtaði yfir botn-
lið Njarðvíkur, 4-1. Þar skoraði
hinn ungi og bráðefnilegi, Hólm-
bert Aron Friðjónsson, þrjú mörk
fyrir Kópavogsliðið.
HK reif sig með sigrinum
aðeins frá botnliðunum og getur
farið að anda dálítið léttar. - hbg
1. deild karla:
Óbreytt á toppi
deildarinnar
SJÓÐHEITUR Hinn ungi Hólmbert Aron
Friðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir HK í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SKEMMTILEGT FUTSAL Bojan Stefán
Ljubicic og félagar í Keflavík töpuðu, 16-
5, fyrir Eindhoven í gær. Keflavík er þar
með úr leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Frumraun Tottenham
Hotspur í Meistaradeild Evrópu
var ekki án vandræða. Liðið
sótti svissneska liðið Young Boys
heim í fyrri leik liðanna í umspili
keppninnar. Young Boys vann
leikinn 3-2 og á ágæta möguleika
í síðari leiknum.
Heimamenn byrjuðu leikinn
með ótrúlegum látum. Eftir aðeins
28 mínútna leik var staðan orðin
3-0 fyrir Young Boys. Heimamenn
hefðu hæglega getað bætt við fleiri
mörkum fyrir hlé enda var vörn
Spurs hriplek.
Skallamark Sebastiens Bass-
ong rétt fyrir hlé gaf Tottenham
síðan von. Spurs gekk illa að skapa
sér færi en Roman Pavlyuchenko
skoraði laglegt mark sex mínútum
fyrir leikslok sem gjörbreytir stöð-
unni fyrir síðari leikinn.
Harry Redknapp, stjóri
Tottenham, var furðulega sáttur
með tapið og lýsti því sem
frábæru.
„Þetta var frábært tap ef hægt
er að tala um slíkt. Við vorum 3-
0 undir og nánast úr leik. Ég verð
að gefa strákunum hrós fyrir
að koma til baka og gefa okkur
möguleika fyrir seinni leikinn,“
sagði Redknapp nokkuð brattur.
Redknapp vildi ekki kenna
gervigrasinu um slæman leik sinna
manna. „Ég vil ekki bjóða upp á
afsakanir. Við æfðum á vellinum
fyrir leik og það voru margir með
ýmsar áhyggjur eftir æfinguna
ef ég á að segja eins og er,“ sagði
Redknapp sem var svo reiður yfir
byrjun sinna manna að hann tók
bakvörðinn Assou-Ekotto af velli
fyrir hálfleik.
„Þessi úrslit þýða að síðari
leikurinn verður frábær á White
Hart Lane. Andrúmsloftið á eftir
að verða einstakt og leikurinn
erfiður. Það er alveg klárt mál.
Þetta er agað lið sem er erfitt að
brjóta niður. Þeir eiga líka lipra
leikmenn sem kunna að sækja
hratt.“
L í k lega t vö best u l ið
Norðurlandanna, Rosenborg og FC
Copenhagen, mættust í Þrándheimi
þar sem heimamenn unnu sigur, 2-
1. Þar voru þekktir menn eins og
Steffen Iversen og Jesper Grönkjær
á skotskónum. Sölvi Geir Ottesen
sat allan tímann á varamannabekk
Kaupmannahafnarliðsins í gær.
henry@frettabladid.is
Smástrákarnir lögðu Spurs
Svissneska liðið Young Boys gerði sér lítið fyrir og lagði enska liðið Tottenham
í fyrri leik liðanna í umspili Meistaradeildar Evrópu. Rosenborg vann
Norðurlandaslaginn gegn FCK þar sem Sölvi Geir Ottesen fékk ekki að spila.
BJARGAÐI MIKLU Roman Pavlyuchenko skoraði gríðarlega mikilvægt mark fyrir
Tottenham þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES