Fréttablaðið - 23.08.2010, Page 10

Fréttablaðið - 23.08.2010, Page 10
10 23. ágúst 2010 MÁNUDAGUR Þriðjudagskvöldið 24. ágúst verður gengið um Öskju- hlíðina undir leiðsögn Einars Gunnlaugssonar, jarðfræðings, og Stefáns Pálssonar, sagn- fræðings. Öskjuhlíðin er forvitnilegt, bæði út frá náttúrufræðilegu og sögulegu sjónarhorni, auk þess sem starfsemi Orkuveitunnar tengist svæðinu á ýmsan hátt. Lagt verður af stað frá Perlunni kl. 19:30. Gönguferð um Öskjuhlíðina Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Athugið að efni dagsins getur riðlast af ýmsum ástæðum og er því bent á að nánari upplýsingar er að finna á vef Orkuveitunnar. SVALAR ÞORSTANUM Þessi kornunga stúlka fékk sér svolítinn sopa úr litlum gosbrunni í dýragarði í borginni Lafay- ette í Indianaríki í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ákvörðun menntaráðs Reykjavíkurborgar um að setja af stað stýrihóp til að efla árangur drengja í grunnskólum, var ekki einróma samþykkt innan ráðsins. Líf Magneudóttir, fulltrúi VG, er ósammála aðgerðinni og segir ekkert benda til þess að góður árangur stúlkna í skóla sé á kostnað drengja og hún gagnrýnir ákvörðun menntaráðs harðlega. „Það er ekki hægt að gefa sér að drengir séu einsleitur hópur sem þarfnist eins og sama úrræðisins,“ segir Líf. „Rannsóknir sýna að munur er á nemendum eftir öðrum breytum en kyni, eins og efnahag foreldra og þátttöku þeirra í skólastarfi. Meirihlut- inn er að vinna gegn hagsmunum barna með því að styðjast við úreltar kenningar.“ Björn Pétursson, skólastjóri Mela- skóla, telur málið flókið og erfitt sé að komast að einni niðurstöðu. „Skólinn er eitt, heimili er annað, fjölmiðlun enn annað. Það þarf að ræða við börnin til þess að kom- ast að því hvað má betur fara. En ég tel að það sé góðra gjalda vert að rannsaka þetta sérstaklega.“ Aðgerðirnar voru settar af stað meðal annars vegna þess að samkvæmt könnun Háskóla Íslands frá árinu 2008 eru drengir ekki eins ánægðir með nám í fyrstu bekkjum grunnskóla og stúlkur. - sv Sagt vinna gegn hagsmunum barna með úreltum kenningum LÍF MAGNEUDÓTTIR STRÁKAR Í SKÓLA Skólastjóri Melaskóla telur varasamt að styðjast of mikið við niðurstöður kannana í málefnum barna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMGÖNGUR Ferða- og útivistarfé- lagið Slóðavinir tók sig til í sumar og lagaði brú á Mosfellsheiði. Brúin liggur á vegarslóða frá Skálafells- afleggjara og inn á Mosfellsheiði „Brúin mátti muna fífil sinn fegurri,“ segir Halldór Sveinsson félagi í Slóðavinum. Brúargólfið var ótraust og götótt að sögn Halldórs. „Þessi brú var orðin hættuleg, við sáum að jeppamenn voru farnir að fara yfir ána fyrir neðan og þar var farið að myndast ljótt sár.“ Slóðavin- ir skiptu um brúargólfið og sáðu í sárin sem farin voru að myndast í landinu í kring. - mmf Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir lagaði brú á Mosfellsheiði: Brúin var orðin ótraust og götótt EFTIR VIÐGERÐ Slóðavinir sáðu í sárin sem farin voru að myndast í landinu í kring. MYND/ÚR EINKASAFNI AFGANISTAN, AP Forseti Afgan- istan, Hamid Karazai, segir réttindum afganskra kvenna ekki verða fórnað í friðarum- leitunum við talibana. Í sam- tali við ABC fréttastofuna á sunnudag sagðist hann nú reyna að ná til talibana sem væru til- búnir að hætta samskiptum við al-Kaída og aðra hryðju- verkahópa. Hann sagði afganskar konur ekki þurfa að óttast um stöðu sína og að þær myndu hafa traustan málsvara í öllum form- legum viðræðum. Hann sagði pólitískan, félagslegan og efna- hagslegan ábata þeirra ekki einungis verða varinn heldur aukinn. -ve HAMID KARZAI Friðarumleitanir í Afganistan: Fórna ekki rétt- indum kvenna SLYS Kona slasaðist á fæti á Hrút- fjallstindum á Öræfajökli tæp- lega hálf átta á laugardagskvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LIF, var kölluð á slysstað. Ekki reyndist unnt að lenda á slysstað og því var lent við Freysnes til að létta þyrluna áður en haldið var aftur á slysstað þar sem hin slasaða var hífð um borð ásamt tveimur ferðafélögum. Konan var svo skilin eftir ásamt ferðafélögunum á Freysnesi þar sem ætlun þeirra var að keyra til Reykjavíkur. - mmf TF-LIF send á slysstað: Kona slasaðist á Öræfajökli Ljósmyndir af landsmóti Landssamband hestamannafélaga hefur í samvinnu við Reykjavíkur- borg komið upp ljósmyndasýningu í Hljómskálagarðinum. Á sýningunni er stiklað á því helsta frá upphafi lands- móts árið 1950 til dagsins í dag. REYKJAVÍK FRÉTTASKÝRING Er þörf á sérstökum úrræðum til að efla námsárangur drengja? Menntaráð Reykjavíkur skipaði í síðustu viku átta manna stýrihóp með fulltrúum skólastjóra, kenn- ara, foreldra og sérfræðinga, sem ætlað er að vinna markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Hvatinn að skipun stýrihópsins er sagður rannsókn- ir sem gerðar hafa verið við Menntavísinda- svið HÍ, sem sýna marktæk- an mun á náms- áhuga og náms- ánægju stúlkna og drengja strax í 1. bekk. Inga Dóra Sig- fúsdóttir, próf- essor í félags- fræði við Háskólann í Reykjavík og Columbia University í New York, hefur rannsakað kynjamun á námsárangri barna og unglinga frá árinu 1997. Hún segir þá stað- reynd löngu kunna að strákum gangi og líði verr í skóla en stelp- um. „Í grunnatriðum þykir mér skipan stýrihópsins þörf og góð. Staðan hefur verið ljós nokkuð lengi en ekki hefur verið brugðist Lausnir verði raunverulegar Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor í félagsfræði, segir skipan stýrihóps, sem ætlað er að vinna að eflingu námsárangurs drengja, í grunnatriðum þarfa og góða. Lausnir þurfi þó að byggja á traustum heimildum. INGA DÓRA SIGFÚSDÓTTIR Á LEIKVELLINUM „Sérfræðingar eru góðir og gildir en foreldrar eru alltaf helstu sér- fræðingar í málefnum barna sinna,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Af 41 þjóð sem tók þátt í alþjóðlegu námsmatskönn- uninni PISA (Programme for International Student Assessment) árið 2003 mælist kynjamunur á náms- árangri í þeim greinum sem rannsakaðar voru mestur hjá Íslendingum. Námsárangurinn reyndist betri hjá stelpum í stærðfræði, raungreinum og lestri. Forskot stelpna í ofantöldum greinum var ljóst í 4. og 7. bekk og allt upp á háskólastig. Munurinn mestur hjá Íslendingum við með beinum aðgerðum fyrr en nú, nema þá í sérstökum tilfellum þar sem ákveðnar tilraunir hafa verið gerðar. Hins vegar er nauð- synlegt að hafa í huga að þetta er flókið mál og byggja þarf á traust- um rannsóknum sem miða að því að finna úrlausnir,“ segir Inga Dóra. Hún segir rannsóknir sínar og fleiri hafa leitt í ljós að strákar hafi almennt minna eftirlit og njóti minni stuðnings foreldra en stelp- ur, og þeir þættir séu veigamiklir í að skýra námsárangur. „Þetta eru þættir sem þarf að breyta í samfé- laginu og þegar rýnt er í tölurnar kemur raunar í ljós að dregið hefur úr kynjamun í námsárangri. Sam- félaginu hættir til að líta á skólann sem einangraða stofnun, en það sem gerist innan veggja skólanna á sér oft orsakir fyrir utan hann.“ Formaður stýrihópsins, Þor- björg Helga Vigfúsdóttir, full- trúi Sjálfstæðisflokks í mennta- ráði Reykjavíkurborgar, telur að kerfið hafi á einhvern hátt misst sjónar á strákum, meðal annars vegna fækkunar á körlum sem fyrirmyndum í skólakerfinu. Inga Dóra segir slíkt ekki eiga við rök að styðjast. „Ýmsar rannsókn- ir hafa sýnt fram á að engu máli skiptir fyrir námsárangur kynj- anna hvort karlar eða konur kenni. Þetta er meðal þess sem þarf að gæta að þegar lausna er leitað, að þær séu raunverulegar og byggi á traustum heimildum,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir. kjartan@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.