Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 38
22 23. ágúst 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Íslenska hljómplatan er hundrað ára og af því tilefni verður vegleg dagskrá í Norræna húsinu í allan dag. Dagskrá- in er í umsjón Hljómplötuklúbbsins íslensk tónlist sem var stofnaður fyrir tveimur árum. Klúbburinn er vettvang- ur fyrir hljómplötusafnara til að hittast og bera saman bækur sínar og strax á fyrsta fundi var það haft á orði að fyrsta íslenska hljómplatan, með íslenska söng- laginu Dalvísur með Pétri A. Jónssyni, hafi komið út árið 1910. Skömmu síðar var farið að skipuleggja afmælið. Kristján Frímann Kristjánsson, for- maður klúbbsins, er beðinn um að segja frá fyrstu plötunni og nefna fleiri þætti sem tilheyra gullöld íslenskra popptón- listar. „Pétur A. Jónsson var óperusöngv- ari í Þýskalandi skömmu eftir þarsíðustu aldamót og drýgði tekjur sínar með því að syngja inn á plötur í Danmörku. Hann sendi Dalvísur til Íslands og þá varð ekki aftur snúið.“ Kristján segir plötugerð og -sölu hafa verið nokkuð stopula á Íslandi fyrstu árin og enga í seinni heimsstyrj- öldinni ef frá eru taldar djassplötur sem bárust til landsins með hernum. Íslend- ingum þótti það undarleg tónlist. „Fysta rokklagið kom út árið 1957. Það fékk nafnið Vagg og velta (rock and roll) og var flutt af Erlu Þorsteinsdótt- ur. Lagið var þó nær samstundis bann- að þar sem textinn þótti dónalegur en hann var útursnúningur úr vísunni Afi minn fór á honum Rauð,“ segir Krisján. Árið 1961 hljóðritaði Ómar Ragnarsson sína fyrsu plötu en á henni voru meðal annars lögin Sveitaball og Ást, ást, ást. Ári seinna kom fyrsta lagið sem var samið fyrir íslenska kvikmynd út en það hét 79 af stöðinni. Titillinn breytt- ist og það er nú þekkt sem Vegir liggja til allra átta. Lagið var síðar valið dæg- urlag aldarinnar á Íslandi. Árið 1964 hóf tónlistar- og skemmti- krafturinn Svavar Gests að gefa út hljómplötur undir merkinu SG-hljóm- plötur sem áttu eftir að verða lífsseig- ar. „Árið 1971 kemur fyrsta og eina stóra plata Ragga Bjarna út en á henni er auk þess eina lagið sem hann hefur samið. Það heitir Barn og er við ljóð Steins Steinarr. Eftir kvennafrídag- inn árið 1975 kom platan Áfram stelp- ur út við góðar undirtektir og sama ár kom hulduhljómsveitin Stuðmenn fram á sjónarsviðið með plötu sína Sumar á Sýrlandi. Hljómur plötunnar þótti betri en áður hafði þekkst og vinnsla hennar öll hin fagmannlegasta,“ segir Kristján og heldur áfram: „Árið 1977 gaf Fálkinn út plötu með ellefu ára óþekktri stúlku. Það þótti heldur sér- stakt en lagið Arabadrengurinn náði þó nokkrum vinsældum. Seinna átti stelp- an Björk Guðmundsdóttir eftir að ná heimsfrægð.” Áfram mætti lengi telja en í anddyri Norræna hússins verður sýning þar sem sagan verður rakin í máli og myndum.“ Á dagskránni verða síðan erindi um 78 snúninga plöturnar, smáskífur, og hæggengar LP og SG hljómplötur svo dæmi séu nefnd. Ómar Ragnars- son verður heiðraður fyrir textagerð, Garðar Thor Cortes syngur Dalvísur og Ragnar Bjarnason flytur nokkur lög sem komu út á fyrstu 45 snúninga plöt- unum. Dagskráin endar á því að hljóm- sveitin Þeyr kemur saman í fyrsta skipti í 28 ár í tilefni 30 ára afmælis síns en hún kom fyrst saman í Norræna hús- inu árið 1980. vera@frettabladid.is ÍSLENSKA HLJÓMPLATAN: HUNDRAÐ ÁRA Tónlistarsagan í tónum og tali SAFNARI Kristján á myndarlegt SG-plötusafn. Hann hefur sett alla útgáfuna inn á Wikipediu en þar er að finna upplýsingar um hverja plötu fyrir sig ásamt hljóðdæmum. Hér er hann með fyrstu plötu hljómsveitarinnar Þeys sem kemur saman í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI RIVER PHOENIX (1970-1993) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Grænmetishyggja er tengd fullkomnun og friði.“ River Phoenix var bandarísk- ur leikari sem lést langt fyrir aldur fram. Þennan dag árið 1967 fékk íslenska landsliðið í knattspyrnu skell sem aldrei gleymist, þegar þeir töpuðu fjórtán tvö fyrir Dönum á þjóðarleikvangi Dana í Kaupmannahöfn. Þó í dag séu liðin rúmlega fjörtíu ár síðan hefur útreiðin síður en svo gleymst. Mörk Íslendinga gerðu þeir Helgi Númason og Hermann Gunnarsson. Mikill hugur hafði verið í íslenska landsliðinu eftir góðan árangur gegn Spánverj- um en leikurinn reyndist verða hin mesta háðung og eru þetta mestu hrakfarir íslenskrar knattspyrnu fyrr og síðar. Í bókinni Knattspyrna í heila öld kemur fram að leikurinn hafi verið samfelld hrakfallasaga hjá íslenska liðinu, en tónninn var gefinn þegar Elmar Geirsson fékk bolta í höfuðið í búnings- klefanum svo hann rotaðist og gat ekki spilað með. Staðan í hálfleik var 6:0 og eftir leikhlé héldu dönsku landsliðsmennirnir áfram að skora hvert glæsimarkið á fætur öðru. ÞETTA GERÐIST 23. ÁGÚST ÁRIÐ 1967 Íslendingar tapa 14-2 fyrir Dönum HERMANN GUNNARSSON skoraði annað mark Íslendinga. MERKISATBURÐIR 1914 Japan sagði Þýskalandi stríði á hendur. 1942 Orrustan um Stalíngrad hefst. 1946 Gunnar Huseby setur Evr- ópumet í kúluvarpi í Ósló. 1954 Við fornleifauppgröft í Skálholti finnst steinkista Páls biskups Jónssonar, sem lést 1211. 1989 Íbúar Eistlands, Lettlands og Litháens mynda 600 km langa mennska keðju og krefjast frelsis og sjálf- stæðis. 2006 Austurríska stúlkan Nat- ascha Kampusch slepp- ur úr haldi mannræningja eftir átta ára innilokun í kjallara hans. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Mjallhvít Þorláksdóttir, Hraunbæ 16, Reykjavík, sem lést á dvalarheimilinu Mörk þriðjudaginn 7. ágúst, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Sigmar Eyjólfsson, börn og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Helga Felixsonar húsasmiðs, Andrésbrunni 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Fríða Freymóðsdóttir Erla Helgadóttir Tómas Guðmarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Árnadóttir lést sunnudaginn 15. ágúst 2010 á sjúkradeild Hornbrekku Ólafsfirði. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hornbrekku fyrir góða umönnun. Eiríkur Óskarsson Inga Hrönn Sigurðardóttir Birna Óskarsdóttir Hilmar Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnlaugur Ó. Guðmundsson frá Ísafirði, Ársölum 1, Kópavogi, lést laugardaginn 14. ágúst. Útför hans fer fram frá Garðakirkju Álftanesi þriðjudaginn 24. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimaþjónustu Karitas og Krabbameinsfélag Íslands. Jónína Nielsen Theódóra Gunnlaugsdóttir Tryggvi Ólafsson Guðmundur Gunnlaugsson Sólrún Anna Jónsdóttir Margrét Gunnlaugsdóttir Sveinbjörn Jóhannsson Sif Gunnlaugsdóttir barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts Jónínu Jónsdóttur frá Gemlufalli, áður til heimilis Safamýri 51, Reykjavík. Sigríður Pétursdóttir Jan Overmeer Jón Ágúst Pétursson Hólmfríður Helga Þórsdóttir Ólafur Pétursson Anna M.Þ. Ólafsdóttir Kristín Pétursdóttir Þröstur Harðarson og barnabörn. MOSAIK Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.