Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 4
4 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Í blaðinu í gær var ranghermt hvar steypireyði hefði rekið á land. Hvalrekinn varð við bæinn Ásbúðir á Skaga. LEIÐRÉTTING SKIPULAGSMÁL Reginn, dótturfélag Landsbankans, sem leysti til sín risavaxna lóð með sökkli að tólf þúsund fermetra verslunarmið- stöð er nú að láta moka yfir allan grunninn. „Menn hafa ekki sýn á það að það verði byggt ofan á sökkulinn á næstunni og bæjaryfirvöld hafa þrýst mjög fast á að það verði gengið sómasamlega frá þessu,“ segir Gísli Norðdahl, bygginga- fulltrúi í Kópavogi, Sökkullinn undir húsið í Skógarlind 1 var steyptur vorið 2008 að sögn Gísla. Byggingin átti að verða samtals tólf þúsund fermetrar á tveimur hæðum ofan á opnum bílakjallara. Til saman- burðar má nefna að byggingin sem hýsir meðal annars stórversl- anir Elkó, Intersport og Krónuna þar við hliðina er um tíu þúsund fermetrar. Kvartanir hafi borist frá íbúum í Lindarhverfi vegna þess að lóðin hafi verið ófrágeng- in um langa hríð. Verktakafyrirtækið JB bygg- ingarfélag átti lóðina og steypti sökklana. Að sögn Gísla hafði ekki verið ákveðið nákvæmlega hvaða rekstur yrði í húsinu held- ur hafi einfaldlega verið rætt um óskilgreinda verslunar- og þjón- ustustarfsemi. Landsbankinn hafi átt ítök í lóðinni. Í kjölfar þess að JB Byggingarfélag hafi komist í þrot í fyrravetur hafi bankinn leyst til sín eignina fyrir nokkr- um vikum. Nú sé hún í umsjá Reg- ins, fasteignafélags bankans, sem staðið hafi sig með prýði gagnvart bæjaryfirvöldum. „Þeir eru nú að beygja steypu- styrktarjárnin og setja grús yfir og ætla að slétta þetta og gera snyrtilegt. Þetta er alfar- ið á þeirra kostnað,“ undirstrik- ar Gísli og bætir við að varnar- girðingin umhverfis lóðina verði tekin niður og svæðið opnað. „Næsta vor verður síðan sáð grasi og lóðin gæti orðið bæjar- prýði.“ Aðspurður segir Gísli um eins- dæmi að ræða í Kópavogi þótt mokað hafi verið ofan í nokkra einbýlishúsagrunna. Eftir hrun- ið hafi menn „úti um allan bæ“ lent í töfum á byggingafram- kvæmdum og bæjaryfirvöld hafi sýnt tilslakanir. „Þetta eru erf- iðir tímar en það þarf alltaf að finna lausn á málunum.“ Ekki náðist í framkvæmda- stjóra Regins í gær. Gísli segir algerlega óljóst hvað verði um hinn mikla sökkul. Ef til vill verði hann grafinn upp aftur síðar. „Hugsanlega nýta menn þess- ar undirstöður fyrir það hús sem þær eru ætlaðar fyrir eða þá að þarna kemur eitthvað allt annað. Nú bíður þetta bara næstu upp- sveiflu.“ gar@frettabladid.is Urða verslunarhöll á meðan kreppan ríkir Verið er að moka yfir sökkla tólf þúsund fermetra verslunarhúss í Kópavogi að kröfu bæjaryfirvalda. Byggingarfulltrúi segir þetta gert á kostnað eiganda. Ekki sé útlit fyrir þörf á húsinu. Nú bíði menn einfaldlega næstu uppsveiflu. SKÓGARLIND 1 Sökklar að tólf þúsund fermetra verslunarmiðstöð voru steyptir rétt fyrir hrun. Engin þörf er á húsinu og því verður einfaldlega mokað yfir framkvæmd- ina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 36° 24° 19° 19° 22° 24° 18° 18° 25° 18° 25° 26° 33° 16° 23° 16° 17° Á MORGUN 3-8 m/s, hvassast NA-til. SUNNUDAGUR 3-10 m/s. 13 10 9 9 7 8 8 8 10 12 5 3 2 1 1 2 2 1 3 2 4 1 7 7 11 11 13 13 11 12 11 14 HELGARVEÐRIÐ Það verður svipað veður á landinu á morgun en það eru horfur á nætur- frosti á sunnudags- nótt norðaustan- lands. Er líður á sunnudaginn verða hins vegar breyt- ingar og hlýnar þá heldur með suð- vestlægri átt. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Karlmanni, sem var í haldi lögreglu í fyrrinótt vegna rannsóknar hennar á morðmál- inu í Hafnarfirði, var sleppt um miðjan dag í gær. Ekki voru efni til að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn seint í fyrrakvöld og færður til yfir- heyrslu. Hann var í haldi yfir nótt- ina og sætti yfirheyrslum í gær þar til að honum var sleppt. Um er að ræða Íslending á fer- tugsaldri sem hefur ekki verið yfirheyrður áður í tengslum við málið Hann hefur komið við sögu lögreglu áður. Honum var haldið meðan verið var að sannreyna ýmis atriði í framburði hans og atriði honum tengd, að sögn Friðriks Smára. Hann vildi ekki tjá sig um hvort maðurinn hefði komið við sögu hjá lögreglu vegna ofbeldis- eða fíkni- efnamála. Þetta er þriðji maðurinn sem er í haldi hjá lögreglunni yfir nótt vegna rannsóknar á málinu. Tólf dagar eru nú liðnir frá því að Hannesi Þór Helgasyni var ráð- inn bani að heimili sínu í Hafnar- firði. Enginn var í haldi síðdegis í gær vegna rannsóknarinnar. - jss LÖGREGLAN Enginn var í haldi vegna morðsins síðdegis í gær. Karlmanni á fertugsaldri sleppt úr haldi lögreglu eftir yfirheyrslur: Enginn í haldi vegna morðs DÓMSMÁL Pétur Guðgeirsson þarf ekki að víkja sæti sem héraðs- dómari í máli níumenninganna sem ákærðir eru fyrir innrás á Alþingi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar, sem staðfestir þar með úrskurð héraðsdóms. Fjórir af þeim níu sem ákærð- ir voru kröfðust þess að Pétur myndi víkja sæti á þeirri for- sendu að með því að hafa lögreglu í dómhúsinu þegar þingað hefur verið í málinu hafi dómarinn verið „nánast fyrirfram að lýsa yfir sekt á hendur“ ákærðu og komið með því í veg fyrir að þeir njóti „réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, eins og þeim er áskil- inn í stjórnarskrá.“ - jss Hæstiréttur staðfestir úrskurð: Dómari þarf ekki að víkja NEYTENDUR Umboðsmaður Alþing- is telur ekki ástæðu til þess að aðhafast í máli Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) um breytingar á innflutningstollum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur breytt reiknireglu við útreikning á tollum. SVÞ og Félag atvinnu- rekenda hafa gagnrýnt það og hélt ráðherra fund með fulltrúum sam- takanna í gær. Þar kom fram að ráherra teldi breytingarnar lög- legar og ákveðið var að fara betur yfir málið á næstu vikum. - sv Umboðsmaður Alþingis: Aðhefst ekkert í tollamálunum HEILBRIGÐISMÁL Matvælastofnun hefur opnað aftur ræktunarsvæði kræklings í Eyjafirði sem lokað- ist þann 16. ágúst síðastliðinn þegar PSP-lömunareitur mældist yfir viðmiðunarmörkum. „Nýjar niðurstöður þörungaeit- ursmælinga sýna að þörungaeitrið er horfið úr kræklingnum og því er hættuástandi hér með aflýst,“ segir á vef Matvælastofnunar. „Samkvæmt niðurstöðum Haf- rannsóknastofnunarinnar hvarf þörungurinn sem olli eitruninni af ræktunarsvæðinu fljótlega eftir að eitrunin kom upp og hefur lítið sést til hans síðan.“ - óká Ræktunarsvæði opin á ný: Eitrið horfið úr kræklingnum VESTMANNAEYJAR Vörubíll valt á hliðina við Kirkjuveg í Vest- mannaeyjum í gær. Ökumaður bílsins var að vinna við að hreinsa ösku úr þakrennum á húsi þegar burðarstoð á krana bílsins gaf sig með þeim afleiðingum að bíllinn lagðist á hliðina. Maðurinn, sem var í körfunni þegar bíllinn fór á hliðina, féll þrjá til fjóra metra niður á jörð- ina. Samkvæmt lögreglunni í Vestmannaeyjum slapp maðurinn með minniháttar meiðsl en hann fékk slæman skurð á höfuð og höku. - sv Vörubíll valt á hliðina í Eyjum: Féll fjóra metra niður úr krana VALT Á HLIÐINA Maðurinn kastaðist úr körfu kranans þegar bíllinn valt. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON STÖÐVARFJÖRÐUR Íbúar á Stöðvar- firði fordæma harðlega þá ákvörð- un Landsbankans að loka útibúi sínu á Stöðvarfirði. „Með því lok- ast afgreiðsla Íslandspósts og þar með hrakar þjónustunni í þorpinu meira en ásættanlegt getur talist,“ segir í ályktun um hundrað manna íbúafundar. Skorað er á yfirvöld að sjá til þess að fallið verði frá ákvörð- uninni. Jafnframt var skorað á bæjarstjórn Fjarðabyggðar að hefja viðræður við Landsbankann og Íslandspóst um að starfsemi þeirra á staðnum breytist ekki. - óká Fundað á Stöðvarfirði: Þungt í íbúum vegna lokana AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 26.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,4057 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,86 120,44 186,24 187,14 152,36 153,22 20,457 20,577 19,043 19,155 16,188 16,282 1,4163 1,4245 181,03 182,11 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.