Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 24
Kynning REYKHÓLADAGURINN er á laugardaginn. Í tilefni af deginum fær litagleðin að ráða ríkjum á Reyk- hólum og húsin í hreppnum verða fallega skreytt. Landsmót smalahunda verður haldið á Vorboðavelli við Bakka- kot í Austur Húnavatnssýslu dag- ana 28. til 29. ágúst. Þórarinn Bjarki Benediktsson er formaður Smalahundafélagsins Snata sem er gestgjafi mótsins að þessu sinni. „Landsmótið er haldið árlega, til skiptis í hverjum ársfjórðungi,“ segir Þórarinn Bjarki sem er nýkominn frá því að smala í fjall- inu við bæinn sinn til að eiga kind- ur á landsmótið. Keppendur eru að sögn Þórarins Bjarka yfirleitt um níu til tólf og keppa með 15 til 18 hunda. Hann er inntur eftir því út á hvað keppnin gengur. „Hundur- inn er sendur fyrir fjórar kindur. Hann á að koma með þær eftir 300 til 400 metra braut í gegnum eitt hlið og svo rekur hann kindur í þríhyrning í gegnum tvö hlið og aftur að smalanum. Að síðustu eru þær aðskild- ar tvær og tvær og loks reknar í réttina,“ útskýr- ir hann en viðurkennir að hundarnir sé misflinkir við að koma kindunum í gegn- um hliðið. „Þeir hitta ekki allir á.“ Þórarinn Bjarki á sjálf- ur fjóra hunda og tekur þátt með einn þeirra á mótinu. „Ég er með kind- ur hér heimavið yfir sum- arið til að þjálfa hann,“ segir Þórarinn Bjarki sem segir smalamennsk- una bæði áhugamál og vinnu enda býr hann með 550 kindur á bænum Breiðavaði. Þórarinn Bjarki segir smalahunda- keppni ekki eiga sér mjög langa sögu á Íslandi en fyrirmyndin að henni er fengin frá Bretlandi og Nýja Sjálandi. Aðeins hreinræktaðir border collie hund- ar taka þátt enda hentar hann vel í slíka keppni. „Þetta er vaxandi sport hér á landi og meira að segja menn í þessu sem eiga engar kindur og fá að fara á bæi til að þjálfa hund- ana sína,“ segir Þórarinn Bjarki en tekur einnig fram að smalahund- ar njóti einnig aukinna vinsælda til sveita. Keppnin á landsmótinu hefst klukkan 10 á morgun en nánari upplýsingar um smalahunda má nálgast á www.smalahundur.123. is solveig@frettabladid.is Misflinkir að reka gegnum hlið Landsmót smalahunda verður haldið á Vorboðavelli við Bakkakot í Austur Húnavatnssýslu nú um helg- ina. Á mótinu á hver hundur að reka fjórar kindur eftir 300 til 400 metra langri braut. Á mótinu á hver hundur að reka fjórar kindur, meðal annars gegnum tvö hlið. Bæjarhátíðin Sandgerðisdagar hófst í vikunni og stendur fram á sunnudag. Sandgerði er komin í sparifötin því þar stendur yfir bæjarhátíðin Sandgerðisdagar. Í kvöld, föstu- dag, klukkan átta verður skemmt- un fyrir ungt fólk á hátíðasvæði við höfnina og Söngva-og sagna- kvöld í Efra-Sandgerði á sama tíma. Hápunktur hátíðarhaldanna verður svo á morgun, 28. ágúst, með fjölbreyttum viðburðum. Á Listatorgi verður markaðstjald og myndasýning frá 13 til 17 og fróð- leiksdagskrá verður í Fræðasetr- inu frá 13 til 18. Má þar nefna vís- indasögulega sýningu um ævi og starf franska heimskautafarans, leiðangursstjórans og læknisins Jean-Baptiste Charcot. Hús bæjarins eru skreytt með skærum litum og klukkan 20.30 annað kvöld verður hverfaganga frá Vörðunni undir forystu Björg- unarsveitarinnar Sigurvonar. Allar upplýsingar um hátíðina má lesa á síðunni:http://sandger- disdagar2010.245.is - gun Sandgerðisdagar Þessi gladdi augu gesta í fyrra, hvort sem hann gerir það í ár. MYND/245.IS „Staðreyndin er sú að drykkur- inn er að hjálpa fleiri þúsund manns og við fáum daglega ein- stakar sögur frá fólki sem hefur verið að kljást ýmis vandamál og drykkurinn hefur hjálpað,“ segir Ólafur Sólimann, framleiðandi aada-drykkjarins og eigandi vöru- merkisins My secret. Þessa dagana er aada-drykkur- inn að koma í verslanir í tveggja lítra umbúðum og er því fáanleg- ur í þremur stærðum: 5 lítra, 2 lítra og 300 millilítra. Styrkleiki engifersins er misjafn eftir stærð. Mestur er styrkleikinn í 5 lítra pakkningu. Tveggja lítra flös- kurnar innihalda 75% styrkleika og minnstu flöskurnar innihalda 50% styrkleika. Innan skamms kemur svo á markaðinn nýjung; aada-drykkur fyrir krakka. „Krakkadrykkurinn verður í 300 ml flöskum með 25% styrk- leika og í honum verða fersk trönuber. Við ætlum hann fyrir 6 til 14 ára krakka því einstakir töfrar engifersins gagnast jafnt börnum sem fullorðnum. Margar mæður hafa einmitt haft samband við okkur og sagt okkur hvernig drykkurinn hefur hjálpað börn- um þeirra, til dæmis að kljást við astma eða exem. Önnur nýjung á döfinni hjá okkur er rauðrófu- drykkur úr aada-engiferdrykkn- um og ferskum rauðrófum. Hann köllum við Helgarhreinsun og honum munu fylgja níu uppskrift- ir að boost-um, án allra mjólkuraf- urða,“ segir Ólafur en áætlað er að setja rauðrófudrykkinn á markað- inn í vetur. Vinsældir aada-engiferdrykkj- arins hafa spurst hratt út og fæst Íslenski engiferdrykk- urinn aada slær í gegn Ástæðan er einföld að sögn Ólafs Sólimann, framleiðanda drykkjarins, hann virkar og hjálpar fólki. Ég er ein af þeim sem hef drukkið aada drykkinn og er orðin fastur „áskrifandi“. Mér finnst þessi drykkur hafa gefið mér aukinn kraft og úthald og get ekki án hans verið daglega. Við þetta breytist að sjálfsögðu lífsgleði mín og trú á lífið og tilveruna, sem ég tel svo mikilvægt. Ég hef átt við mjög alvarleg veikindi að stríða, hef greinst tvisvar með krabbamein og „Heilkenni Sjögrens“ fyrir 3 árum. Vegna alls þessa hef ég leitað eftir styrk og jákvæðni og set mér ákveðin markmið daglega svo sem að takast á við lífið og tilveruna af jákvæðni. Þegar ég kynnntist þessum frábæra drykk pössuðu áhrif hans afar vel við mín markmið – að ná betri heilsu og geta starfað og tekist á við lífið og tilveruna á sem eðlilegastan hátt. Reynslusaga: Sigrún Eyjólfsdóttir Mynta er eitt af innhaldsefnum í aada drykknum frá My Secret. Öll hráefnin í drykknum eru fersk og þau unnin eftir uppskrift Ólafs Ólafur Sólimann eigandi My Secret er á leið til Indlands að hitta rækt- anda hráefnisins sem hann notar í aada engifer drykkinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.