Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 8
8 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR 1 Hvað heitir sóknarpresturinn í Reykholti? 2 Tíðni kvaða annars kvilla er mígreni talið auka? 3 Hver er nærtækasti tilgangur lífsins að mati Ævars Kjartans- sonar útvarpsmanns? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 Síðustu sýningardagar. Sýningin Náttúran í hönnun í Ljósafossstöð hefur fengið afburða dóma og þykir með áhugaverðari hönnunarsýningum sem settar hafa verið upp á Íslandi. Á sýningunni er boðið í ferðalag um hlutbundna náttúru yfir 30 íslenskra hönnuða og skyggnst inn í hugarheim þeirra, meðal annars með áhugaverðum viðtölum. Ekki missa af þessari frábæru sýningu, síðasti sýningardagur er næstkomandi laugardag, 28. ágúst. Opnunartími er 13–18. Náttúran í hönnun er samstarfsverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Landsvirkjunar. Sýningarstjóri Hlín Helga Guðlaugsdóttir Nánari upplýsingar www.honnunarmidstod.is www.lv.is Hallveig efh. í Reykholti Næstu sýningar föstudag 27.ágúst kl.17:30 uppselt laugardag 28.ágúst kl.17:00 lausir miðar Miðapantanir í síma 690 1939 eða bókað í gegnum heimasíðu á www.hallveig.sida.is MEXÍKÓ, AP Lík 72 manna fundust á búgarði í Tamaulipas-héraði í Mexíkó, rétt sunnan landamæra Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Fullvíst þykir að hinir látnu hafi verið innflytjendur frá Mið- og Suður-Ameríkuríkjum, sem hafi ætlað sér að komast norður yfir. Mexíkóskur eiturlyfjahring- ur er grunaður um að hafa myrt fólkið. Einn maður frá Ekvador lifði af hildarleikinn og gat komist við illan leik að landamærastöð á þjóðveginum og látið þar vita um atburðina. Hermenn héldu þegar á staðinn og fundu þar í húsi hóp vopnaðra manna úr eiturlyfja- hringnum. Til bardaga kom og féll einn hermaður og þrír úr gengi morð- ingjanna. Í rými þar á bak við fundust lík 58 karlmanna og fjór- tán kvenna. Teresa Delagadillo, starfskona á heimili fyrir flóttamenn í landa- mærabænum Matamaros, Mexíkó- megin landamæranna, segist oft hafa heyrt sögur um að glæpa- gengi hafi rænt fólki og misþyrmt því til þess að fá út úr því fé. Aldrei hafi hún þó heyrt af neinu jafn hryllilegu og þessum fjölda- morðum nú í vikunni. Atburðurinn vekur athygli á erfiðu hlutskipti fólks sem reyn- ir að komast yfir landamærin til Bandaríkjanna frá ríkjum Suður- og Mið-Ameríku. Æ fleiri fréttir hafa borist af því að hópum þeirra hafi verið rænt. Fólkið sé síðan þvingað til þess að gefa upp símanúmer hjá ættingj- um sínum, annaðhvort í Bandaríkj- unum eða í heimalandinu. Ættingj- arnir eru síðan krafðir um peninga í skiptum fyrir fólkið, sem haldið er föngnu þangað til peningar ber- ast. Í skýrslu mannréttindasamtak- anna Amnesty International frá í apríl segir að ferðaleið þessara innflytjenda í gegnum Mexíkó til Bandaríkjanna sé ein sú hættuleg- asta í heimi. Mexíkóstjórn hefur staðfest í það minnsta sjö dæmi um hóp- mannrán af þessu tagi það sem af er þessu ári. Í öllum tilvikum voru það glæpahringir sem stóðu að mannránunum. Mannréttindastofnunin í Mex- íkó segist hafa upplýsingar um að í hverjum einasta mánuði sé 1.600 manns rænt með þessum hætti, og eru þessar tölur byggðar á frá- sögnum sem stofnuninni bárust á tímabilinu september 2008 til febrúar 2009. gudsteinn@frettabladid.is Tugir manna myrtir sunnan landamæra Óhugnanleg fjöldamorð í Mexíkó nú í vikunni vekja athygli á ömurlegu hlut- skipti fólks sem streymir frá ríkjum Suður- og Mið-Ameríku í von um að kom- ast til Bandaríkjanna. Glæpahringir ræna allt að 1.600 manns á mánuði. VOPNABÚR GLÆPAMANNANNA Eftir skotbardagann á búgarðinum lagði herinn hald á fjöldann allan af vopnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráð- herra, hefur skipað í dómnefnd er meta skal hæfni þeirra sem sækja um dómaraembætti. Dóm- nefndina skipa: Páll Hreinsson hæstaréttardómari, sem jafn- framt er formaður nefndarinnar, og Stefán Már Stefánsson, fyrr- verandi prófessor, Guðrún Agn- arsdóttir læknir, Allan Vagn Magnússon héraðsdómari, og Brynjar Níelsson hæstaréttar- lögmaður. Þá hefur ráðherra ákveðið að láta skoða hvort rétt sé að breyta ákvæðum dómstólalaga, sem kveða á um hvernig tilnefnt er í nefndina, með hliðsjón af ákvæð- um og markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. - jss Ráðherra skipar í nefnd: Hæfnisnefnd um dómara FANGELSISMÁL Bygging nýs gæslu- varðhalds- og skammtíma- vistunarfangelsis verður boðin út fyrir lok september næstkom- andi. Dómsmálaráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að gera tillögur að langtímaáætlun á sviði fullnustumála. Nefnina skipa: Hauk- ur Guðmundsson skrifstofu- stjóri formaður og Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur frá dómsmálaráðuneyti, Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræð- ingur hjá Landlæknisembættinu, Páll E. Winkel forstjóri og Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðing- ur frá Fangelsismálastofnun, Sigríður Friðjónsdóttir saksókn- ari og Helgi Gunnlaugsson Ph.D., afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði. - jss Útboð nýs fangelsis: Unnið að lang- tímaáætlun DANMÖRK Starfsfólk á skrifstofu Sósíaldemókrataflokksins í Dan- mörku var sett í einangrun í nokkrar klukkustundir í gær eftir að grunsamlegt bréf barst á skrifstofuna. Torkennilegt duft reyndist vera í bréfinu og var það sett í rannsókn. Húsinu var lokað og mátti fólk á öðrum hæðum ekki fara út, né heldur neinn koma inn í húsið meðan málið var kannað. Á endanum þótti ljóst að bréf- ið væri hættulítið, en starfsfólkið var engu að síður sent í bað til að skola af sér efni sem hugsanlega gætu verið hættuleg. Endanlegra niðurstaðna rannsóknar á duftinu var beðið. - gb Starfsfólk sett í einangrun: Grunsamlegt bréf vakti ugg MIKILL VIÐBÚNAÐUR Lögregla og slökkvilið mætti í vígalegum búningum. NORDICPHOTOS/AFP Heitavatnslaust á mánudag Næstkomandi mánudag, 30. ágúst, verður gert við hitaveitustofnæð á Húsavík. „Heitt vatn verður tekið af kl. 8.30 og verður vatnslaust fram eftir degi. Svæðin sem verða vatnslaus eru fyrir neðan bakka og í hluta norðurbæj- ar,“ segir á vef Orkuveitu Húsavíkur. HÚSAVÍK VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.