Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 12
27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR
Sigurður Einarsson lýsir óánægju
með vinnubrögð sérstaks
saksóknara og rannsóknarnefndar
Alþingis í ítarlegu viðtali.
Varð hirðljósmyndari forseta Íslands
í Indlandi
– Heimreisa Baldurs Kristjánssonar
ljósmyndara í máli og myndum.
Vanmetur þú refsiþyngd íslenska
dómkerfisins eins og margir aðrir
Íslendingar?
– Lestu sögurnar, dæmdu sjálfur og
sjáðu hvar þú stendur í helgarblaði
Fréttablaðins.
Samstarf foreldra og skóla skiptir
meginmáli fyrir nemendur
– Segir Nanna Kristín Christiansen
höfundur nýrrar bókar um skóla
og skólaforeldra.
IÐNAÐUR Gert er ráð fyrir að breyt-
ing á deiliskipulagi Reyjaness og
Grindavíkur verði staðfest um
mánaðamótin október nóvember
þegar Skipulagsstofnun hefur farið
yfir hana, að sögn Magneu Guð-
mundsdóttur, formanns umhverfis-
og skipulagsráðs Reykjanesbæjar.
Orkustofnun getur ekki gefið leyfi
fyrir stækkun
Reykjanesvirkj-
unar fyrr en
nýtt deiliskipu-
lag hefur verið
samþykkt.
Sveitarfélögin
höfðu áður bæði
samþykkt til-
lögu að deili-
skipulagi þar
sem gert var
ráð fyrir stækk-
un virkjunar-
innar og fjölg-
un borhola, en
vegna formgalla
á umhverfis-
skýrslu þurfti
að endurtaka þá
vinnu.
Júlíus Jóns-
son, forstjóri
HS Orku, sagði
í viðtali við Fréttablaðið í vikunni
að tafir á deiliskipulagi á fyrirhug-
uðu virkjanasvæði hefðu keðju-
verkandi áhrif, erfitt væri að ljúka
samningum án þess að orka væri
til staðar. Hann sagði þá jafnframt
að vonir stæðu til þess að leyfi til
stækkunar virkjunarinnar skiluðu
sér í næsta mánuði.
Núna er hins vegar ljóst að það
verður tæpast fyrr en í nóvember
í fyrsta lagi, þar sem hendur Orku-
stofnunar til að gefa út virkjana-
leyfi eru bundnar þar til gengið
hefur verið frá deiliskipulaginu.
„Við gefum út leyfi á grundvelli
gildandi skipulags,“ segir Guðni
A. Jóhannesson orkumálastjóri
og bætir við að frágangur deili-
skipulagsins sé því ein forsend-
anna fyrir því að hægt verði að
gefa út virkjanaleyfi til HS Orku.
Hann segist þó ekki geta svarað
því hvort stækkun Reykjanes-
virkjunar strandi á því einu að
deiliskipulagið hafi ekki verið
klárað. „Við erum bundnir trúnaði
og fjöllum ekki um einstök atriði
umsóknar eða afgreiðslu meðan á
henni stendur.“ Guðni segir það í
höndum sveitarfélaganna hvenær
lokið verði við deiliskipulagið, það
sé nú í auglýsingaferli og að því
loknu taki við einhver vinna, en
tímalengd hennar ráðist að nokk-
ur af fram komnum athugasemd-
um.
Magnea segir að aðalskipulag
sem sé yfir deiliskipulaginu hafi
þegar tekið gildi. „En deiliskipu-
lagið var auglýst í júlí og athuga-
semdafrestur vegna þess rennur
út 14. september.“ Breytingatil-
lagan liggur frammi á skrifstof-
um Reykjanesbæjar og Grinda-
víkur til 7. september.
Fram kemur í deiliskipulags-
auglýsingunni 22. júlí að fyrir-
hugaðar breytingar felist meðal
annars í „stækkun núverandi jarð-
varmavirkjunar, bættu aðgengi og
öryggi ferðamanna á svæðinu auk
samræmingar deiliskipulags við
núverandi aðstæður og fyrirkomu-
lag“. olikr@frettabladid.is
GUÐNI A.
JÓHANNESSON
JÚLÍUS JÓNSSON
REYKJANESVIRKJUN Forstjóri HS Orku kvaðst nýverið vonast til að virkjanaleyfi vegna
stækkunar Reykjanesvirkjunar fengist í næsta mánuði. Það verður þó tæpast fyrr en
lokið hefur verið við deiliskipulag svæðisins í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Leyfi til stækkunar
bíður deiliskipulags
HS Orka fær ekki virkjanaleyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar fyrr en í
nóvember í fyrsta lagi. Sú töf stafar af því að endurvinna þurfti deiliskipulag
sem bæjarstjórnir Grindavíkur og Reykjanesbæjar höfðu áður samþykkt.
ORKUMÁL Jarðboranir hafa sagt
upp tuttugu starfsmönnum og
tilgreina tafir á framkvæmd-
um vegna álvers í Helguvík sem
ástæðu uppsagna í fréttatilkynn-
ingu sem send var út í gær.
Starfsmönnum Jarðborana hefur
fækkað úr tvö hundruð og tíu í
níutíu á tveimur árum. Fyrirtæk-
ið segist hafa frestað uppsögnum
eins lengi og kostur var en haldi
enn í þá von að verkefnastaðan
glæðist á næstu mánuðum. Ger-
ist það verði einhverjar uppsagnir
dregnar til baka.
„Í ljósi breyttrar stöðu hefur
félagið lagt enn meiri áherslu
á verkefnaöflun erlendis, ekki
aðeins á sviði jarðhita sem hefur
verið sérgrein Jarðborana fram að
þessu, heldur einnig á sviði borana
eftir olíu og gasi,“ segja forsvars-
menn Jarðborana. „Þessi nýja
áhersla hefur þegar skilað dóttur-
félagi Jarðborana í Þýskalandi,
Heklu Energy, verkefni við borun
eftir gasi í Sviss.“ - pg
Tafir á stóriðjuframkvæmdum leiða til uppsagna hjá Jarðborunum:
Segja tuttugu upp störfum
BOR JARÐBORUNAR Fyrir tveimur árum
störfuðu um 210 manns hjá fyrirtækinu,
en verða um 90 þegar uppsagnirnar
verða komnar til framkvæmda.
SKÓLAR Foreldrum barna í Vesturbæjarskóla brá í
brún í gærmorgun þegar í ljós kom að að tveimur afar
óhrjálegum húsum hafði verið komið fyrir þá um nótt-
ina á skólalóðinni.
Um er að ræða lausar skólastofur sem ætlaðar eru
undir frístundaheimili yngri barnanna. Þau eldri hafa
frístundaheimili í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli.
„Fræðslustjórinn er búinn að funda með foreldra-
hópnum og það er búið að boða mig ásamt honum á
fund hjá framkvæmdasviði borgarinnar á morgun [í
dag],“ sagði Hildur Hafstað skólastjóri í gær.
Foreldrarnir segja að aðfluttu stofurnar taki allt of
mikið af útileiksvæði barnanna auk þess sem mann-
virkin líti einfaldlega hættulega út. Hildur tekur undir
þetta en segir að um sé að ræða lausn sem notast verði
við í vetur. Stofurnar líti vissulega ömurlega út en
eftir eigi að standsetja þær, meðal annars koma fyrir
sökklum og tröppum. Búist sé við að húsin verði tekin
í notkun eftir þrjár vikur.
Hildur segir að staðið hafi til að byggja við Vest-
urbæjarskóla sem sé vaxinn upp úr húsnæðinu. Þau
áform hafi frestast eftir hrun. „Ég held að allir gerir
sér grein fyrir því að þetta er skammtímalausn,“ segir
skólastjórinn. - gar
Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla óánægðir með lausar stofur á skólalóðinni:
Of lítið pláss fyrir leik skólabarnanna
VÆNTANLEGT FRÍSTUNDAHEIMILI Færanlegar stofur sem birt-
ust á lóð Vesturbæjarskóla í fyrrinótt vöktu hörð viðbrögð. Eftir
er að standsetja húsin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN