Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 12
 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Sigurður Einarsson lýsir óánægju með vinnubrögð sérstaks saksóknara og rannsóknarnefndar Alþingis í ítarlegu viðtali. Varð hirðljósmyndari forseta Íslands í Indlandi – Heimreisa Baldurs Kristjánssonar ljósmyndara í máli og myndum. Vanmetur þú refsiþyngd íslenska dómkerfisins eins og margir aðrir Íslendingar? – Lestu sögurnar, dæmdu sjálfur og sjáðu hvar þú stendur í helgarblaði Fréttablaðins. Samstarf foreldra og skóla skiptir meginmáli fyrir nemendur – Segir Nanna Kristín Christiansen höfundur nýrrar bókar um skóla og skólaforeldra. IÐNAÐUR Gert er ráð fyrir að breyt- ing á deiliskipulagi Reyjaness og Grindavíkur verði staðfest um mánaðamótin október nóvember þegar Skipulagsstofnun hefur farið yfir hana, að sögn Magneu Guð- mundsdóttur, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Orkustofnun getur ekki gefið leyfi fyrir stækkun Reykjanesvirkj- unar fyrr en nýtt deiliskipu- lag hefur verið samþykkt. Sveitarfélögin höfðu áður bæði samþykkt til- lögu að deili- skipulagi þar sem gert var ráð fyrir stækk- un virkjunar- innar og fjölg- un borhola, en vegna formgalla á umhverfis- skýrslu þurfti að endurtaka þá vinnu. Júlíus Jóns- son, forstjóri HS Orku, sagði í viðtali við Fréttablaðið í vikunni að tafir á deiliskipulagi á fyrirhug- uðu virkjanasvæði hefðu keðju- verkandi áhrif, erfitt væri að ljúka samningum án þess að orka væri til staðar. Hann sagði þá jafnframt að vonir stæðu til þess að leyfi til stækkunar virkjunarinnar skiluðu sér í næsta mánuði. Núna er hins vegar ljóst að það verður tæpast fyrr en í nóvember í fyrsta lagi, þar sem hendur Orku- stofnunar til að gefa út virkjana- leyfi eru bundnar þar til gengið hefur verið frá deiliskipulaginu. „Við gefum út leyfi á grundvelli gildandi skipulags,“ segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri og bætir við að frágangur deili- skipulagsins sé því ein forsend- anna fyrir því að hægt verði að gefa út virkjanaleyfi til HS Orku. Hann segist þó ekki geta svarað því hvort stækkun Reykjanes- virkjunar strandi á því einu að deiliskipulagið hafi ekki verið klárað. „Við erum bundnir trúnaði og fjöllum ekki um einstök atriði umsóknar eða afgreiðslu meðan á henni stendur.“ Guðni segir það í höndum sveitarfélaganna hvenær lokið verði við deiliskipulagið, það sé nú í auglýsingaferli og að því loknu taki við einhver vinna, en tímalengd hennar ráðist að nokk- ur af fram komnum athugasemd- um. Magnea segir að aðalskipulag sem sé yfir deiliskipulaginu hafi þegar tekið gildi. „En deiliskipu- lagið var auglýst í júlí og athuga- semdafrestur vegna þess rennur út 14. september.“ Breytingatil- lagan liggur frammi á skrifstof- um Reykjanesbæjar og Grinda- víkur til 7. september. Fram kemur í deiliskipulags- auglýsingunni 22. júlí að fyrir- hugaðar breytingar felist meðal annars í „stækkun núverandi jarð- varmavirkjunar, bættu aðgengi og öryggi ferðamanna á svæðinu auk samræmingar deiliskipulags við núverandi aðstæður og fyrirkomu- lag“. olikr@frettabladid.is GUÐNI A. JÓHANNESSON JÚLÍUS JÓNSSON REYKJANESVIRKJUN Forstjóri HS Orku kvaðst nýverið vonast til að virkjanaleyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar fengist í næsta mánuði. Það verður þó tæpast fyrr en lokið hefur verið við deiliskipulag svæðisins í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leyfi til stækkunar bíður deiliskipulags HS Orka fær ekki virkjanaleyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar fyrr en í nóvember í fyrsta lagi. Sú töf stafar af því að endurvinna þurfti deiliskipulag sem bæjarstjórnir Grindavíkur og Reykjanesbæjar höfðu áður samþykkt. ORKUMÁL Jarðboranir hafa sagt upp tuttugu starfsmönnum og tilgreina tafir á framkvæmd- um vegna álvers í Helguvík sem ástæðu uppsagna í fréttatilkynn- ingu sem send var út í gær. Starfsmönnum Jarðborana hefur fækkað úr tvö hundruð og tíu í níutíu á tveimur árum. Fyrirtæk- ið segist hafa frestað uppsögnum eins lengi og kostur var en haldi enn í þá von að verkefnastaðan glæðist á næstu mánuðum. Ger- ist það verði einhverjar uppsagnir dregnar til baka. „Í ljósi breyttrar stöðu hefur félagið lagt enn meiri áherslu á verkefnaöflun erlendis, ekki aðeins á sviði jarðhita sem hefur verið sérgrein Jarðborana fram að þessu, heldur einnig á sviði borana eftir olíu og gasi,“ segja forsvars- menn Jarðborana. „Þessi nýja áhersla hefur þegar skilað dóttur- félagi Jarðborana í Þýskalandi, Heklu Energy, verkefni við borun eftir gasi í Sviss.“ - pg Tafir á stóriðjuframkvæmdum leiða til uppsagna hjá Jarðborunum: Segja tuttugu upp störfum BOR JARÐBORUNAR Fyrir tveimur árum störfuðu um 210 manns hjá fyrirtækinu, en verða um 90 þegar uppsagnirnar verða komnar til framkvæmda. SKÓLAR Foreldrum barna í Vesturbæjarskóla brá í brún í gærmorgun þegar í ljós kom að að tveimur afar óhrjálegum húsum hafði verið komið fyrir þá um nótt- ina á skólalóðinni. Um er að ræða lausar skólastofur sem ætlaðar eru undir frístundaheimili yngri barnanna. Þau eldri hafa frístundaheimili í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli. „Fræðslustjórinn er búinn að funda með foreldra- hópnum og það er búið að boða mig ásamt honum á fund hjá framkvæmdasviði borgarinnar á morgun [í dag],“ sagði Hildur Hafstað skólastjóri í gær. Foreldrarnir segja að aðfluttu stofurnar taki allt of mikið af útileiksvæði barnanna auk þess sem mann- virkin líti einfaldlega hættulega út. Hildur tekur undir þetta en segir að um sé að ræða lausn sem notast verði við í vetur. Stofurnar líti vissulega ömurlega út en eftir eigi að standsetja þær, meðal annars koma fyrir sökklum og tröppum. Búist sé við að húsin verði tekin í notkun eftir þrjár vikur. Hildur segir að staðið hafi til að byggja við Vest- urbæjarskóla sem sé vaxinn upp úr húsnæðinu. Þau áform hafi frestast eftir hrun. „Ég held að allir gerir sér grein fyrir því að þetta er skammtímalausn,“ segir skólastjórinn. - gar Foreldrar barna í Vesturbæjarskóla óánægðir með lausar stofur á skólalóðinni: Of lítið pláss fyrir leik skólabarnanna VÆNTANLEGT FRÍSTUNDAHEIMILI Færanlegar stofur sem birt- ust á lóð Vesturbæjarskóla í fyrrinótt vöktu hörð viðbrögð. Eftir er að standsetja húsin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.